Fréttablaðið - 06.10.2012, Qupperneq 24
6. október 2012 LAUGARDAGUR24
Í kjölfarið fylgdi mikið erfiðleikatímabil.
Samanlagður halli ríkissjóðs á árunum 2008
til 2011 var 592,3 milljarðar króna samkvæmt
tölum Hagstofunnar. Samdráttur var 6,6 pró-
sent árið 2009 og fjögur prósent árið eftir.
Atvinnuleysi náði tæplega tólf prósentum
þegar verst lét og síðan reglulegar mælingar
Hagstofunnar hófust árið 1991 hefur hlutfall
starfandi aldrei mælst minna né atvinnuleysi
meira en árið 2010.
Stöðugleiki og bati
Efnahagsáætlun AGS og Íslands lauk í ágúst
2011. Á þeim tíma hafði náðst mjög góður, að
sumra mati undraverður, árangur við að ná
fram stöðugleika á Íslandi. Íslensk stjórnvöld
höfðu þá ráðist í mikinn niðurskurð sem mið-
aðist þó við að mynda varðstöðu um velferðar-
kerfið. Samhliða hafði ríkissjóður aukið tekju-
öflun sína umtalsvert með auknum álögum.
Fjárlagagatið fór frá því að vera risavaxið
í að verða líkast til lokað á árinu 2014. Hag-
vöxtur varð jákvæður um 2,6 prósent í fyrra,
en búist er við því að hann verði 3,2 prósent í
ár og svipaður næstu tvö árin eftir það. Í nýj-
ustu spá Efnahags- og framfarastofnunarinn-
ar (OECD), frá því í maí, kemur fram að ein-
ungis fimm aðildarríki hennar séu talin verða
með meiri hagvöxt en Ísland á þessu ári. End-
urskoðuð spá mun líkast til gera stöðu Íslands
enn betri. Þessi bætta staða hefur leitt til þess
að stjórnvöld ætla, í fyrsta sinn frá hruni, að
auka útgjöld sín að raungildi á næsta ári.
Fiskur og ferðamenn
Margt annað en ráðdeild í ríkisfjármálum
hefur þó spilað inn í efnahagsbata Íslands.
Aflaverðmæti hefur til að mynda tæplega tvö-
faldast frá árinu 2007 og var 154 milljarðar
króna í fyrra. Aflaverðmæti íslenskra skipa
jókst síðan um 14,2 prósent, og var 80,5 millj-
arðar króna, á fyrri hluta þessa árs. Á þessu
tímabili sem vitnað er til hér að ofan hefur
þorskkvóti verið aukinn, makrílveiðar hafa
skilað ótrúlegum tekjum sem áður voru ekki
til og loðna hefur snúið aftur á Íslandsmið í
miklu magni. Samhliða hefur erlendum ferða-
mönnum fjölgað mikið og tekjur vegna þeirra
margfaldast. Heildarfjöldi þeirra í fyrra var
565 þúsund, 15,8 prósentum meira en árið á
undan. Í ár hefur fjöldi þeirra aukist aftur um
17,2 prósent. Til samanburðar heimsóttu 303
þúsund ferðamenn Ísland um aldamótin.
Ekki komin í var
Skuldir ríkissjóðs eru enn mjög miklar. Alls
skuldaði ríkið 1.482 milljarða króna í ágúst
síðastliðnum, sem er um 90 prósent af vergri
landsframleiðslu síðasta árs. Áætlað er að rík-
issjóður greiði 88 milljarða króna í vaxtagjöld
vegna skulda á næsta ári. Enn ríkir óvissa um
afdrif Icesave-málsins sem gæti haft afdrifa-
rík áhrif á ríkissjóð tapist það. Enn eru í gildi
gjaldeyrishöft sem virðast ekki á leið í burtu
og erlend fjárfesting hefur ekki verið jafn-
mikil og þörf er á. Þá gætu neikvæðar svipt-
ingar á alþjóðavettvangi, aflabrestur eða sam-
dráttur í ferðamennsku mjög snögglega haft
neikvæð áhrif á íslenska batann.
H
inn 1. október 2008 kynnti
fjármálaráðuneytið nýja
þjóðhagsspá. Hún gerði
ráð fyrir að „eftir áralanga
kröftuga uppsveiflu“ væri
aðlögun að jafnvægi hafin
í þjóðarbúinu. Samkvæmt henni myndi
hagvöxtur verða 1,7 prósent á Íslandi árið
2008 og 1,1 prósent árið 2009. Spáð var að
atvinnuleysi myndi aukast á því ári og verða
2,7 prósent.
Reiknað var með að 2,5 prósenta verðbólgu-
markmið Seðlabankans myndi nást á seinni
hluta ársins 2010 og var þá gengið út frá því að
krónan væri enn á floti. Spáin gerði ráð fyrir
því að ríkissjóður yrði rekinn í jafnvægi og
að halli myndi myndast árið 2009 sem næmi
fimm prósentum af landsframleiðslu.
