Fréttablaðið - 02.08.2012, Síða 10
2. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR10
„Þetta er einhver ofboðsleg þrjóska að halda alltaf áfram, þrátt fyrir miklar deilur
og andstöðu við þessar virkjanir þá er alltaf haldið áfram,“ segir Sigþrúður Jóns-
dóttir, einn stofnenda Sólar á Suðurlandi, samtökin sem hafa beitt sér gegn virkj-
unum í neðanverðri Þjórsá, um þá staðreynd að Landsvirkjun haldi rannsóknum
á svæðinu áfram. „Þetta leggst auðvitað illa í okkur. Það er andstyggilegt að það
sé alltaf verið að skottast í kringum mann endalaust að rannsaka eitthvað.“
Sigþrúður segir morgunljóst að rannsóknir séu upphaf einhvers stærra. „Þegar
byrjað er að rannsaka eitthvað þá er vilji þar á bak við til að fara í eitthvað meira.
Þú ferð ekkert að rannsaka eitthvað bara til að færa þjóðinni einhverjar upp-
lýsingar, þannig er það ekki.“
Hún telur mikilvægt að bíða eftir rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúru-
svæða og að biðlund sé sýnd á meðan þingið lýkur henni. Hún segir leiðinlegt
að heyra af rannsóknum Landsvirkjunar, en reglulega heyrist af rannsóknum af
svæðinu.
„Maður verður alltaf var við þetta af og til og það er þá verið að undirbúa
þessar virkjanir sem enginn ætlar sér að fara í nema Landsvirkjun. Við þurfum
alltaf að hafa í huga þegar rætt er um rammaáætlun að það er búið að virkja
mjög mikið á Íslandi án þess að það hafi farið í gegnum slíkt ferli. Við byrjuðum
því ekkert á núllpunkti.“
Landsvirkjun þrjóskast áfram
„Það er fullkomlega í anda laganna um rammaáætlun að það sé verið að gera
rannsóknir á einhverjum kostum sem eru í biðflokki í rammaáætlun,“ segir
Gústav Adolf Skúlason, aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku – Samtaka orku-
og veitufyrirtækja. Hann minnir á að rammaáætlun sé ekki til, en hún hafi
dregist úr hófi. Væri sú tillaga sem nú liggur fyrir hins vegar orðin að veruleika
væru rannsóknirnar sjálfsagðar.
„Jafnvel þó að það væri búið að samþykkja þessa tillögu eða einhverja
aðra, þá væri það fullkomlega eðlilegt að veita leyfi til þess að það séu gerðar
einhverjar grunnrannsóknir á þeim svæðum sem búið er að flokka í biðflokk.
Öðruvísi fást ekki frekari upplýsingar um þau, frekari gögn til þess að ákvarða
hvort þau eigi að fara í verndarflokk eða nýtingarflokk.
Gústav segir litla samstöðu innan þings og ríkisstjórnar um rammaáætlun. Í
tillögunni sem nú liggur fyrir hafi það ítrekað gerst að virkjanakostir hafi verið
fluttir úr nýtingarflokki yfir í bið- og verndarflokk.
Ströng skilyrði eru um hvaða rannsóknir mega fara fram á svæðum í bið-
flokki rammaáætlunar, en Gústav segir að yfirborðsrannsóknir líkt og við Stóru-
Laxá rúmist hæglega innan þeirra. „Hins vegar hafa menn svolitlar áhyggjur af
því að það séu það ströng skilyrði varðandi jarðhitann að það geti verið erfitt
að gera nógu góðar rannsóknir til þess að taka almennilegar ákvarðanir.“
Á að rannsaka svæði í biðflokki
Virkjanakostir í athugun
HEIMILD: ÁRSSKÝRSLA LANDSVIRKJUNAR 2011
19-20
16
12-14
15
910
1
11
2
3
17-18
8
21
4
567
22
Vatnsaflsvirkjanir Afl (MW)
1. Skrokkölduvirkjun 45
2. Bjallavirkjun 46
3. Tungnárlón, 600 GI -
4. Búrfellsvirkjun II 70
5. Hvammsvirkjun 82
6. Holtavirkjun 53
7. Urriðafossvirkjun 130
8. Hólmsárvirkjun Atley 65
9. Skatastaðavirkjun 156
10. Virkjanir í Blönduveitu 28
11. Norðlingaölduveita -
22. Stóra-Laxá í Hreppum* 25-30
Jarðgufuvirkjanir
12. Krafla I stækkun 40
13. Krafla II 1. áfangi 45
14. Krafla II 2. og 3. áfangi 90
15. Bjarnarflag I 1. og 2. áfangi 90
16. Gjástykki 45
17. Hágönguvirkjun 1. áfangi 45
18. Hágönguvirkjun 2. og 3. áfangi 90
19. Þeistareykir 1. og 2. áfangi 90
20. Þeistareykir 3. og 4. áfangi 90
Vindorka
21. Vindaflstöðvar 2
* RANNSÓKNARLEYFI FÉKKST Í SÍÐASTA MÁNUÐI
OG KOSTURINN VAR ÞVÍ EKKI Í ÁRSSKÝRSLUNNI.
vikunni að Landsvirkjun hefði
haldið rannsóknum sínum áfram
á svæðinu og meðal annars borað
til að kanna gæði bergs á fyrir-
hugaðri stöðvarhúsalóð. Rann-
sóknirnar hafa leitt í ljós að hægt
er að auka arðsemi virkjananna
miðað við það sem áætlað var.
