Fréttablaðið - 14.07.2012, Page 50

Fréttablaðið - 14.07.2012, Page 50
14. júlí 2012 LAUGARDAGUR30 BAKÞANKAR Atla Fannars Bjarkasonar Á Bestu útihátíðinni, sem fór fram á Gaddstaðaflötum á dögunum, var til- kynnt um eina nauðgun. Í tilkynningu frá lögreglunni kom fram að hátíðin hefði gengið vel fyrir sig að mestu, þrátt fyrir nauðgunina, líkamsárás, dóp og slys. Slík- ar tilkynningar eru umdeildar og baráttu- konan Hildur Lilliendahl skrifaði opið bréf til lögreglunnar á Hvolsvelli þar sem hún gagnrýndi meðal annars þetta orðalag og bætti við að hátíðin hafi verið „fullkomlega mis- heppnuð og skammarleg“. LÖGREGLAN er ekki að ýkja þegar hún tilkynnir að hátíð hafi að mestu farið vel fram, þegar 95 prósent gesta haga sér eins og fólk. Það er hins vegar þessi áhersla á 95 prósent- in sem er óþolandi; þegar ógeðslegir ofbeldisglæp- ir eins og nauðganir eru nefndar í sömu andrá og veðrið. Auðvitað er það stórfrétt að 6.000 manns geti ekki komið saman á tjaldstæði úti í sveit án þess að stelpu sé nauðgað. Að það hafi verið heið- skírt sömu helgi á ekki heima í sömu tilkynn- ingu. EN AF hverju er spjótunum beint að hátíð- inni? Ef aðstandendur útihátíðar manna gæslu, eiga samstarf við yfirvöld og leysa hlutverk sitt fagmannlega (eins og lögregl- an segir að hafi verið gert – ég var ekki þarna), er allt það starf til einskis þegar einhver drullusokkur tekur upp á því að nauðga? Eiga þá aðstandendur hátíðarinn- ar að skammast sín? Er ábyrgðin þá ekki komin af herðum gerandans? Og er það ekki það sem við viljum alls ekki? MIKLU púðri er eytt í að básúna sann- leikanum um að ábyrgðin sé undantekn- ingalaust gerandans. Þess vegna skýtur skökku við að sjá aðstandendur útihá- tíða gerða meðábyrga fyrir skítlegu eðli nauðgara. Það má vel vera að skíthælar séu á meðal þeirra sem halda slíkar hátíð- ir en það skiptir ekki máli í stóra sam- henginu. Það myndi ekki einu sinni skipta máli þótt Hannibal Lecter myndi halda Bestu mannátshátíðina – það yrði ekki honum að kenna ef einhver drullusokkur nauðgaði. EF ALLT er gert svo að hátíðir fari vel fram er það undir gestunum komið að hegða sér samkvæmt lögum og vera ekki siðblindir aumingjar. Til að forðast nauðgun má beita ýmsum aðferðum. Hér er ein: Ef þú sérð stelpu sem þig langar að sofa hjá, ekki nauðga henni. Vonandi skemmtið’ ykkur vel STÖÐUPRÓF HAUSTIÐ 2012 Stöðupróf á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð sem hér segir: Danska (6 einingar/10 fein*), mán. 20. ágúst kl. 16:00. Enska (9 einingar/15 fein*), mán. 20. ágúst kl. 16:00 Franska (12 einingar/20 fein*) fim. 16. ágúst kl. 16:00. Ítalska (12 einingar/20 fein*), fim. 16. ágúst kl. 16:00. Norska (6 einingar/10 fein*), mán. 20. ágúst kl. 16:00. Spænska (12 einingar/20 fein*), fim. 16. ágúst kl. 16:00. Stærðfræði fös. 17. ágúst kl. 16:00. (stæ103/5 fein, stæ203/5 fein , stæ263/5 fein) Sænska (6 einingar/10 fein*), mán. 20. ágúst kl. 16:00. Þýska (12 einingar/20 fein*), fim. 16. ágúst kl. 16:00. *hámarks einingafjöldi sem hægt er að ná, frá og með fyrsta áfanga á framhaldsskólastigi. Rafræn skráning í stöðupróf fer fram á heimasíðu skólans http://www.mh.is. Frekari upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 595-5200 eftir 12. ágúst. Sýna þarf persónuskilríki með mynd í prófinu. Prófgjald, kr. 8000 fyrir hvert próf, ber að greiða inn á reikning Menntaskól- ans við Hamrahlíð í banka 323 hb 26 nr 106, kt. 460269-3509. Greiðslufrestur er til hádegis á prófdegi, nauðsynlegt er að fram komi nafn og kennitala próftaka. Réttur til próftöku byggist á að prófgjald hafi verið greitt. Skráning í stöðupróf sem haldin verða 13.september 2012 hefst í lok ágúst. Prófað verður í albönsku, bosnísku, eistnesku, filipísku, finnsku, grísku, hollensku, japönsku, kínversku, króatísku, litháísku, portúgölsku, pólsku, rússnesku, serbnesku, slóvensku, taílensku, tékknesku, tyrknesku, ungversku, úkraínsku og víetnömsku verða haldin. Skráning í þau próf hefst í lok ágúst. Rektor. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. fangi, 6. fyrirtæki, 8. gerast, 9. þangað til, 11. í röð, 12. búðarhilla, 14. lögunar, 16. ekki, 17. svif, 18. angan, 20. tvíhljóði, 21. útungun eggja. LÓÐRÉTT 1. tunnur, 3. klaki, 4. hjara, 5. lærir, 7. ögn, 10. sjáðu, 13. knæpa, 15. drulla, 16. trjátegund, 19. skóli. LAUSN LÁRÉTT: 2. gísl, 6. ms, 8. ske, 9. uns, 11. rs, 12. rekki, 14. forms, 16. ei, 17. áta, 18. ilm, 20. au, 21. klak. LÓÐRÉTT: 1. ámur, 3. ís, 4. skrimta, 5. les, 7. snefill, 10. sko, 13. krá, 15. saur, 16. eik, 19. ma. Roger! Ég bað um nýja myndasögu- STRÍPU! En aldrei þessu vant gætirðu hafa hitt naglann á höfuðið með þessa! Buxurnar mínar eru svo nálægt því að detta niður um mig að það er ekki fyndið! Nú, settu þá á þig belti. Í guðs bænum! Ég var ekki að kvarta. Ég var að hrósa sjálfum mér. Giftingar-hringar Ertu með eitt- hvað til leigu. Mamma ykkar sagðist hafa skilið eftir snarl í ísskápnum. Jógúrt með ferskum ávöxtum og granóla! Vá! Mömmu ykkar er virkilega annt um heilsu ykkar. Heldur betur. Sérstaklega þegar ein- hver sér til. Við fáum yfir- leitt ís með hlynsýrópi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.