Fréttablaðið - 02.08.2012, Síða 4

Fréttablaðið - 02.08.2012, Síða 4
2. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR4 VESTMANNAEYJAR Það var handa- gangur í öskjunni þegar Eyja- mönnum var leyft að stika út svæði fyrir tjöld sín í Herjólfsdal í gær. Starfsmenn á þjóðhátíðar- svæðinu fengu venju samkvæmt tveggja mínútna forskot í kapp- hlaupinu og reynist öðrum eyja- skeggjum oft erfitt að bíða þessar tvær mínútur. Kapphlaupið um bestu staðina til að reisa tjöldin gekk vel fyrir sig í dalnum í gær. Það hefur reyndar ekki alltaf verið raunin, og stundum hafa menn slegist ef þeir verða af „sínum“ stað. - bj Undirbúningur fyrir þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um næstu helgi að ná hámarki: Kapphlaup um bestu tjaldstæðin HLAUPIÐ OG STIKAÐ Eyjamenn flykktust í dalinn klukkan 18 í gærkvöldi þegar heim- ilað var að stika fyrir tjöldum fyrir þjóðhátíð. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON GENGIÐ 01.08.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 208,117 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 120,74 121,32 189,43 190,35 148,19 149,01 19,915 20,031 19,965 20,083 17,706 17,81 1,5433 1,5523 182,01 183,09 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is STRAUMSVÍK Stærsta fíkniefnamál síðasta árs var þegar fíkniefni fundust í gámi sem kom með skipi til Straums- víkur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu lagði hald á mun meira af amfetamíni og e- töflum á síðasta ári en undangengin ár. Hald var lagt á svipað magn af maríjúana og árið 2010 og þá stöðvaði lögreglan fjölmargar kannabisræktanir. Þetta kemur fram í ársskýrslu embættisins fyrir síðasta ár. Í skýrslunni segir að amfetamín hafi komið mikið við sögu hjá lög- reglunni á árinu en hald var lagt á um 30 kíló af efninu. Þriðjung efnisins má rekja til svokallaðs Straumsvíkurmáls þar sem mikið magn fannst í gámi sem kom með vöruflutningaskipi til Straums- víkurhafnar í október. - mþl Ársskýrsla lögreglunnar: Meira haldlagt af fíkniefnum VÉL ICELAND EXPRESS Vefurinn Túristi. is birtir tölur um stundvísi íslenskra flug- félaga. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FERÐAÞJÓNUSTA Íslensku flugfé- lögin Icelandair, Iceland Express og Wow air héldu vel áætlun fyrri hluta sumars, að því er fram kemur á vefnum Túristi.is. Síð- asta hálfa mánuðinn lækkaði þó hlutfall ferða sem voru á áætlun samanborið við vikurnar á undan. Fram kemur að Iceland Express hafi verið á réttum tíma í 91 prósenti tilvika og tafirnar litlar síðustu tvær vikur. Hjá Ice- landair og Wow air voru um átta af hverjum tíu ferðum á áætlun. Meðalbrottfararseinkun var 33 mínútur hjá Wow air, 11 mínútur hjá Icelandair og tvær mínútur hjá Iceland Express. Iceland Express stendur best: Íslensku félögin halda áætlun BANDARÍKIN Nýtt afbrigði af fuglaflensu hefur smitast í seli og dregið um 160 dýr til dauða á strandlínunni milli Maine og Massachusetts í Bandaríkjunum. Hópur sérfræðinga, hefur nú rannsakað selina og segir að vír- usinn geti borist frá sýktum selum í menn. Flestir selanna voru aðeins kópar þegar þeir fundust, sex mánaða eða yngri. Þeir voru allir með lungnabólgu og útbrot. - ktg Fuglaflensa í New England: 160 kópar dáið úr fuglaflensu Markaður í Álfheimum Hrönn Baldursdóttir verður með markað í Álfheimum í samvinnu við verkefnið Torg í biðstöðu í dag. Hrönn mun selja ýmsar vörur til styrktar veikri dóttur sinni, en vörurnar hannar hún flestar sjálf. TORG Í BIÐSTÖÐU STJÓRNSÝSLA Íslenska stjórnar- skráin er rammi sem hefur haldið í gegnum tíðina og veitti á síðustu árum svigrúm til að mæta kröfum mótmælenda með því að gera upp mál með þjóðaratkvæðagreiðslum, sagði Ólafur Ragnar Grímsson í ræðu eftir að hann sór embættis- eið í fimmta skipti á Alþingi í gær. „Það sýnir kosti þeirrar