Fréttablaðið - 14.07.2012, Side 41

Fréttablaðið - 14.07.2012, Side 41
KYNNING − AUGLÝSING Eldvarnir & öryggisbúnaður14. JÚLÍ 2012 LAUGARDAGUR 3 Farestveit & company sérhæfir sig í öryggisvörum og þjónustu þeim tengdum. Fyrirtækið var stofnað á grunni öryggisdeildar Ein- ars Farestveit & Co. hf. og byggir á rúmlega 20 ára reynslu í þjónustu, sölu og ráðgjöf öryggisbúnaðar. Að sögn Hákonar Farestveit, framkvæmdastjóra Farestveit & company, býður fyrirtækið hentug- ar lausnir sem henta heimilum og smærri fyrirtækjum. Kerfin eru ein þau fullkomnustu sem í boði eru á markaðnum og eru meðal annars með neyðarrafhlöðu og íslensku viðmóti og tala meira að segja ís- lensku. Fyrirtækið býður bæði kerfi sem tengjast landlínu, sem henta fyrirtækjum og heimilum, og GSM-kerfi sem eru heppileg í sum- arbústaði og staði þar sem landlína er ekki til staðar. Sérstakur neyðarhnappur er einnig fáanlegur fyrir sjúklinga og aldrað fólk. Kerfin senda boð í far- síma, landlínusíma og til vakt- stöðvar ef þörf krefur. Þetta þýðir að allir í fjölskyldunni auk nágranna eða ættingja geta verið á vaktinni og fengið boð ef eitthvað kemur upp á. Þessi aðferð sparar mánaðargjöld og má segja að kerfin greiði sig upp á um það bil tveimur árum. Farestveit & company er með umboð á Íslandi fyrir öryggisbún- að frá vönduðum framleiðendum og býður upp á heildstæðar lausnir. Ör- yggis- og myndavélakerfi fyrir heim- ili, fyrirtæki, samtök og stofnanir. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu fyrirtækisins, www.farest- veit.is. Raunverulegur sparnaður Farestveit & company býður upp á öryggiskerfi sem hringja og senda SMS í allt að sex númer. Engin þörf er á tengingu við stjórnstöðvar öryggisfyrirtækjanna. Eldhemja Plús er lítill úðabrúsi með slökkvifroðu sem einfalt er að nota á elda á byrjunarstigi. Hún er frostþolin og slekkur elda í A, B og F-flokki. Hákon Farestveit, framkvæmdastjóri Farestveit & company, með öryggiskerfi sem eru ein af þeim fullkomnustu á markaðnum. MYND/STEFAN Til hliðar má sjá myndavél sem hentar hvers konar fyrirtækjum úti sem inni og að neðan er myndavél með innbyggðum IR-ljósum sem lýsa í myrkri. Hún hentar vel á sumarhús og íbúðarhús. Brunaslys þar sem kviknar í fötum fólks eru algengust um jól og áramót. Engu að síður verða einnig slys á sumrin og tengjast þá helst grillum. Her- dís L. Storgaard, verkefnastjóri slysavarna barna, segir auk þess færast í aukana að slys verði út frá etanól-örnum sem hafa verið vin- sælir hér á landi. „Það hefur orðið talsvert af slysum því fólk er að hella á eldstæðið þegar það er heitt en þá verður hálfgerð sprenging og kviknað getur í fatnaði,“ segir Her- dís. Gerviefni ekki eldfimust Langeldfimasta fatnaðinn segir Herdís vera silkifatnað. „Næst á eftir silki kemur ofin bómull, eins og er í skyrtum eða blússum. Föt úr slíkum efnum fuðra upp á hálfri mínútu ef eldur kemst í efnið.“ Herdís segir þó f lesta halda að gerviefni séu hættulegust. „Þetta er úrelt þekking. Gerviefni voru vissulega mjög hættuleg í gamla daga en síðan hafa fataframleið- endum verið sett ströng öryggis- skilyrði. Það kemur gat á flíspeysu ef maður rekur sig í opinn eld, en flíkin fuðrar ekki upp eins og gerð- ist í gamla daga.