Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.10.2012, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 06.10.2012, Qupperneq 40
6. október 2012 LAUGARDAGUR40 V arla er hægt að ímynda sér barn- æsku án kvöldsagna eins og Mjallhvítar og dverganna sjö, Öskubusku, Þyrni- rósar eða Rauðhettu. Þessi ævin- týri sem þeir bræður Jakob og Wilhelm Grimm skráðu fyrir 200 árum hafa enn mikil áhrif á sam- félagið og menninguna. Mjallhvít og dvergarnir sjö urðu meira að segja að efni fyrstu Walt Disney- teiknimyndarinnar í fullri lengd árið 1937 sem hefur skemmt mörg- um kynslóðum upp frá því. Þrátt fyrir að við sitjum nú með þrívíddargleraugu í bíóum þá breytast áhugamál mannanna ekki mikið. Á þessu ári hafa tvær kvikmyndir um Mjallhvíti verið frumsýndar í bíó, Mirror Mirror og Snow White and the Hunts- man, sem byggja á sögu Grimms- bræðra. Auk þess hófu göngu sína í fyrra tvær bandarískar sjón- varpsþáttaraðir sem innblásnar eru af Grimmsævintýrum, Once Upon a Time og Grimm. En hverj- ir voru bræðurnir Jakob og Wil- helm Grimm eiginlega og hvað vakti fyrir þeim þegar þeir fóru að safna ævintýrunum sem við viljum enn þann dag í dag ekki missa af? Viðhorf Grimmsbræðra Til að skilja betur áhuga Grimms- bræðra á að safna ævintýrum og þjóðlegum fróðleik er mikilvægt að gera sér grein fyrir róman- tísku viðhorfi þeirra til fortíðar- innar. Í ævintýrum og þjóðlegum fróðleik eins og háttum, leikjum og lögum sáu Jakob og Wilhelm Grimm leifar eins konar frum- ljóðlistar (Urpoesie eða Natur- poesie) sem þýskar hefðir byggðu á. Almennt var fortíðarþrá á tíma- bili Grimmsbræðra í mikilli tísku meðal fræðimanna, sem leiddi til upphafs þjóðernishyggju í Evrópu. Bræðurnir mótuðust af andrúms- lofti sem einkenndist af þörf fyrir að sameina þjóðarsál og sjálfs- mynd. Markmið þeirra var að gefa samtímanum nýja merkingu í gegnum afrek Þjóðverja frá fyrri öldum til að styrkja þjóðernisvit- und og hafa áhrif til sameiningar þýsku þjóðarinnar og tungunnar á tímum sem einkenndust af miklum deilum. Söfnunaraðferðir Í fyrstu útgáfu Grimms ævintýra fullyrtu Jakob og Wilhem að öll birt ævintýri kæmu uppruna- lega úr munnlegri geymd og væru skráð eftir frásögn ólæss almúgafólks þar sem, samkvæmt Grimmsbræðrum, kjarni þýskr- ar frumljóðlistar væri enn varð- veittur. Annað kom þó á daginn. Langflest ævintýri sem Jakob og Wilhelm skráðu voru skráð eftir vinum þeirra og kunningjum, yfir- leitt konum sem voru vel mennt- aðar og tilheyrðu borgarastéttinni. Ein undantekning var bónda konan Dorothea Viehmann sem sagði Jakobi og Wilhelm Grimm nokk- ur ævintýri. En þar sem hún var af frönskum uppruna og þá einn- ig ævintýrin sem hún þekkti, tóku Grimmsbræður flest ævintýrin sem höfð voru eftir henni út úr seinni útgáfum Grimmsævintýra. Auk þess störfuðu Grimmsbræður á bókasöfnum og þar með kemur ekki á óvart að rannsóknarefni þeirra voru frekar textar og skjöl en munnleg frásögn. Þessi atriði leiddu seinna til mikillar gagnrýni á Grimmsævintýri. Þrátt fyrir að Jakob og Wilhelm vildu endurvekja þýska þjóðarsál í gegnum þjóðsögur og fornan fróð- leik, höfðu þeir mikinn áhuga á fræðilegri samvinnu við vísinda- menn frá öðrum löndum. Jakob Grimm varð fyrstur vísindamanna til að rannsaka samhengi milli mál- fræði, textafræði og