Fréttablaðið - 06.10.2012, Page 44

Fréttablaðið - 06.10.2012, Page 44
KYNNING − AUGLÝSING LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s.512-5432 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Innrömmun Sigurjóns er sannkallað fjöl-skyldufyrirtæki. „Við rekum þetta saman hjónin, svo vinna hér líka tengdadóttir og sonardóttir og smáhundurinn Kastró sem er ættaður frá Kúbu,“ segir Sigurður glaður í bragði. Rammaefni í úrvali Innrömmun Sigurjóns býður fjölbreytt úrval af römmum og rammaefni. „Við erum með yfir hundrað tegundir rammaefnis í boði. Við erum með tilbúna ramma í stöðluðum stærðum í miklu úrvali en sérsmíðum líka úr því efni og í þeirri stærð sem viðskipta- vinurinn óskar. Stærstu rammarnir sem við smíðum eru um 3 metrar, sem takmarkast af lengd listanna, en við höfum gert stærri ramma úr samsettum listum sem er vanda- samt verk.“ Römmum allt inn Sigurður segir engin takmörk fyrir því hvað sé hægt að ramma inn enda hefur hann kynnst ýmsu í þeim efnum. „Mest römmum við inn myndir og spegla, en höfum ramm- að inn íþróttatreyjur, skírnarkjóla, upphlut, veggteppi, klukkustreng, margs konar út- saum og ýmislegt fleira.“ Tölvuskorið karton meðan þú bíður Oft þarf að sérskera karton utan um mynd- ir í ramma sem getur verið vandasamt verk. „Við erum með tölvustýrða kartonskurðar- vél og sérskerum karton á meðan fólk bíður í versluninni. Hnífurinn er með óendan- lega möguleika í skurði og sker út hvaða form sem er; hringi, sporöskju, ferkant, þrí- kant eða hvernig sem er á örskotsstundu. Þá sker hann einnig mjög þykk karton sem gefa meiri dýpt í myndina.“ Hannað í kreppunni Þegar kreppan skall á varð aðeins rólegra að gera sem hefur þó sína kosti. „Það varð að- eins minna að gera og ég gat hugað að því sem ég hafði ekki tíma fyrir áður. Undan- farið hef ég búið til ýmsa muni, eins og öskj- ur, bakka, kertastanda, spegla og fleira. Ég kalla þetta kreppuafurðir. Þá nýtir maður af- gangsefni og aukatíma til að búa til eitthvað nytsamlegt og fallegt.“ Einnig eru þau hjón- in með listaverk til sölu, bæði í eigin eigu og í umboðssölu. Prentað og plastað Rammar og gler geta verið viðkvæm og henta því ekki við allar aðstæður. „Lausn- in við þessu er að prenta myndirnar út, líma þær á MDF-plötu og plasta yfir. Þannig varð- veitast þær mjög vel og engin hætta er á að gler brotni eða rammi rispist. Þetta er mjög hentug lausn í mörgum tilfellum. Einnig höfum við prentað skemmtileg og hnitmið- uð spakmæli á litlar plötur.“ Vel tækjum búin Innrömmun Sigurjóns er vel tækjum búin. „Við leggjum mikið upp úr góðum græjum og erum með nýja sög og tölvustýrða negl- ingarvél sem gefur manni alltaf bestu mögu- legu samsetningu á hverjum ramma fyrir sig á skjótan og öruggan hátt. Áður fyrr notuð- um við þvingur og spenntum þá hvert horn fyrir sig sem tók mun lengri tíma.“ Allt í seilingarfjarlægð Verslunin er í þægilegri stærð og allir hlut- ir í seilingarfjarægð. „Hér er allt á sama stað og kúnninn hefur góða yfirsýn yfir allar vör- urnar, ólíkt stærri verslunum þar sem maður þarf að labba langar leiðir til að finna einn ramma. Hér er allt í seilingarfjarlægð.“ Opnum snemma og lokum seint Opið er alla virka daga frá 8-18 og 11-13 á laugardögum. „Fólk sem vinnur níu til fimm getur því komið til okkar fyrir vinnu eða eftir eða um helgar. Við vinnum bæði fyrir einstaklinga og stofnanir og erum með við- skiptamannalista upp á tíu þúsund kúnna sem er drjúgur hópur. Ég held að fólk viti að hverju það gengur þegar það verslar við okkur. Við leggjum okkur fram við að gera vel og vöndum til verka á öllum sviðum.“ Nánari upplýsingar um Innrömmun Sig- urjóns er að finna á vefsíðu fyrirtækisins www.innrommun.is. Rammar utan um allar lífsins minningar Innrömmun Sigurjóns er rótgróið fyrirtæki sem staðsett er í Fákafeni 11. Þar hafa hjónin Sigurður Kr. Finnsson og Ragnheiður Torfadóttir unnið hörðum höndum við að ramma inn myndir, spegla og hvað það sem fólk kemur með til að ramma inn síðustu sautján ár. Það eru engin takmörk fyrir því hvað er hægt að ramma inn; flíkur, teppi, útsaum, myndir eða sverð. Mikið úrval af römmum utan um myndir og spegla MYND/ANTON Með tölvustýrðri kartonskurðarvél eru karton sér- skorin meðan fólk bíður í versluninni. MYND/ANTON Innrömmun Sigurjóns er rótgróið fyriræki sem staðsett er í Fákafeni 11. MYND/ANTON Mikið úrval af tilbúnum römmum í standard stærðum er í boði hjá Innrömmun Sigurjóns. MYND/ANTON Skemmtileg og hnitmiðuð spakmæli á litlum plötum eru prýðis tækifærisgjöf. MYND/ANTON Sigurður með kreppuafurðir. „Þá nýtir maður afgangsefni og aukatíma til að búa til eitthvað nytsamlegt og fallegt.“ MYND/ANTON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.