Fréttablaðið - 02.08.2012, Síða 48

Fréttablaðið - 02.08.2012, Síða 48
2. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR40 Fyrsti kennsludagur Rót- tæka sumarháskólans verð- ur á miðvikudaginn í næstu viku. Þar verður boðið upp á fjölda námsstofa um póli- tísk málefni þar sem áhersl- an er á róttæka réttlætis- baráttu. Viðar Þorsteinsson umsjónarmaður segir hina marxísku samfélagsgrein- ingu hafa gengið í endur- nýjun lífdaga og eiga mikið erindi við ástandið í dag. Þetta er annað árið í röð sem Rót- tæki sumarháskólinn er starf- ræktur en um er að ræða sjálf- boðaverkefni sem er öllum opið, óháð menntun og fyrri reynslu. Verkefnið er runnið undan rifjum Viðars Þorsteinssonar, sem hefur verið við doktorsnám í Bandaríkj- unum undanfarin ár, en hann vildi stofna vettvang fyrir umræðu og fræðslu um aktívisma og pólitíska hugmyndafræði á Íslandi. „Ég hef lengi verið virkur í aktívisma og haft áhuga á hvernig hann tengist pólitískri hugmyndafræði. Ég man hins vegar að þegar ég var í háskóla- námi hér heima var lítið sem ekk- ert hægt að læra um þessi fræði; það var eitthvað um marxisma en nákvæmlega ekkert um anark- isma. Undanfarin ár hefur það einna helst verið í kynjafræði sem bólað hefur á róttækum sam- félagsvísindum. Ég fékk fyrir nokkru þessa hugmynd að Róttæka sumarhá- skólanum og ákvað að kýla á það. Ég vissi af mörgu fólki sem var að pæla í þessum hlutum, hafði lesið sér mikið til eða bjó einfald- lega yfir mikilli reynslu sem ekki gefst alltaf tækifæri til að miðla. Í aktívisma er oft verið að bregðast við einhverju sem er að gerast á stundinni en það þarf líka að gefa sér tíma til að setjast niður og formúlera hugmyndafræði. Rót- tæki sumarháskólinn er hugsaður sem vettvangur til þess.“ Sumum kann að finnast það hljóma eins og þversögn að bjóða upp á skólahald í aktívisma – að aktívismi gangi jú út á að gerðir en ekki bollaleggingar. Viðar bendir hins vegar á að það sé lítið vit í aktívisma sem ekki búi skýr hugsun að baki. „Þessi athugasemd af hjúpar þá skoðun, sem ég held að sé nokkuð algeng, að aktívistar séu óskipu- lagðir villimenn og ofbeldis- seggir sem spretti fram svart- klæddir með Molotov-kokteila. En þannig er það ekki og hefur aldrei verið. Þessar andófshreyf- ingar, sem sjást einna helst þegar það eru mótmæli og þess háttar, byggja á mjög sterkum hefðum hugsunar, hugmyndafræði og gagnrýni. Krítísk hugsun hefur alltaf verið stór hluti af aktív- isma og ef maður talar við fólk sem lætur þessi mál sig varða, til dæmis anarkista, heyrir maður að þetta er yfirleitt fólk sem er búið að lesa sér vel til og spá mikið í þessi mál.“ Endurnýjun marxismans Í Róttæka sumarháskólanum er boðið upp á námsstofur sem fjalla um marxíska samfélagsgrein- ingu – kenningahefð sem hefur legið óbætt hjá garði um skeið, að minnsta kosti í orði kveðnu, en Viðar segir að hafi gengið í endur- nýjun lífdaga að undanförnu. „Á Íslandi sérstaklega held ég að sé mjög vaxandi áhugi á þeirri kenningarhefð – þá á ég við fræði- legan marxisma, samfélagsgrein- ingu sem Karl Marx lagði grunn að en hefur verið ótrúlega lífleg hefð allar götur síðan. Marxismi er í raun enn þann dag í dag ein af stoðum allra félagsvísinda, þótt það sé rétt að það hefur ekki verið í tísku að kenna sig við hann. En þetta er nálgun sem hefur aug- ljóslega eitthvað fram að færa um þessar mundir, til dæmis í sam- bandi við efnahagskreppur. Við- tekin hagfræði hefur hreinlega ekki tök á að skýra svona kreppur; hagfræði eins og hún er kennd í skólum í dag gerir ávallt ráð fyrir einhvers konar jafnvægi. Það er eins og það verði skammhlaup í hausnum á hagfræðingum þegar kreppur koma upp því þeir vita ekki hvernig þeir eiga að skýra það út frá sínum kenningum. Marxisminn gengur á hinn bóg- inn út á að fjalla um kapítalisma sem óstöðugt kerfi og fullt af mótsögnum. Þegar pólitísk ólga vex býður marxisminn líka upp á kenningar um stéttabaráttu og vald. Þannig ég held að marxismi eigi mikið erindi við það sam- félagsástand sem blasir við okkur núna.