goðafræði, sem leiddi til skilnings á sameig- inlegum rótum allra germanskra tungumála hafa sem endurspegl- uðust svo í goðafræði og þjóðsög- um. Grimmsbræður voru mjög glöggir á að finna tengingar þjóð- sagna milli landa. Þeir uppgötv- uðu að ævintýraminni endurtaka sig án tillits til þess frá hvaða lönd- um þau koma. Jakob og Wilhelm reyndu þar af leiðandi að hvetja fræðimenn frá öðrum löndum til að safna líka þjóð legum fróðleik og ævintýrum, einnig vegna þess að fræðilegur samanburður ævin- týra væri aðeins mögulegur í gegn- um ævintýrasöfn sem byggja á vís- indalegum aðferðum. Dæmi um slíkt samstarf Jakobs og Wilhelms Grimm hófst í gegnum áhuga þeirra á norrænni trú og þjóðsög- um frá Norður löndum. Wilhelm Grimm stóð meðal annars í bréfa- sambandi við norræna fræðimenn eins og danska málfræðinginn Ras- mus Kristján Rask í tengslum við útkomu fyrsta fræðirits hans um forndönsk hetjukvæði, þjóðkvæði og ævintýri. Jakob Grimm hafði góða kunnáttu á íslenskri tungu og stefndi lengi að því að gefa út þýska þýðingu Eddukvæða. Aldrei varð þó af þeirri útgáfu. Seinna lofaði Jakob mjög ævintýrasafnið „Norske folkeeventyr“ eftir Peter Asbjørnsen og Jørgen Moe vegna nákvæmra vinnubragða og söfnun- araðferða. Þjóðsagnasafn á Íslandi Á Íslandi smitaðist áhugi Grimms- bræðra til Jóns Árnasonar og Magnúsar Grímssonar. Jón Árna- son, sem þekkti Grimmsævin- týri einungis út frá danskri þýð- ingu, og Magnús Grímsson, sem þá var skólapiltur á Bessastöð- um, ákváðu árið 1845 að safna og skrá ævintýri, kvæði, sagna- dansa og kreddur á Íslandi. Flest- ar sögurnar skráði Magnús eftir sam nemendum sínum úr öllum landshlutum. Fyrsta ævintýra- kver þeirra félaga birtist árið 1852 og kallaðist Íslenzk æfintýri. Áhugavert er í þessu samhengi að engin alvöru ævintýri birtust í þessu kveri. Sama árið birtist einnig þýðing Grimmsævintýr- isins Mjallhvítar, æfintýri handa börnum, eftir Magnús. En vegna deilna milli Jóns og Magnúsar um hvernig ætti að skrá ævintýri, lauk verkefninu heldur snögglega. Magnús vildi hafa ævintýrasafnið bókmenntalegra og bæta við nátt- úrulýsingum en Jón Árnason var á móti því og vildi halda ævintýr- unum í einföldum stíl. Árið 1858 kom Þjóðverjinn Kon- rad Maurer, sem var prófessor í lögfræði við Münchenarháskóla, til Íslands. Hann hafði mikinn áhuga og þekkingu á norrænni réttarsögu og íslenskri sögu, tungumáli og þjóðtrú. Hann ferð- aðist um Ísland allt sumarið 1858 og safnaði og skráði þjóðsögur eftir frásögn Íslendinga en hand- rit hans glataðist. Þar sem Konrad var kunningi Jóns Sigurðssonar forseta og studdi hann við sjálf- stæðisbaráttuna var hann Íslend- ingum kunnugur. Þess vegna sagði fólk víða um Ísland honum þjóðsögur og margt fróðlegt, þó að hann væri utanaðkomandi. Konrad Maurer gaf út bókina Isländische Volkssagen der Gegenwart árið 1860 í Þýskalandi. Á Íslandi kynntist hann einnig Jóni Árnasyni og hvatti hann til að halda áfram að vinna við ævin- týrasafnið og hjálpaði honum að gefa út safnið Íslenskar þjóð sögur og ævintýri í tveimur bindum árin 1862 og 1864 í Leipzig í Þýska- landi. Ekki er vitað hvort Grimms- bræður hafi haft undir höndum ævintýrasafn Jóns Árnasonar eða þjóðsagnasafns Konrad Maurer og lesið íslenskar þjóðsögur. Wilhelm Grimm dó árið 1859 og Jakob fjór- um árum