Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.10.2012, Qupperneq 118

Fréttablaðið - 06.10.2012, Qupperneq 118
6. október 2012 LAUGARDAGUR82 PERSÓNAN Sigurgeir Ingi Þorkelsson Aldur: 19 ára. Starf: Í námi og varaforseti nemendafélags MH. Foreldrar: Auður Eyvinds, látin, og Þorkell Sigurgeirsson, viðskiptafræð- ingur. Fjölskylda: Ekk- ert svoleiðis. Búseta: Í Kópavogi. Stjörnumerki: Hrútur. Sigurgeir Ingi er einn forsprakka nýstofn- aðs Glee-klúbbs í MH. Guðný Lára Thorarensen og Steinþór Helgi Arnsteins- son hafa verið valin af Útflutningsskrifstofu íslenskr- ar tónlistar, Útón, til starfsþjálfunar hjá breskri umboðsskrifstofu í allt að tíu vikur. Aðspurð segist Guðný Lára vera spennt fyrir dvöl sinni í London og vonast til að starfsnámið eigi eftir að nýtast vel. „Ég held að þetta hafi verið verðugar umsóknir sem komust inn og ég er mjög ánægð með að vera valin,“ segir hún, en ellefu umsóknir bárust Útón. Þátttakendur fá styrk fyrir ferðakostnaði, leigu á húsnæði og uppihaldi á meðan á starfsnáminu stend- ur. Guðný Lára, sem starfar hjá íslensku útgáfunni Molestin Records, hefur skipulagt tónleika með íslenskum hljómsveitum í rúman áratug. Aðeins skemmra er liðið síðan hún byrjaði að flytja inn fyrstu erlendu sveitirnar. Hún hefur verið viðloðandi rokkhátíðina Eistnaflug í Neskaupstað síðan hún hóf göngu sína og undanfarnar fimm hátíðir hefur hún átt stóran þátt í skipulagningunni. Steinþór Helgi hefur í þó nokkurn tíma starfað sem umboðsmaður hljómsveitarinnar Hjaltalín, auk þess sem hann hefur sinnt margs konar öðrum verkefnum, þar á meðal innflutningi á erlendum hljómsveitum, tónleikahaldi og plötuútgáfu. - fb Læra umboðsmennsku í London Á LEIÐ Í STARFSÞJÁLFUN Guðný Lára Thorarensen er á leiðinni í starfsþjálfun til London ásamt Steinþóri Helga Arnsteinssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Ég man ekki nákvæmlega hvenær hann kom. Ætli það hafi ekki verið í kringum 2004, fljót- lega eftir að Emil, gamli heimiliskötturinn, dó. Sigríður Heiðberg var formaður Kattavina- félagsins þá og hún var svo hrifin af Bjarti að hún gerði hann að næsta heimilisketti. Hann hefur verið hér síðan og er mjög hress miðað við aldur,“ segir Petrún Sigurðardóttir, starfs- maður Kattholts, um heimilisköttinn Bjart, sem fagnaði fjórtán ára afmæli á fimmtudag og verður viðstaddur sýningu kynjakatta í dag þar sem hann safnar fé til styrktar Kattholti. Petrún lýsir Bjarti sem skemmtilegum og ljúfum ketti. Starfsfólk Kattholts kallar hann gjarnan „Skrifstofustjórann“ því hann eyðir stórum hluta dags á skrifstofu athvarfsins. „Þegar dyrabjöllunni er hringt er hann sá fyrsti til að heilsa upp á fólk. Hann stjórnar skrifstof- unni og er gjarn á að leggjast ofan á lyklaborðið þegar hann vill athygli. Þegar við erum ekki á staðnum umgengst hann aðallega hótelgestina okkar.“ Bjartur verður viðstaddur kynjakattasýn- inguna í dag og á morgun. Þar mun hann safna fé fyrir Kattholt, sem hefur átt í töluverðum fjárhagsörðugleikum undanfarna mánuði. „Hann verður þarna frá 10 til 17 og ætlar að safna peningum fyrir athvarfið með því að fá fólk til að borga 100 krónur fyrir að fá að klappa honum. Þetta ár hefur verið okkur sér- staklega erfitt og hingað koma margir ógeldir og ómerktir kettir. Það gengur betur að finna heimili fyrir kettlinga en eldri ketti. Við höfum reynt að brýna fyrir fólki að gelda dýrin svo hægt sé að koma í veg fyrir þessa miklu fjölg- un,“ segir Petrún að lokum. - sm Hundraðkall til að klappa kettinum Bjarti VINSÆLL Bjartur er heimilisköttur og andlit Kattholts. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Við vorum nokkrir félagar sem áttum þessa húseign og erum búnir að selja hana. Við áttum golfhermi saman inni í þessu húsi og spiluðum golf þarna og horfð- um á enska boltann. Það var nú ekkert merkilegra en það,“ segir Ragnar Gíslason, viðskiptafræð- ingur og löggiltur endurskoðandi. Hann var einn af eigendum hús- eignar að Nýbýlavegi í Kópavogi sem nú er til sölu hjá fasteigna- sölunni Miðbæ. Hún hefur vakið mikla athygli enda auglýst sem til- valin piparsveinaíbúð eða klúbbur fyrir „góðan hóp manna/kvenna“. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins festu Ragnar og félagar hans kaup á klúbbnum í gegnum félagið NY 19 ehf. á tímum góðærisins. Núna er það félagið Efniviður-Landmark ehf. sem á klúbbinn, en það er í eigu Magnúsar Einarssonar fasteigna- sala. Í lýsingu Miðbæjar segir að um 188,5 fermetra íbúð eða klúbb sé að ræða sem búið sé að innrétta á stórglæsilegan hátt. Steinteppi er á gólfum, veggir eru klædd- ir með viðarveggklæðningum og plexígleri, tvöfaldur ísskáp- ur með vínkæli er í eldhúsinu og baðherbergið klætt með granít. Eignin er skráð með 30 fermetra bílskúr en í dag er þar herbergi með golfhermi. Innréttingarnar, þar sem fjólu- blár litur kemur víða við sögu, hafa einnig vakið athygli. „Þær voru flottar og eru flottar,“ segir Ragnar um innréttingarnar. „Við sjáum ekkert eftir því. Við gerð- um þetta bara vel.“ Samkvæmt upplýsingum frá Miðbæ er vonast til að eignin seljist á um fjörutíu milljónir króna. freyr@frettabladid.is RAGNAR GÍSLASON: SPILUÐUM GOLF OG HORFÐUM Á ENSKA BOLTANN Fjörutíu milljóna klúbbhús frá góðærinu er til sölu KLÚBBHÚSIÐ Innréttingarnar eru „stórglæsilegar“ að mati Miðbæjar og telst eignin vera kjörin piparsveinaíbúð eða klúbbhús. Skipholti 29A / andartak@andartak.is / www.andartak.is / Ásdís 898 9830 / Guðrún 896 2396 MINDFULNESS (núvitund) gegn streitu með ÁSDÍSI OLSEN Nýtt 8 vikna námskeið hefst þriðjudaginn 9. okt. Einu sinni í viku frá 20.15–21.45. Verð: 24.500.- Mikil áhersla er lögð á hagnýtar æfingar og virkni þátttakenda. Námskeiðinu fylgir hugleiðsludiskur. Hugarró og vellíðan í staðinn fyrir áhyggjur og streitu ANDARTAK Jóga og hei l sustöð Geri hluti eins og nýja (úr hvaða efni sem er) Geri líka við málverk Jón Vilhjálmsson Sími 690-8069 Geymið auglýsinguna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.