Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.08.2012, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 02.08.2012, Qupperneq 26
26 2. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR Barnalögin eru gölluð og í þeim felast mörg mannréttinda- brot. Eitt dæmi er hinn ógnar- langi vegur að réttlætinu skv. 50 gr. barnalaga þegar lögheim- ilisforeldri brýtur lög og rétt- indi barns og foreldris með því að tálma umgengni. Lögin gefa gerandanum heimild til þess að brjóta lög og réttindi annarra nánast út í hið óendanlega og án afleiðinga af nokkru tagi. Lagaframkvæmd embættis- manna tekur svo langan tíma að hún á þátt í að valda enn meiri skaða. Og þegar réttlætið nær loks fram að ganga fylgir því ekkert fordæmi eða styttra ferli, hvað þá refsing þótt lög brjóturinn hafi sannarlega verið sekur fundinn. Því ef gerandinn heldur upp- teknum hætti þarf að hefja allt ferlið upp á nýtt. Lögbrjóturinn stendur með pálmann í höndunum en fórnarlömbin fá engar bætur. 43. gr. barnalaga gerir það auk þess sáraauðvelt að hunsa óskir, vilja og skoðanir barns og að á það sé hlustað, eins og rann- sóknir sýna að gerist oft hjá bæði sýslumönnum og barnaverndar- stofnunum. Þetta er skýlaust brot á einstaklingsfrelsi barna. Refsingarlaus lögbrot Hvers vegna liggja engar refs- ingar við lögbrotum á þeim rétt- indum barns og foreldris að eiga saman fjölskyldulíf eftir skilnað þótt í 46 gr. barnalaga segi skýrum stöfum að báðir foreldrar skuli virða þennan rétt barnsins og hins foreldrisins til hins ýtrasta? Hvers vegna er í reynd nær ómögulegt að koma í veg fyrir slík lögbrot sem gerir það ómögulegt fyrir barnið og for- eldrið að fá réttindi sín uppfyllt? Hvers vegna þurfa fórnar- lömbin að bíða frá einu og upp í þrjú ár til þess að stöðva glæpi vegna tálmunar? Og hvers vegna liggur engin refsing við því að lögheimilis- foreldri hunsi úrskurð stjórnvalds þótt það geti tekið allt að þrjú ár að fá hann, heldur þarf að hefja allt ferlið upp á nýtt? Eru úr skurðir dómstóla og sýslu- manna einskis virði á Íslandi? Ferlið tekur allt frá einu og upp í þrjú ár. Og á meðan halda lög brotin áfram refsingarlaus og óáreitt. Og ef barn fær að sjá umgengnis- foreldri sitt í skamman tíma og brotin halda áfram strax eftir það, fellur allt ferlið niður og þarf að hefja það upp á nýtt. Þetta eru skýlaus brot á mannréttindum barna og foreldra. Hvers vegna eru öll þessi lögbrot gjörsamlega refsingarlaus? Og hvers vegna leyfir 29 gr. barnalaga kærasta eða kærustu lögheimilisforeldris að fá forsjá yfir barni umfram raunverulegt foreldri barnsins? Hvers vegna gefur 30 gr. sambýlismanneskju sjálfkrafa sömu réttindi við dauða lögheimilisforeldris á meðan for- sjárlausa foreldrið er enn rétt- indalaust gagnvart eigin barni? Hættulegt vopn? Hvers vegna gerist ekkert við lagningu dagsekta í 100 daga vegna ólöglegrar tálmunar lög- heimilisforeldris skv. 48 gr. og brotin eru látin halda áfram óáreitt á meðan? Hvers vegna falla dagsektir strax niður ef barn hittir foreldri sitt í örskamma stund, jafnvel þótt brotin haldi áfram strax eftir það? Hvers vegna mega dagsektir ekki hefjast fyrr en eftir 8-10 mánaða bið eftir úrskurði sýslumanns og eftir 5-8 mánaða áfrýjunarferli hjá innanríkisráðu- neytinu? Og hvers vegna eru engir vextir eða refsing við van- efndum á greiðslu dag- sekta og þær dregnar af launum eins og meðlög, heldur eru þær afskrif- aðar eftir eitt ár séu þær ekki greiddar? Hvers vegna á með- lagsgreiðandi skv. 60 gr. að greiða sinn hluta kostnaðar vegna barns þótt foreldrið sé aldrei með í ráðum um slík útgjöld því þau eru öll ákveðin einhliða af lög- heimilisforeldrinu? Og líka kostnað vegna t.d. skírnar og fermingar þótt foreldrinu og fjöl- skyldu þess og barnsins hafi ekki einu sinni verið boðið í at höfnina? Hvers vegna er réttur