Kostnaður við hverja orkueiningu
við Hvamms- og Holtavirkjun
getur lækkað um 8 prósent.
Umhverfisráðherra, Svandís
Svavarsdóttir, hefur biðlað til fyr-
irtækisins um að fara sér hægt þar
til vinnu við rammaáætlun lýkur
og eins og sést hér til hliðar eru
skiptar skoðanir á rannsóknunum.
Blönduleið og Hágöngur
Meðal þeirra virkjana sem eru
til athugunar hjá Lands virkjun
er Skrokkölduvirkjun, en hún
byggist á því að vatni verður veitt
frá Hágöngulóni að Skrokköldu.
Árið 2010 hófst vinna við að
skoða mögulegar virkjanir á
veituleið Blönduvirkjunar og er
stefnt að því að á árinu 2012 sé
sú virkjanatilhögun sem hag-
kvæmust þykir þar verkhönnuð.
Þá er stefnt að stækkun Búrfells-
virkjunar, en orkuútreikningar
sýna að hægt er að auka orkugetu
kerfisins um 208 gígavattsstundir
á ári ef virkjunin er stækkuð um
70 MW.
Áætluð orkugeta jarðhita-
svæðisins í Köldukvíslarbotnum
við Hágöngur er talin vera 2.000
til 3.200 gígavattsstundir á ári.
Djúpborun hefur farið fram á
svæðinu.
FRÉTTASKÝRING: Rannsóknir á virkjanakostum
Kolbeinn
Óttarsson Proppé
kolbeinn@frettabladid.is
Landsvirkjun stendur fyrir
athugun á fjölda virkjana-
kosta, bæði hvað varðar
jarðvarma- og vatnsafls-
virkjanir. Formaður Sam-
orku segir eðlilegt að rann-
saka virkjanakosti sem settir
eru í biðflokk í rammaáætl-
un. Náttúruverndarsinnar
gagnrýna boranir við Þjórsá.
Nokkuð hefur verið rætt um rann-
sóknir Landsvirkjunar á svæðum
sem eru sett í biðflokk í tillögu að
rammaáætlun um vernd og nýtingu
náttúrusvæða. Þar hefur verið horft
á Þjórsá og Stóru Laxá, svo dæmi
séu nefnd. Fréttablaðinu lék forvitni
á að vita hvaða rannsóknum fyrir-
tækið stæði fyrir og upplýsinga-
fulltrúi þess vísaði til ársskýrslu
fyrir árið 2011.
Samkvæmt henni er Landsvirkjun
með 21 virkjanakost í athugun. Við
það bætast rannsóknir á virkjun í
Stóru-Laxá, þannig að kostirnir eru
orðnir 22.
Alls eru 11 vatnsaflskostir til
skoðunar og 9 jarðvarmakostir. Við
það bætast vindaflstöðvar við Búr-
fell, sem eru til rannsóknar. Afl
fyrir hugaðra vatnsaflsvirkjana er
675 MW, en úr jarðvarma á að fá
625 MW og 2 að auki úr vindafls-
virkjunum sem eru til rannsóknar.
Það gera 1.302 MW.
Jarðhiti á Norðausturlandi
Næstu verkefni Landsvirkjunar eru
á jarðhitasvæðum í Bjarnarflagi
og á Þeistareykjum. Í skýrslunni
kemur fram að þau bjóði upp á
mikla möguleika.
„Boranir hafa þegar sannreynt
að unnt er að virkja um 100 MW
og rannsóknir benda til allt að 400
MW aflgetu svæðanna samanlagt,
að Kröflusvæðinu meðtöldu.“
Landsvirkjun bauð í júní út
borun á allt að þremur háhitaholum
við Bjarnarflag, þannig að verk-
efnið er komið vel á veg. Fyrir-
tækið hefur undanfarin ár unnið að
undir búningi þriggja til fjögurra
virkjana á áðurnefndum háhita-
svæðum á Norðausturlandi.
Neðanverð Þjórsá
Landsvirkjun hefur um árabil
unnið að rannsóknum að þremur
virkjunum í neðanverðri Þjórsá;
Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og
Urriðafossvirkjun.
Mati á umhverfisáhrifum
virkjananna er lokið og hafa þær
allar verið teknar inn á aðal-
skipulag viðkomandi sveitar-
félaga. Virkjanirnar voru færðar
úr nýtingarflokki yfir í biðflokk í
vinnu við rammaáætlun um vernd
og nýtingu náttúrusvæða.
Fréttablaðið greindi frá því í
Yfir tuttugu virkjanakostir í athugun