Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.08.2012, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 02.08.2012, Qupperneq 1
 ÖRYGGISMÁL Flugmálastjórn segir að þegar tveir hælisleitendur komust óséðir um borð í far- þegaþotu aðfaranótt 8. júlí síðast- liðins hafi eftirliti með aðgangs- stýringu, eftirliti með flughlaði og vernd loftfars verið ábóta- vant. Þetta kemur fram í minnis- blaði Flugmálastjórnar (FMS) til innan ríkisráðuneytisins. Um atvikið segir að mennirnir tveir „hafi komist yfir girðingu þar sem framkvæmdir stóðu yfir, óséðir yfir hlað og sáust ekki á eftirlitsmyndavélum, upp stiga- bíl og um borð í flugvél sem var opin og óvöktuð“. Einnig mun koma fram í minnisblaði FMS að ákvæði laga um flugvernd hafi brugðist. Gripið hafi verið til skammtímaráðstafana en fara þurfi yfir verklag eftirlitsmanna, myndavélavöktun, vernd flugvéla og fleira. Áætlun verði tilbúin í lok ágúst. Isavia, sem annast rekstur flug- valla á Íslandi, sagði hins vegar í yfirlýsingu daginn eftir atvikið að „öryggiskerfið hafi virkað þar sem að áhöfn Icelandair hafi fylgt forskrifuðum verk- lagsreglum í hvívetna og fundið mennina áður en vélin fór í loftið.“ Jafnframt að við skoðun á verklagi öryggisstarfsmanna Isavia hafi „ekkert athugavert“ komið í ljós. „Í ljósi alvarleika málsins mun Isavia yfirfara öryggiseftirlit með starfssemi á svæðinu, þrátt fyrir að öryggis- kerfið hafi virkað í þessu tilviki,“ sagði Isavia þó. Spurður um ósamræmi sem virðist vera í mati FMS og Isavia á öryggismálunum á Keflavíkur- flugvelli þessa umræddu nótt segir Ögmundur Jónasson innan- ríkisráðherra skiljanlegt að menn velti vöngum yfir því. „Það er alveg rétt sem Isavia benti á sínum tíma á að menn- irnir hefðu ekki komið ásetningi sínum fram en hins vegar er aug- ljóst að þarna var alvarleg brota- löm í öryggiskerfinu. Það er þess vegna sem menn eru að setjast yfir þetta núna og munu grípa til þeirra ráðstafana sem talin er vera þörf á. Menn taka þetta alvarlegum tökum vegna þess að málið er litið alvarlegum augum,“ segir innanríkisráðherra. - gar MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Fimmtudagur skoðun 20 SÉRBLAÐ í Fréttablaðinu Fólk veðrið í dag 2. ágúst 2012 180. tölublað 12. árgangur FULLKOMINN FERÐAFÉLAGI! Opið til 21 í kvö ld E N N E M M / S ÍA / N M 5 0 19 5 30. júlí - 4. ágúst SJÓNVARP Jóhannes Haukur Jóhannesson leikur Egil Skalla- grímsson í stjörnum prýddri sjón- varpsþáttaröð um Íslendingasög- urnar sem Vesturport framleiðir. Þættirnir kallast Ferðalok. Tökur fara meðal annars fram erlendis þar sem viðtöl verða tekin við „leikstjóra, leikara, rithöfunda og alls kyns stórstjörnur sem hafa sótt innblástur í Íslendingasögurn- ar,“ segir Rakel Garðarsdóttir, sem sér um framleiðslu þáttanna, án þess þó að gefa upp um hvaða stór- stjörnur ræðir. - hþt / sjá síðu 62 Vesturport á fornum slóðum: Íslendingasögur í nýrri þáttaröð HYLLT Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff eiginkona hans komu fram á svalir þinghússins eftir að Ólafur undirritaði embættiseið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM R ebekka Rut Marinósdóttir er 19 ára stúlka sem er í Fjölbraut í Garðabæ. Hún heldur úti tísku-blogginu Vanadisin.blogspot.com ásamt Hönnu Margréti Arnardóttur og Kol-finnu Kristínardóttur, vinkonum sínum. Bloggið byrjaði sem verkefni hjá skap-andi sumarstarfi og hafa þær haldið því úti í heilt ár. Á síðunni er sýnt hvernig breyta má fötum á einfaldan hátt. Þar er umfjöllun um tísku