Fréttablaðið - 06.10.2012, Page 43

Fréttablaðið - 06.10.2012, Page 43
Kynningarblað Fjölbreyttir möguleikar, sérfræðiráðgjöf, hönnun og notagildi. SPEGLAR LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2012 &INNRÖMMUN GLAMPAFRÍTT GLER LENGIR LÍFTÍMA LISTAVERKANNA Gallerí Fold innrömmun býður upp á glampafrítt gler sem ver listaverkin gegn áhrifum sólarljóss. Glerið er framleitt af Nielsen Bainbridge með sérstakri blöndu af vörn gegn útfjólubláum geislum og spegilvörn sem gerir glerið sérstaklega gegnsætt þannig að vart er hægt að sjá að gler er yfir listaverkinu. Öll verðmæt listaverk sem unnin eru á pappír ættu að vera undir slíku gleri því það dregur verulega úr áhrifum sólarljóss og listaverkið dofnar síður. Gallerí Fold hefur rekið inn-römmunarverkstæði frá árinu 2002 samhliða rekstri gallerísins. Jóhann Ágúst Hansen, framkvæmdastjóri Gallerís Foldar, segir f lesta viðskiptavini óska eftir innrömm- un listaverka frekar en ljósmynda og teikn- inga. „Helstu v ið- skiptavinir okkar eru starfandi listamenn og ljósmyndarar auk fjölda viðskiptavina sem vilja ramma inn myndir sem þeir eru að kaupa eða selja á uppboðum gallerísins. Það getur skipt sköp- um þegar selja á listaverk að það sé í góðri umgjörð.“ Gallerí Fold Innrömmun hefur ávallt lagt áherslu á hraða þjón- ustu og ódýra innrömmun án þess að gefa eftir í gæðum. Starfs- fólk fyrirtækisins hefur einnig sér- fræðikunnáttu í meðhöndlun og innrömmun á eldri og dýrari lista- verkum. Innrömmun hefur forvörslugildi Jóhann segir að við inn römmun þurfi fyrst og fremst að hafa í huga að hún sé aðallega hugsuð til að verja listaverkið eða myndina. „Það er afar hvimleitt þegar brún- ir sýrublettir koma í myndina frá römm- unum af því þeir eru ekki úr nógu góðu efni. Gallerí Fold Innrömmun notar einungis hágæða- efni og hefur það að leiðarljósi að inn- römmunin hafi for- vörslugildi. Þann- ig eru öll karton og bök sem eru notuð sýrufrí auk þess sem boðið er upp á glampafrítt gler sem ver verkin fyrir sólarljósi. Þá er líka mikil- vægt að horfa á efnin í ramman- um sjálfum og að gæðaviður sé notaður. Ódýrt og lélegt efni getur skemmt myndina með tímanum. Því meiri sem gæðin eru, þeim mun lengur endist ramminn.“ Það eru tískusveiflur í römm- um eins og flestu öðru að sögn Jó- hanns. Í dag eru svartir og hvítir trérammar vinsælastir en gyllt- ir rammar voru hins vegar vin- sælastir fyrir nokkrum árum. „Rammar geta verið af öllum stærðum og gerðum. Stund- um er betra að hafa hann stór- an og áberandi til að gera meira úr myndinni en minni rammar henta betur öðrum myndum. Stór rammi getur til dæmis gert mikið fyrir lítil listaverk. Svo þarf ramm- inn líka að vera í stíl við annað á heimilinu og þá sérstaklega það rými þar sem myndin hangir.“ Innfluttir gæðarammar Verkstæði Gallerís Foldar Inn- römmunar er útbúið fullkomn- ustu tækjum, þar á meðal tölvu- stýrðum kartonskurðarhníf sem gerir starfsmönnum kleift að bjóða upp á fjöldaframleidd kart- on á lægra verði en flest innflutt karton að sögn Jóhanns. Rammarnir sem fást í Gall- erí Fold eru allir innfluttir, flest- ir frá Danmörku og Englandi. „Við bjóðum einnig upp á hand- smíðaða þýska ramma frá fyrir- tækinu Spagl. Þeir eru að fullu unnir í höndunum og hægt að fá með 23 karata gyllingu eða ekta silfri þannig að engin samskeyti eru sjáanleg. Þessir rammar eru heimsþekktir fyrir gæði.