meðlags- greiðandans enginn en hann á aðeins að borga peninga? Barnalögin brjóta mannréttindi og eru hættulegt vopn í höndum glæpsamlegra foreldra sem geta notað þau til að ræna barn sitt eðlilegu lífi með fjölskyldu sinni og aðra manneskju eðlilegu lífi með eigin barni svo árum skiptir. Og í öllu þessu tekur embættis- mannakerfið fullan þátt vegna vítaverðra galla og mannrétt- indabrota í lögunum. Þessu þarf að breyta. Eftir hverju er verið að bíða? Kosið var um aðild að Evr-ópusambandinu í þjóðar- atkvæðagreiðslu í fjórtán aðildar ríkjum sambandsins af 27. Þessi ríki eru Danmörk og Írland árið 1972, Austurríki, Finnland og Svíþjóð árið 1994 og Eistland, Lettland, Litháen, Malta, Pólland, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland og Ungverja- land árið 2003. Í flestum ríkjum voru niður- stöður þjóðaratkvæða greiðsl- unnar afgerandi. Aðild hefur oftast verið samþykkt með 60 -90 prósentum atkvæða og kosningaþátttaka hefur almennt verið góð. Nokkur ríki skera sig þó úr hvað þetta varðar. Þannig var aðild sam- þykkt með litlum meirihluta í Svíþjóð (52,3%), Möltu (53,6%) og Finnlandi (56,9%) en kjör- sókn í þessum ríkjum var góð (70-90%). Í öðrum ríkjum var stuðningur við aðild að ESB hins vegar afgerandi en kjör- sókn lítil. Þannig var aðild sam- þykkt í Ungverjalandi með 83,3% atkvæða en aðeins 45,6% kjörsókn, í Slóvakíu með 93,7% atkvæða og 52,1% kjörsókn og í Tékklandi með 77,3% atkvæða og 55,1% kjörsókn. Bretar kusu ekki um aðild fyrir inngönguna í ESB árið 1973 heldur var kosið um áfram- haldandi aðild að ESB í þjóðar- atkvæðagreiðslu árið 1975, eftir að ný ríkisstjórn hafði tekið við völdum. Á Álands eyjum var haldin sérstök þjóðaratkvæða- greiðsla um aðild að ESB árið 1994, þrátt fyrir að eyjarnar væru sjálfsstjórnarsvæði innan Finnlands. Eyjarnar gengu síðan í ESB sem hluti af Finn- landi árið 1995. Í Noregi hefur tvisvar sinnum verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að ESB, árin 1972 og 1994, og var aðild hafnað í bæði skiptin. Þau ríki sem efndu ekki til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild eða áframhaldandi aðild að ESB, fyrir utan stofnríkin sex, voru Grikkland, Portúgal, Spánn, Kýpur, Búlgaría og Rúmenía. Aðild Grikklands að ESB var samþykkt á gríska þinginu árið 1979. Skoðanakannanir frá árinu 1981 sýna að minnihluti Grikkja, 38%, var hlynntur aðild, 21% var andvígt, 28% voru hvorki hlynnt né andvíg og 13% voru óviss. Í Portúgal studdu um 56% lands- manna inngöngu í ESB, sam- kvæmt skoðanakönnun, en mikil samstaða var meðal stjórnmála- manna um kosti aðildar. Aðild Spánar að ESB var samþykkt einróma á spænska þinginu en kannanir frá árinu 1985 sýna að stuðningur almennings við inn- gönguna var um 71%. Á kýpverska þinginu var inn- ganga í ESB samþykkt árið 2003 með öllum atkvæðum grísk-kýp- verskra þingmanna en tyrk- nesk-kýpversku þingmennirnir voru ekki viðstaddir atkvæða- greiðsluna. Fyrr á árinu hafði tillögu Kofi Annan, þáverandi aðalritara Sameinuðu þjóðanna, um sameiningu gríska og tyrk- neska hluta Kýpur verið hafnað í þjóðar atkvæðagreiðslu vegna andstöðu grískra Kýpverja. Landið er þó allt aðili að ESB en lög og reglur ESB gilda ekki á tyrkneska hluta eyjarinnar. Í Búlgaríu sýndu kannanir árið 2004 að um 80% stuðningur væri við aðild að ESB og því var þjóðar atkvæðagreiðsla talin óþörf. Á búlgarska þinginu sam- þykkti 231 þingmaður af 234 aðildina, einn þingmaður kaus gegn aðild en tveir voru fjarver- andi. Svipaðar aðstæður voru í Rúmeníu þar sem allir þingmenn rúmenska þingsins samþykktu aðild. Stuðningur almennings var einnig umtalsverður. Í Króatíu var kosið um aðild að ESB í janúar 2012 og var hún samþykkt með um 66% atkvæða, kjörsókn var um 44%. Króatía mun formlega ganga í ESB í júlí 2013. Vöxtur ferðaþjónustu er mikið í