seinna, árið 1863. Síð- asta aldarfjórðunginn voru þeir að vinna við umfangsmikla þýska orðabók en voru tæplega hálfnaðir þegar þeir létust. Næsta Grimmsævintýrið sem var þýtt á íslensku var Þyrnirós árið 1865. Nokkrum árum síðar fylgdi heildarþýðing á Grimms- ævintýrum eftir Theodór Árna- son sem kom út milli áranna 1922 og 1937. Þorsteinn Thorarensen var sá síðasti sem þýddi Grimms- ævintýrin í heild sinni, árið 1986. Ævintýri byggja á furðulegum og ótrúlegum atburðum, þar sem dýr og plöntur geta talað, hey verður að gulli og konungsdætur verða fyrir álögum út af öfund vondrar stjúpu. Þessi yfirnáttúru- legu fyrirbæri eiga sér stað í fjar- lægum, ókunnugum konungsríkj- um og eru óbundin tíma og rými. Oft voru Grimmsævintýri gagn- rýnd fyrir að hafa neikvæð áhrif á börn með því að draga þau inn í óraunverulega heima. En ævin- týri lýsa heiminum á táknrænan hátt, segja frá björtum hliðum og skuggahliðum lífsins og greina gott frá illu á skýran hátt sem getur hjálpað börnum að skilja heiminn betur. Það sem skiptir mestu máli að mati danska þjóð- fræðingsins Bengt Holbek er far- sæll endir ævintýranna, sem felst oftar en ekki í hjónabandi. Ástæðan fyrir því að okkur finnst ævintýri svo hrífandi og við gætum endalaust hlustað á kvöldsögur eða farið í bíó og horft á nýjar útgáfur af Mjallhvíti er kannski sú hugmynd að lífið sjálft sé ævintýri, eins og vísað er til í lokaþulu íslenskra ævintýra: „Köttur úti í mýri setti upp á sér stýri, úti er ævintýri.“ Arfur ævintýrabræðranna Á þessu ári eru 200 ár liðin frá því að Grimmsbræðurnir Jakob og Wilhelm gáfu út þekktasta ævintýrasafn heimsins Kinder- und Hausmärchen í Þýskalandi. Romina Werth tók saman fróðleik um uppruna ævintýranna og áhrif þeirra á Íslandi. HÖFUNDURINN Romina Werth er MA-nemi í þjóðfræði við Háskóla Íslands. 1 5 2 6 3 7 4 9 10 Mjallhvít í mörgum myndum 8 1. Mynd eftir Roland Risse frá lokum 19. aldar. 2. Mjallhvít og dvergarnir sjö eftir Margaret Tarrent árið 1915. 3. Mjallhvítarmyndskreyting eftir Mervyn Peake árið 1946. 4. Mjallhvít sofandi í rúmi dverganna eftir Peter Newell árið 1907. 5. Mjallhvítarskreyting eftir Millicent Sowerby árið 1909. 6. Snow White and the Hunts- man, bíómynd frá 2012. 7. Mirror Mirror, bíómynd frá 2012. 8. Walt Disney-útgáfa af Mjallhvíti og dvergunum sjö árið 1937. 9. Gömul myndskreyting af Mjall- hvíti og vondri stjúpu hennar. 10. Mjallhvít í mynd Bess Livings frá árinu 1938. GRIMMSBRÆÐUR Jakob og Wilhelm Grimm fæddust árið 1785 og 1786 í Hanau, lítilli borg nálægt Frankfurt, og voru elstir af sex börnum Phillips Wilhelms og Dorotheu Grimm. Bræðurnir tveir þurftu snemma að takast á við raunveruleika lífsins þegar faðir þeirra, sem var stiftamtmaður, dó árið 1796 án þess að hafa tryggt fjárhagslegt öryggi fjöl- skyldunnar til framtíðar. Með fjárhagslegri aðstoð frænku bræðranna var Jakobi og Wilhelm gert kleift að stunda nám í fram- haldsskóla og seinna í lögfræði við háskóla og kláruðu þeir báðir námið á mettíma og með góðum árangri. Frá þessari stundu voru örlög Jakobs og Wilhelms fléttuð saman. Bræðralag var einkunnarorð þeirra og varð að grundvelli fyrir samvinnu þeirra á mörgum fræðisviðum eins og málfræði, textafræði, goðafræði og þjóðsagnafræði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.