Óvissuþættir í þjóðhagsspánni vörðuðu
ástand á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og
sveiflur í gengi krónunnar. Í skýrslunni sagði:
„Íslenskt efnahagslíf hefur sýnt getu til að
ráða við stórar slíkar sveiflur.“ Fimm dögum
eftir útgáfu hennar hrundi Landsbankinn og
neyðarlög voru sett í landinu. Glitnir og Kaup-
þing fylgdu í kjölfarið. Krónan féll um 40 pró-
sent á stuttum tíma og verðbólga fór ískyggi-
lega nálægt 20 prósentum þegar verst lét.
Hörð magalending
Nýr veruleiki blasti við Íslendingum. Neyð-
arlög voru sett sem gerðu innstæðueigend-
ur að forgangskröfuhöfum í bú bankanna
og tryggðu þar með tilverugrundvöll nýrra
viðskiptabanka sem stofnaðir voru á grunni
hinna föllnu. Kröfuhafar þeirra voru hins
vegar látnir taka á sig tap sem hleypur á
þúsundum milljarða króna. Stærð íslenska
bankakerfisins fór frá því að vera níföld
landsframleiðsla í eina og hálfa. Samhliða
reyndist nauðsynlegt að setja gjaldeyrishöft
með lagasetningu hinn 29. nóvember 2008.
Á augabragði breyttist rekstur ríkisins frá
því að vera jákvæður yfir í að gjöld ársins
2008 urðu 216 milljörðum krónum hærri en
tekjur ríkisins. Hrein lánsfjárþörf ársins
2008 nam 398 milljörðum króna, sem var 27
prósent af landsframleiðslu. Hún skýrðist
aðallega af þremur þáttum: yfirtöku á veð-
lánum Seðlabanka Íslands, en 175 milljarðar
króna af þeim voru síðan afskrifaðir, tapi á
tryggingabréfum vegna aðalmiðlara upp á
17 milljarða króna og verulegri hækkun á
lífeyrisskuldbindingum. Til viðbótar vofði
Icesave-málið yfir ásamt vilyrði íslenskra
stjórnvalda um að fjármagna nýju bankana.
Staðan var ekki beysin.
AGS kemur inn
Hinn 27. október 2008 óskaði ríkisstjórn
Íslands formlega eftir samstarfi við Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn (AGS) um að koma á efna-
hagslegum stöðugleika, aðlögun ríkisút-
gjalda og endurreisn fjármálakerfisins og
finna lausnir á skuldavanda heimila og fyr-
irtækja. Stjórn AGS samþykkti efnahags-
áætlun íslenskra stjórnvalda 19. nóvember
2008. Alls fékk Ísland lán frá AGS og vina-
þjóðum vegna áætlunarinnar sem jafngilti
3,4 milljörðum evra. Það samsvarar ríflega
540 milljörðum króna á gengi dagsins í dag.
Til viðbótar kom lántökuréttur frá Norður-
landaríkjum og Póllandi upp á 150 milljarða
króna.
Til efnahagslegs helvítis og til baka
Í dag eru liðin fjögur ár síðan Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, setti neyðarlög í landinu og bað guð að blessa Ísland.
Af því tilefni mun Fréttablaðið birta greinaflokk í átta hlutum um það sem hefur á daga þjóðarinnar drifið frá þeim afdrifaríka
degi. Fyrsta greinin fjallar um þróun efnahagsmála frá hruni og til dagsins í dag.
Bankar eru ekki eins og
venjuleg fyrirtæki. Í vissum
skilningi eru þeir eins og
æðakerfi efnahagsbúskapar-
ins þar sem um þá rennur
lífsblóð sparnaðar til heimila,
fyrirtækja og stofnana. Um
leið eru þeir skuldsettari
og háðari skammtímafjár-
mögnun en hefðbundin fyrir-
tæki. Þeir eru því hvort tveggja í senn,
mikilvægir og viðkvæmir. Það er aldrei
eins skýrt og í bankakreppu: þá hættir
bankakerfið að geta sinnt hlutverki
sínu, greiðslumiðlun hagkerfisins trufl-
ast, fyrirtæki skortir ráðstöfunarfé til
hefðbundins reksturs og til fjárfestingar
og fjárhagur heimila versnar. Í kjölfarið
fylgir því jafnan verulegur efnahags-
samdráttur þar sem framleiðsla dregst
saman og störf tapast.
Íslenska bankahrunið
verður líklega talið ein alvar-
legasta bankakreppa heims-
sögunnar, enda einstakt að
nánast allir bankar í tilteknu
landi verði gjaldþrota á u.þ.b.
sama tíma. Vandinn sem við
blasti snemma í októbermán-
uði 2008 var því alvarlegur
og sá möguleiki blasti við
að ekkert starfandi bankakerfi yrði til
staðar.
Fjármálakreppan hófst þó í reynd
fyrr, því að í upphafi ársins hafði skollið
á gjaldeyriskreppa þar sem innflæði
gjaldeyris til innlendra einkaaðila
stöðvaðist og snerist í stórfellt útflæði
sem leiddi til helmingslækkunar gengis
krónunnar. Á haustmánuðum hafði
traust til alls sem íslenskt var brostið og
fyrirtæki stóðu allt í einu frammi fyrir
því að þurfa að fyrirfram- eða stað-
greiða vörur sem áður höfðu fengist
með eðlilegum greiðsluskilmálum.