og einnig eru ljós-myndir og myndbönd eftir þær sjálfar. Rebekka segir að hún hafi allt f háhuga á tí skipti sem það er eitthvað flott á Íslandi þá kostar það yfir 20.000 krónur,“ segir Rebekka, þó hún viðurkenni að hún eigi oft erfitt með að bíða eftir utanferðum og kíki þá í búðir hér heima. Þegar Rebekka er spurð út í haust-tískuna þá segir hún að líklegast munu gallajakkar halda áfram út í haustið, sérstaklega stórir, ásamt stórum og víðum fötum sem svipa til tíunda ára-tugarins. Henni þykir einnig líklegt aðhipphopp eð GERA MYNDBÖND OG MYNDAÞÆTTISKAPANDI TÍSKUBLOGG Rebekka Rut heldur úti tískublogginu Vanadís ásamt vinkonum sínum. Verkefnið byrjaði sem skapandi sumarstarf fyrir ári. HIPP OG KÚLJakkinn sem Rebekka klæðist er úr Primark. Buxurnar og bolurinn úr American Apparel og skórnir úr Bianco.MYND/VILHELM GADDAR Á HVERRI FLÍKGaddar hafa verið mikið í tísku síðustu tvö ár og virðist ekkert lát vera á því. Auðvelt er að bæta göddum á fötin sín og skó, en gaddana er hægt að nálgast í helstu vefnaðarvöruverslunum. Hnéhlífar Opið virka daga í sumar frá kl. 9 -18Stórhöfða 25 569 3100 eirberg.is Teg 42027 - fæst í C,D,E skálum á kr. 5.800,- buxur í stíl á kr. 1.995,- ÆÐISLEGUR í nýjum lit Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-18 virka daga.Lokað á laugardögum í sumar Kjólaganga Gönguhópurinn Franskir kossar stendur fyrir kjólagöngu á Skjaldbreið á þriðjudag. Drullan vinsæl Metþátttaka verður í Mýrarboltanum um helgina og mikil fjölgun stelpuliða. popp 62 Augljósar brotalamir á Keflavíkurflugvelli Flugmálastjórn segir eftirliti hafa verið ábótavant þegar hælisleitendur komust um borð í þotu á Keflavíkurflugvelli. Alvarleg brotalöm í öryggiskerfinu segir innanríkisráðherra. Eðlilegt sé að velta fyrir sér misvísandi mati Isavia og FMS. SÓL OG BLÍÐA Í dag verður hæg norðlæg átt eða hafgola. Léttskýjað víðast hvar og hitinn á bilinu 10-20 stig, mildast SV-lands. VEÐUR 4 14 15 13 13 10 Það er alveg rétt sem Isavia benti á sínum tíma á að mennirnir hefðu ekki komið ásetningi sínum fram en hins vegar er aug- ljóst að þarna var alvarleg brotalöm í öryggiskerfinu. ÖGMUNDUR JÓNASSON INNANRÍKISRÁÐHERRA Læra í leik Hildur Lilja Jónsdóttir stýrir fyrsta íslenska leiklistarleikskólanum. tímamót 32 STJÓRNSÝSLA Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hvatti í gær kjörna fulltrúa þjóðarinnar til að láta af átökum og sameinast um stór mál, í erindi sem hann flutti við embættistöku í þinghúsinu. „Allir sem kjörnir eru til ábyrgðar eiga að taka höndum saman, láta uppbyggingu leysa átök af hólmi,“ sagði Ólafur. „Þjóðin biður um slík þátta- skil. […] Þjóðin vill geta treyst Alþingi og öðrum stofnunum lýðveldisins. Samstaða um hin stærstu mál í stað sífellds ágreinings er vísasti vegurinn til að endurvekja traustið sem löggjafanum er nauðsynlegt.“ Hann hét á þingmenn, sveitar- stjórnarmenn og aðra sem kjörnir eru til ábyrgðar að taka upp nýja siði og láta átökin víkja. Í ræðu sinni þakkaði Ólafur mótframbjóðendum í forseta- kosningunum í sumar. Hann gagnrýndi þá hefð sem skapast hefur að ekki tíðkist að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. Hann sagði þvert á móti að sitjandi forseti eigi að fagna því að verk hans séu lögð í dóm kjósenda. - bj / sjá síðu 4 Í embætti í fimmta skiptið: Kjörnir full- trúar láti af átökunum Á rétta kastið inni Óðinn Björn Þorsteinsson vonast til að hitta á góðan dag í kúluvarpskeppninni. sport 54
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.