“ Flestir bregðast ranglega við Slysin gerast þó allt of oft og þá er mikilvægt að kunna að bregðast við. Herdís segir algengt að fólk bregðist ranglega við þegar kvikn- ar í fötum fólks. „Það á til dæmis aldrei að slá til eldsins eins og maður sér í bíómyndunum, þá er maður bara að pústa súrefni í eld- inn,“ segir Herdís. „Það sem gildir, hvort sem menn eru inni eða úti, er að leggjast á jörðina og rúlla sér eftir henni.“ Mikilvægast er að kæfa eld- inn. „Það má alls ekki hella vatni á hann því það verður eins konar sprenging eða suða þegar vatn- ið lendir á logandi f leti,“ út- skýrir Herdís og bætir við: „Þá geta logarnir náð að teygja sig í hárið og þá aukast líkur á að fólk brennist illa í fram- an.“ Hún segir þetta þó fyrstu viðbrögð margra og í sumarbústöðum hlaupi fólk gjarnan af stað út í pott eða vatn og kasti sér út í. Þetta segir hún al- röng viðbrögð því með hlaupunum fái eldur- inn aukið súrefni og breiði úr sér. Ekki klæða úr fötum Eins segir Herdís f y rst u v iðbrögð margra vera að af- klæða sig en það eigi alls ekki að gera. „Þá fær eld- urinn meira súr- efni og breiðir úr sér. Það er um að gera að kasta sér niður á jörð- ina og ekki hugsa um hvort maður sé í moldarf lagi eða sandi eða hverju öðru. Það skiptir engu máli, þetta snýst um að slökkva eldinn.“ Einstakling sem lent hefur í bruna skal ekki heldur klæða úr fötunum eftir að eldurinn hefur slokknað. „Ef þetta eru efni sem innihalda gerviefni er alltaf bráðnun á efn- inu og þá er svo mikil hætta að það sé fast ofan í holdinu. Best er að kæla svæðið með því að leggja á það blaut og hrein stykki. Ef brun- inn þekur meira en 10% af líkam- anum þá skal hringja á sjúkra- bíl. Ekki er ólíklegt að manneskja sem kviknað hefur í geti verið með snert af reykeitrun,“ segir Herdís og bætir við að þá þurfi að fara til læknis því reykeitrun geti verið lúmsk og mjög hættuleg. Eldvarnarteppi geta bjargað Herdís leggur einnig áherslu á að fólk verði sér úti um eldvarnar- teppi og læri að nota þau. „Það er ekki gott að grípa í eitthvað nálægt teppi því þú veist ekki hvaða efni eru í teppinu. Það er misjafnt hvernig efni bregð- ast við eldi og menn geta gert illt verra. Nærstadd- ir eiga auðvitað að koma viðkomandi til aðstoðar og hafi þeir greiðan að- gang að teppi geta þeir breitt yfir til að reyna að slökkva eldinn,“ segir Herdís en ítrek- ar að mikilvægast sé að leggjast á jörðina og kæfa eldinn. halla@365.is Hvað ef kvik- nar í mér? Eldur á það til að læsast í fatnað fólks. Ef fötin eru eldfim getur eldurinn breiðst út á skömmum tíma og þá er mikilvægt að kunna að bregðast rétt við. Herdís L. Storgaard, verkefnastjóri slysavarna barna, ræðir hér um algengar villur í viðbrögðum og hvaða föt eru eldfimust. Að sögn Herdísar á í öllum tilfellum að henda sér í jörðina og rúlla sér eftir henni ef kviknar í fötum. Ólíkt því sem margir halda þá eru gervi- efni ekki eldfimust. Silkifatnaður er eldfimastur allra. Næst á eftir kemur ofin bómull.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.