Greiðslumiðlun gagnvart útlöndum var
því í uppnámi og raunveruleg hætta á
að skortur yrði á nauðsynjavörum og
aðföngum frá útlöndum.
Vandinn sem blasti við veturinn
2008 var því ógnvænlegur. Sem betur
fer tókst hins vegar að afstýra því að
hið versta gerðist, m.a. með aðstoð
frá alþjóðasamfélaginu. Þótt erlend
greiðslumiðlun hefði laskast tókst að
tryggja starfsemi endurreists innlends
bankakerfis og greiðslumiðlun og fall
krónunnar var stöðvað. Smám saman
tókst að ná tökum á opinberum
fjármálum (sem fjármálakreppan
hafði leikið illa) og stuðla að því að
verðbólga hjaðnaði á ný. Hins vegar
var ógerlegt að koma í veg fyrir mikinn
samdrátt í kjölfarið, enda endur-
speglaði hann óhjákvæmilega aðlögun
þjóðarbúsins í kjölfar ofþenslu áranna
á undan, eins og Seðlabankinn hafði
raunar ítrekað spáð árin á undan.
Í upphafi var ekki auðvelt að átta
sig á því hve alvarlegur efnahagssam-
drátturinn yrði, enda á fáu að byggja
í ljósi umfangs banka- og gjald-
eyriskreppunnar. Fjöldi rannsókna gaf
þó til kynna að vænta mætti harkalegs
efnahagssamdráttar í kjölfar slíkrar
„tvíburakreppu“.
Strax í nóvember 2008 reiknaði
Seðlabankinn með því að landsfram-
leiðslan myndi dragast saman um
samtals 10% árin 2009 og 2010 en
að viðsnúningur yrði um mitt ár 2010
og hagvöxtur ársins 2011 yrði rétt yfir
3%. Þrátt fyrir mikla óvissu veturinn
2008 og þá staðreynd að alþjóðleg
efnahagsþróun hafi reynst mun
óhagstæðari en þá var reiknað með
og verri en í mörgum fyrri kreppum,
virðist mat Seðlabankans á efnahags-
framvindunni í kjölfar kreppunnar hafa
gengið eftir: miðað við nýjustu tölur
Hagstofu Íslands varð samdrátturinn
2009 og 2010 samtals rétt yfir 10%,
efnahagsbatinn hófst um mitt ár 2010
og hagvöxtur í fyrra var tæplega 3%.
Þessi þróun er í ágætu samræmi við
reynslu annarra ríkja af alvarlegum
fjármálakreppum. Hefur reynsla Íslands
orðið tilefni nokkurrar umfjöllunar
á alþjóðavettvangi í ljósi þess hve
umfangsmikið áfallið var. Horfur eru þó
enn óljósar, ekki síst vegna ástandsins
í Evrópu. Mestu skiptir að haldið sé
áfram að undirbyggja efnahagsbatann
með agaðri hagstjórn, svo fyrri árangri
verði ekki glutrað niður.
Efnahagshorfur í miðri fjármálakreppu
Þórður Snær Júlíusson
thordur@fréttabladid.is
FJÖGUR ÁR FRÁ EFNAHAGSHRUNI – FYRSTA GREIN
ÁVARP FORSÆTISRÁÐHERRA
Geir H. Haarde ávarpaði
þjóðina í beinni útsendingu á
þessum degi fyrir fjórum árum.
Þar tilkynnti hann um setningu
neyðarlaga og bað guð að
blessa Ísland.
GJÖLD ÍSLENSKA
ríkisins voru 216 milljörðum
króna hærri en tekjur þess á
árinu 2008.
ÍSLENSKA KRÓNAN
féll um 40 prósent við efna-
hagshrunið.
ÍSLAND FÉKK
540 milljarða króna að láni
hjá AGS og vinaþjóðum auk
150 milljarða króna lánalínu.
SAMDRÁTTUR
í íslenska hagkerfinu var 6,6
prósent árið 2009 og fjögur
prósent árið 2010.
ATVINNULEYSI
náði tæplega tólf prósentum
þegar verst lét árið 2010.
STÓRAUKIÐ
aflaverðmæti og gríðarleg
fjölgun ferðamanna hafa
hjálpað mikið til með þann
bata sem hefur náðst.
NIÐURSKURÐUR
hjá hinu opinbera og tekjur
vegna stóraukinnar skatt-
lagningar hafa skilað jafn-
vægi í íslensku efnahagslífi.
SPÁR GERA RÁÐ
fyrir því að fjárlagagat ríkis-
sjóðs lokist árið 2014.
HAGVÖXTUR VAR
á Íslandi árið 2011 upp á
2,6 prósent. Spár gera ráð
fyrir að hag vöxtur verði yfir
3,2 prós entum árlega til
ársins 2014.
ENN ERU SKULDIR
íslenska ríkisins tæplega
1.500 milljarðar króna.
■ EFNAHAGSMÁL ÍSLANDS
Þórarinn Gunnar Pétursson, aðalhagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, skrifar