stjórnar- skrár sem þjóðin sameinaðist um við lýðveldisstofnun að í kjölfar bankahrunsins veitti hún fólkinu í landinu fimm sinnum vald til að kveða upp sinn dóm: í kosningum til Alþingis og sveitarstjórna, í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum og í nýlegu forsetakjöri,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann minntist hins vegar ekki á sjöttu kosningarnar sem haldnar hafa verið frá hruni, þegar þjóðin kaus fulltrúa á stjórnlagaþing, sem Hæstiréttur dæmdi raunar ólög- mætar. Ólafur vék þó að yfirlýstum til- gangi með þeim kosningum, að breyta stjórnarskránni. „Íslending- ar hafa ávallt borið gæfu til að ná víðtækri samstöðu um breytingar á stjórnarskrá, skapa einhug sem í aðdraganda aldamóta birtist við afnám deildaskiptingar Alþingis, mótun nýs kafla um mannréttindi og breytta tilhögun þingrofsins.“ Kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eiga að taka höndum saman og láta af átökum, sagði Ólafur Ragnar, sem sagði þjóðina biðja um slík þáttaskil. „Þjóðin vill geta treyst Alþingi og öðrum stofnunum lýðveldisins. Stjórnarskrá Íslands ramminn sem hélt Ólafur Ragnar Grímsson sór embættiseið sem forseti Íslands í fimmta skipti í gær. Sagði fimm kosningar frá hruni sýna kosti stjórnarskrárinnar en minntist ekki á kosningar til stjórnlagaráðs. Vill að kjörnir fulltrúar láti af átökum. HEILSAÐ Vigdís Finnbogadóttir, forveri Ólafs Ragnars í embætti forseta Íslands, heils- aði forsetahjónunum eftir að Ólafur sór embættiseið á Alþingi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ólafur Ragnar Grímsson þakkaði mótframbjóðendum sínum í forseta- kosningunum í sumar í ræðu sinni við embættistökuna í gær. Hann sagði forsetakjör af því tagi sem farið hafi fram í sumar í takt við lýðræðiskröfu okkar tíma. Hann gagnrýndi jafnframt þá hefð sem skapast hefur að ekki tíðkist að bjóða sig fram gefi sitjandi forseti kost á sér til endurkjörs. „Lýðræðiskjarni stjórnarskrár og tíðarandi nýrrar aldar eru ótvíræðar vísbendingar um að sérhver forseti eigi að fagna því að athafnir hans og orðræða séu vegin og metin við endurnýjun umboðsins, einkum þegar umdeildar ákvarðanir hafa verið dagskrárefni, forsetinn vísað lögum frá Alþingi í dóm þjóðarinnar,“ sagði Ólafur Ragnar. Framboð gegn sitjandi forseta eðlileg Samstaða um hin stærstu mál í stað sífellds ágreinings er vísasti vegurinn til að endurvekja traustið sem löggjafanum er nauðsynlegt,“ sagði Ólafur. „Því heiti ég á þessari stundu á okkur öll, sem sækjum umboð til þjóðarinnar, heiti á Alþingi og sveitarstjórnir, alla sem kjörnir eru til ábyrgðar, að við tökum upp nýja siði, látum átökin víkja og röðum verkefnum á þann veg að breiður stuðningur verði að baki ákvörðunum.“ brjann@frettabladid.is LANDBÚNAÐUR Mjólkurvörufram- leiðslufyrirtækið Bio-bú hefur fengið afurðastöðvaleyfi. Mat- vælastofnun veitir leyfið að lokinni athugun á fyrirtækinu. Leyfið gerir Bio-bú kleift að taka á móti ógerilsneyddri mjólk beint frá bændum. Það sparar fyr- irtækinu einn dag í framleiðslu- ferli. Þá gefur leyfið fyrirtækinu möguleika á því að flytja út vörur sínar. Bio-bú, sem var stofnað árið 2002, framleiðir lífrænar mjólkur- afurðir og selur meðal annars jóg- úrt, skyr, smjör og sorbet ís. - mþl Mjólkurvörur verða ferskari: Bio-bú fær af- urðastöðvaleyfi VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 32° 30° 30° 24° 25° 26° 23° 23° 27° 21° 30° 30° 32° 19° 24° 22° 21° 15 Á MORGUN Hæg vestlæg átt eða hafgola. LAUGARDAGUR Hægviðri. 13 13 10 10 10 14 14 14 13 1215 15 16 16 16 12 13 14 16 15 SAMA BLÍÐAN Áfram sama góða veðrið um allt land á morgun og litlar sem engar breytingar fram yfi r helgina. Það verður sólríkt og milt en þó hætt við þoku sums staðar norðan og austan til. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.