“ Róttæk undiralda Mikil pólitísk gerjun varð í kjöl- far efnahagshrunsins fyrir tæpum fjórum árum og birtist meðal annars í mótmælum og borgara- fundum þar sem margir virtust reiðubúnir til að hugsa hlutina upp á nýtt og ráðast í r uppstokk- un á samfélaginu. Viðar segir að sá eldmóður sem varð vart í kjölfar hrunsins hafi dottið niður. „Margir virðast vera reiðubúnir að sætta sig við að hlutirnir fari aftur í sama farið. Það er til dæmis mín tilfinning gagnvart ríkis- stjórninni; þótt hún hafi komist til valda á þeim forsendum að hún ætlaði að ráðast í breytingar hafa þær ekki verið miklar að mínum mati. En það lifir þó áfram ákveðinn neisti, þótt hann sé ekki jafn áber- andi og birtist ekki jafn skýrt og í götumótmælum. Ég nefni sem dæmi Lýðræðisfélagið Öldu en einn af þeim sem er virkur þar, Hjalti Hrafn Hafþórsson, ætlar að vera með námsstofu hjá okkur um svokallaða skilyrðislausa grunn- framfærslu sem er mjög áhuga- verð og róttæk pæling. Þótt róttæknibylgjan sé ekki kannski jafn sterk og strax eftir hrun er enn þá talsverð undiralda. Það vakir meðal annars fyrir mér að hlúa dálítið að henni og stuðla að því fólk sé tilbúnara þegar næsta kreppa eða hrun ríður yfir, sem ég held að sé ekkert endilega svo langt að bíða.“ Engin skýr uppskrift að drauma- samfélagi En hver væri besti hugsanlegi árangur Róttæka sumarháskólans, að mati Viðars? „Markmiðið er að efla vitundina um að annars konar samfélag sé mögulegt; að berjast við þá sjálfs- blekkingu að þetta kapítalíska samfélag stéttaskiptingar sé eðli- legt, og að við þurfum að sætta okkur við það sem eina val- kostinn. Ég myndi vilja sjá skólann hjálpa okkur að komast undan þeirri sjálfsblekkingu og leiða okkur heim í sanninn um að það eru endalausir möguleikar á því hvernig mannleg samfélög eru samsett.“ Andófshreyfingum 21. aldar er stundum legið á hálsi fyrir að bjóða ekki upp á skýran valkost við samfélagsgerðina sem þær gagnrýna – annað módel. „Það er tiltölulega ný tegund af gagnrýni. Þetta var auðvitað ekki þannig áður þegar komm- únistahreyfingin var og hét; þá var nokkuð skýrt fyrir hverju var barist. En þetta er alveg rétt upp að vissu marki, það er ekki endi- lega til einhver skýr uppskrift að draumasamfélagi. Ég held hins vegar að það sé allt í lagi. Baráttan fyrir nýju samfélagi þarf ekki endilega að ganga út á það að menn séu með tilbúnar og fullmótaðar hugmyndir um hvernig allt eigi að vera. Margar aktívista hreyfingar leggja meiri áherslu á að vera sjálfar lýðræðislegar og opnar fyrir skoðanaskiptum og tilrauna- mennsku. Þannig komumst við að því hvað virkar og hvað ekki.” bergsteinn@frettabladid.is 40 menning@frettabladid.is LÝÐRÆÐISLEG TILRAUNASTOFA Róttæki sumarháskólinn vinnur út frá því leiðarstefi að árangur í réttlætisbaráttu náist ekki nema með grundvallarbreytingum. Hann kallar sig „háskóla“ vegna þess að hann tekur menntun alvarlega. Kennsla í Róttæka sumarhá- skólanum fer fram í svokölluðum „námsstofum“, sem skipt er upp í fyrirlestra og umræður. Alls eru þrettán námsstofur í boði í ár. Þær eru öllum opnar. Ekkert þátttöku- gjald þarf að greiða en tekið er við frjálsum framlögum. Náms- stofurnar eru haldnar í Samkomu- sal ReykjavíkurAkademíunnar í gamla JL-húsinu við Hringbraut. Nánari upplýsingar um náms- stofurnar og dagskrána má finna á Sumarhaskolinn.org og Facebook- síðu skólans. UM RÓTTÆKA SUMARHÁSKÓLANN VIÐAR ÞORSTEINSSON Umsjónar- maður Róttæka sumarháskólans segir að þó sú róttæknibylgja sem gekk yfir landið í kjölfar hrunsins hafi að einhverju leyti fjarað út sé enn sterk undiralda til staðar. MYND/JÓHANNES GUNNARSSON í dag kl. 16.30 Pikknikk tónleikar www.norraenahusid.is – 551 7030 Fuglaskoðun laugardaga kl. 14.00. Pikknikkveitingar fást í mótttökunni. Hellvar spilar TÍMINN Í NÁTTÚRUNNI Ingiberg Magnússon myndlistarmaður opnar sýningu í sýningarsal Íslenskrar grafíkur Tryggvagötu 17 á laugardag. Yfirskrift sýningarinnar er: Tíminn í náttúrunni/náttúran í tímanum og vísar í árstíðabundnar breytingar náttúrunnar og samskipti lands og þjóðar. Sýningin er í meginatriðum fjórskipt: jarðlög, lífræn ummyndun, árstíðir og leikur að stráum. Hún stendur til 19. ágúst. Markmiðið er að efla vitundina um að annars konar samfélag sé mögulegt; að berjast við þá sjálfsblekkingu að þetta kapítalíska samfélag stéttaskiptingar sé eðlilegt, og að við þurfum að sætta okkur við það sem eina valkostinn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.