umræðu nú um stundir. Mest er talað um hversu mikinn hag við höfum og gætum haft af ferðaþjónustunni. Einnig hefur hið undarlega mál varðandi sölu eða leigu Grímsstaða á Fjöllum vakið talsverða umræðu. Ferðaþjónustan á við vanda að stríða, sem getur átt eftir að koma niður á framtíðinni. Sá vandi er að það er engin raunveruleg stefna varðandi atvinnugreinina sem heild. Tíunda hvert ár er samþykkt á hinu háa Alþingi eitthvað sem kallast Ferðamálaáætlun. Hið síðasta árið 2004. Það plagg er með eindæmum. Þetta er rit með viðaukum og skýringum á meira en 100 blaðsíðum. En út úr þessu plaggi er ekki hægt að lesa neitt um það hvert beri að stefna, engin raunveruleg framtíðarsýn í þessum málum og ekkert til að fara eftir í því að byggja upp atvinnuveginn. Og í þessu plaggi er aðeins einu sinni minnst á hugtakið ferðamaður. Skjalið er samsuða úr alls konar klisjum og frösum sem hafa enga praktíska merkingu. Sennilega hafa þarna einhverjir snjallir fræðimenn fengið það verkefni að sjóða saman tóma steypu sem ekki gæti valdið ágreiningi. En þarf einhverja stefnu í þessum málum? Er ekki best að láta atvinnuveg þróast eftir því sem tækifærin bjóðast og losna þannig við allar kvaðir sem stefnumörkun óneitanlega setur? Þetta sjónarmið er alveg gilt, en gallað. Ferðaþjónusta þarf að byggja á samspili svo margra aðila og svo margra þátta, að það gengur ekki að hafa engan ramma að fara eftir. Í því samhengi má benda á eftirtalin svið. 1. Umhverfismál. Náttúra landsins og menning eru helstu auðlindir ferðaþjónustunnar. Ef við misnotum náttúruna á einhvern hátt eða misbjóðum okkar menningararfi og okkar menningar- lífi er hætt við að ferðaþjónustan, og þar með okkar efnahagslíf, skaðist varanlega. Það er orðin alger nauðsyn að bregðast við varðandi umhverfis- mál, því segja má að það sé stunduð rányrkja í íslenskum ferðaiðnaði eins og hann er rekinn. 2. Nýting fjármagns. Ferða- þjónusta byggir á samspili fjöl- margra atriða sem öll verða að vera til staðar. Það verður þess vegna að gæta þess að byggja upp þannig að allir þættir séu byggðir samhliða. Þetta á sérstaklega við um uppbyggingu ferðaþjón- ustu á landsbyggðinni. Og það er aðeins tryggt ef ferðamenn koma á svæðið og greiða þeim sem þar eru fyrir þjónustu. En til þess að ferðamenn komi, verður þrennt að vera til staðar skammlaust. Gisting og veitingasala, flutningakerfi og afþreying. Ef einn þessara þátta er ekki til staðar, eða hann er í döpru ástandi, er erfitt að fá ferðamenn til að heimsækja viðkomandi svæði að einhverju marki. Og þá nýtist fjár- magnið illa. 3. Gjaldtaka af ferðamönnum til sameiginlegrar þjónustu. Á að taka gjald fyrir aðgang að ákveðnum svæðum? Á að taka fé til reksturs svæðanna af skattfé? Eða á að inn- heimta almennt gjald af ferða- mönnum sem hér gista? Eða er einhver önnur leið heppilegust? Þessum spurningum þarf að svara. 4. Menntunarmál í ferðaþjónustu er nokkuð sem þarf að skoða. Eins og er, er stór hluti fagmenntunar í ferðaþjónustu greiddur að fullu af nemendum eða í vissum tilvikum þeirra vinnuveitendum. Aukið mikilvægi ferðaþjónustu hlýtur að kalla á námsframboð sem hentar. 5. Rannsóknir í ferðamálum. Þessi þáttur hefði e.t.v. átt að vera númer eitt í upptalningunni. Þetta er nauðsynlegur þáttur í uppbyggingu. En ef ekki er stefna til staðar, þá er bæði erfitt fyrir rannsóknarstofnanir að fá fjármagn og einnig er forgangs- röðun í rannsóknum ákaflega erfið. Rannsóknir geta gefið grunn undir stefnumörkun. Það eru ýmis teikn á lofti í ferðaþjónustunni. Atvinnu greinin hefur verið á fljúgandi uppleið á síðustu árum. Að hluta til vegna þess að gengi krónunnar er hagstætt ferðamönnum og að hluta til vegna mikillar auglýsingaher- ferðar. En lítið sem ekkert hefur verið gert til að bæta inn viðina, tryggja góða þjónustu og koma í veg fyrir