“ Sérfræðingar á sviði innrömmunar Fagmennska og gæði einkenna Gallerí Fold Innrömmun. Starfsfólk fyrirtækisins leggur mikla áherslu á sérfræðiráðgjöf til viðskiptavina. „Það getur skipt sköpum þegar selja á listaverk að það sé í góðri umgjörð,“ segir Jóhann Ágúst Hansen, framkvæmdastjóri Gallerís Foldar. MYND/ANTON Innrammarinn ehf. hefur starf- að um tólf ára skeið. Fyrirtæk- ið flutti í eigið húsnæði við Rauð- arárstíg 2007 og hefur verið þar síðan. Í október tóku nýir eigend- ur við fyrir tækinu og er það nú rekið í samvinnu við Gallerí Fold, sem stendur einnig við Rauðarár- stíg. Georg Þór Ágústsson, fram- kvæmdastjóri Innrammarans, segir nálægðina við Gallerí Fold og aðgang að sérfræðikunnáttu þeirra á íslenskri list koma að miklu gagni þegar veita þurfi ráð- gjöf um innrömmun á viðkvæm- um og verðmætum listaverkum. „Við bjóðum upp á alla almenna innrömmun auk þess að bjóða upp á upplímingar á myndum. Innrammarinn hefur auk þess þjónustað almenna viðskiptavini með ýmiss konar innrömmunar- verkefni og tekið að sér stærri og viðkvæmari verkefni fyrir lista- söfn, listamenn og ljósmyndara.“ Auk innrömmunar býður fyrir- tækið upp á úrval spegla til heim- ilisnota í öllum stærðarflokkum. „Við skerum niður spegla í þær stærðir sem fólk óskar eftir og setjum í ramma. Sala spegla fer vaxandi og það færist í aukana að fólk hengi þá upp víðar á heimil- um sínum en áður, til dæmis í stof- unni eða á göngum. Einn spegill getur breytt heilmiklu fyrir útlit heimilisins og vinnustaði og brot- ið rými skemmtilega upp.“ Innrammarinn er búinn öllum fullkomnustu tækjum svo sem sjálfvirkum neglingarvélum og tölvustýrðum kartonskurðar- hnífum. Fyrirtækið getur því boðið upp á mikla framleiðslugetu á mjög hagstæðum verðum en það gerir tilboð ef um stærri verkefni er að ræða. „Einnig getum við gert karton með mörgum götum sem getur komið skemmtilega út fyrir fjölskyldumyndirnar.“ Í haust mun starfsmaður frá fyrir tækinu útskrifast með alþjóð- lega gráðu í innrömmun fyrstur Ís- lendinga. Innrammarinn getur því í framhaldinu boðið upp á hærri gæðastaðal en almennt hefur við- gengist hér á landi þar sem farið er eftir ströngustu kröfum, til dæmis um innrömmun fyrir opinber söfn þar sem gerðar eru miklar kröf- ur um endingu og forvörslu lista- verka. „Að sjálfsögðu hentar slík innrömmun ekki öllum og því bjóðum við að sjálfsögðu einnig upp á ódýrari kosti án þess þó að gefa of mikið eftir í gæðum. Mark- mið okkar er að veita hágæða inn- römmun á viðráðanlegu verði.“ Auk hefðbundinnar innrömm- unar selur Innrammarinn til- búna ramma, bæði úr áli og tré. Fyrirtækið rammar einnig inn ýmsa muni svo sem íþróttatreyj- ur og söfnunarmuni sem hafa til- finningalegt gildi. „Einn stærsti hlutur inn sem við höfum ramm- að inn var rafmagnsgítar sem til- heyrði áður frægum einstaklingi.“ Einn spegill breytir miklu Innrömmun og speglar eru sérsvið Innrammarans. Fyrirtæki býður upp á fjölbreytt úrval ramma og spegla í öllum stærðum auk þess að ramma inn ýmsa hluti sem hafa tilfinningalegt gildi. Fjölbreytt úrval ramma og spegla í öllum stærðum fæst í Innrammaranum. Georg Þór Ágústsson er framkvæmdastjóri Innrammarans. MYND/ANTON 15% afsláttur Nú er tilvalið að ramma inn fyrir jólin. 15% afsláttur af allri innrömmun. Gildir út nóvember.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.