neikvæð áhrif ferðamanna- straumsins. Ef stefnan er ekki klár, er hætt við að atvinnu vegurinn þróist í óæskilegar áttir. Og hrun gæti orðið í atvinnu greininni ef ekki er skipulega tekið á málum. Það er líka auð veldara að taka afstöðu til mála eins og uppbyggingar á Grímsstöðum á Fjöllum, óska um að reisa spilavíti og slík mál sem kerfið virðist ekki hafa burði til að skoða í samhengi við heildina. En fyrst og fremst verður að koma í veg fyrir stórslys, umhverfisleg og markaðsleg. Það verður að gera með sammæli um hvernig við viljum sjá ferðaþjónustuna í framtíðinni. Það mun vera einhver hópur í gangi sem er að sjóða saman nýja ferðamálaáætlun. Vonandi tekst betur til en síðast, þannig að til verði einhver heildstæð stefna í íslenskri ferðaþjónustu. Ekki einhver merkingarlaus moðsuða. Hvers vegna þurfa fórnar- lömbin að bíða frá einu og upp í þrjú ár til þess að stöðva glæpi vegna tálmunar? Ferðaþjónusta þarf að byggja á samspili svo margra aðila og svo margra þátta, að það gengur ekki að hafa engan ramma að fara eftir. Evrópumál Bryndís Pjetursdóttir alþjóðastjórn- málafræðingur AF EVRÓPUVEFNUM Hafa öll aðildarríki ESB kosið í lýðræð- islegri kosningu um aðild að ESB? Barnalögin brjóta mannréttindi Barnalög François Scheefer fv. formaður félags um vináttu og nemendaskipti Frakklands og Íslands Kosið um aðild að ESB Hvert skal stefna í ferðaþjónustu Ferðaþjónusta Steinar Frímannsson leiðsögumaður Talsverð umræða um skipu-lagsmál hefur skapast að undan förnu í kjölfar samkeppni um hugsanlega frekari upp- byggingu við Austurvöll og Ingólfs torg. Þar hefur mönnum orðið tíðrætt um nýtingarhlut- fall og hugsanlegan byggingar- rétt sem hafi verið myndaður á þessu svæði og í öðrum gömlum hverfum borgarinnar. Nú er það svo að nýtingarhlut- fall er einungis ein mæliaðferð af mörgum sem m.a. hafa verið notaðar til þess að meta eða áætla hve mikið ákveðið landsvæði er nýtt (landnýting). Aðrar mæli- einingar til að mæla þéttleika byggðar eru t.d. fjöldi íbúða eða íbúðarherbergja á flatareiningu. Eitt og sér er nýtingarhlut- fall ákaflega lélegt tæki til að stjórna gerð byggðar þar sem það mælir aðeins hlutfallið milli m² í byggingum og m² lóðar en segir ekkert um t.d. hæð bygg- inga, hugsanlega notkun eða gerð sem geta þó skipt höfuðmáli fyrir allt umhverfi á viðkomandi svæði. Samt er það eins með nýt- ingarhlutfallið og hnífinn í eld- hússkúffunni að hægt er að nota það til margs konar verka. Þótt þessi mælieining hafi ekki verið hugsuð til þess sérstaklega að gefa ákveðnum lóðarhöfum verð- mæti á kostnað gömlu hverfanna má hugsanlega nota hana til þess ef vilji er fyrir hendi. Undanfarin ár hafa skipulags- vísindamenn borgarinnar diskað út hækkuðu nýtingarhlutfalli fyrir einstakar lóðir í gömlum hverfum Reykjavíkur sem hefur, eins og fyrir galdur, orðið að byggingarrétti sem borgar- yfirvöld hafa orðið að kaupa til baka fyrir almannafé þar sem vilji hefur verið fyrir því að vernda fyrra svipmót byggðar- innar. Afleiðing þessa gæti verið sú að með þessu móti hafi verið stofnað til milljarða króna skaða- bótaábyrgðar ef fólk vill nú halda í þéttleika og sérkenni þeirrar byggðar sem fyrir er. Nú hljótum við, íbúar Reykja- víkur, að spyrja hvaða skipulags- vísindi voru þarna á ferðinni og hvaða einstaklingar bera á þeim faglega og pólitíska ábyrgð þannig að við getum a.m.k. forðast þetta fólk í næstu sveitar- stjórnarkosningum. Nútímaskipulag er talsvert alvörumál og mótar ramma fyrir líf okkar allra á fjöl mörgum sviðum og það skiptir okkur öll miklu að þar sé bæði talað skýrt og öll tiltæk þekking notuð. Annars kemur það bara okkur sjálfum í koll. Nýtingarhlutfall – byggingarréttur Skipulags mál Gestur Ólafsson fyrrverandi kennari í skipulags fræðum við HÍ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.