Fréttablaðið - 25.10.2012, Qupperneq 4
25. október 2012 FIMMTUDAGUR4
Í frétt um Bakkavör, sem birtist í
Markaðnum í gær, kom fram að MP
banki hefði verið einn þeirra aðila
sem seldu nýverið hluti í félaginu. MP
banki kannast hins vegar ekki við að
hafa átt hluti í Bakkavör né að hafa
haft milligöngu um sölu á bréfum
í félaginu. Beðist er velvirðingar á
þessu.
Í sömu frétt kom fram að Guðmundur
Oddsson hefði tekið sæti í stjórn
Bakkavarar. Það er ekki rétt heldur
er það Guðmundur Ingvi Sigurðs-
son, lögmaður hjá Lex, sem situr í
stjórninni.
HALDIÐ TIL HAGA
DÓMSMÁL Aðalmeðferð fór fram í
gær í máli Más Ívars Henryssonar,
margdæmds manns, sem ákærður
er fyrir fjöldann allan af brotum,
meðal annars nokkrar árásir á lög-
reglumenn.
Málið var höfðað með þrem-
ur ákærum og einni framhalds-
ákæru að auki. Ákæruliðirnir
snúa að hylmingu yfir þjófnaði,
fíkniefnabrotum, líkamsárásum
og fimm árásum á lögreglumenn.
Ein árásin var sýnu alvarlegust, en
þá kýldi hann í gegnum glugga á
salernishurð á lögreglustöð og við
það fóru glerbrot í augu varðstjóra,
sem hlaut af varanlegan skaða á
auga og sjón.
Már Ívar hefur sætt gæsluvarð-
haldi vegna málanna síðan í fyrri
hluta september. Í varðhalds-
úrskurði sem var kveðinn upp yfir
honum 11. september kemur fram
að einnig sé til rannsóknar grunur
um mjög gróft heimilisofbeldi hans
gegn þáverandi unnustu sinni.
Samkvæmt úrskurðinum er
hann grunaður um að hafa slegið
hana með krepptum hnefa, kastað
henni utan í vegg og slegið höfði
hennar ítrekað í vegg þar til hún
missti meðvitund og við annað til-
efni hrint henni í gólfið, sparkað
ítrekað í hana, rifið gat á galla-
buxur hennar og rekið fingur upp
í leggöng hennar. Það síðastnefnda
flokkast sem nauðgun ef brotið
sannast.
Þessi ofbeldisverk eru hins
vegar ekki meðal ákæruatriðanna
sem réttað var vegna í gær. Sam-
kvæmt upplýsingum Fréttablaðs-
ins þótti ákæruvaldinu málið ekki
fullrannsakað og vísaði því til baka
til frekari meðferðar. Unnustan
mun hafa í huga að draga kærur
sínar til baka, en ekki liggur fyrir
hvers vegna. - sh
Margdæmdur maður fyrir dómi vegna ítrekaðra og alvarlegra árása á lögreglumenn auk annarra brota:
Heimilisofbeldismál sent aftur í rannsókn
LÖGREGLUSTÖÐIN VIÐ HVERFISGÖTU
Hér braut Már rúðu þannig að gler fór í
auga lögreglumanns. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
SJÁVARÚTVEGUR Hafrannsókna-
stofnun hefur gert það að tillögu
sinni að heimila rækjuveiðar í
Skjálfanda og Arnarfirði. Þetta er
niðurstaða Hafró eftir að árlegri
stofnmælingu á rækju á grunn-
slóð vestan- og norðanlands lauk.
Könnuð voru sex svæði: Arnar-
fjörður, Ísafjarðardjúp, Húnaflói,
Skagafjörður, Skjálfandi og Axar-
fjörður.
Í Skjálfanda var stofnvísitala
rækju yfir meðallagi og lagt til að
opnað yrði fyrir rækjuveiðar með
400 tonna aflamarki. Stofnvísi-
tala rækju í Arnarfirði var undir
meðal lagi en var hærri en haustið
2011 og lagt til að leyfðar verði
veiðar á 450 tonnum af rækju á
fiskveiðiárinu. - shá
Ástand rækju á grunnslóð:
Hafró mælir
með nokkurri
rækjuveiði
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
23°
18°
11°
8°
15°
18°
9°
9°
26°
14°
24°
17°
30°
5°
17°
19°
2°
Á MORGUN
6-10 m/s.
LAUGARDAGUR
8-13 m/s kólnandi.
-1
-3
-4
-2
1
1
-4
1
2
6
4 5
6
5
5
3
3
4
7
6
13
4
-5
2
2
5
4
4
4
3
7
6
UMHLEYPINGAR
Breytingar á morg-
un þegar gengur í
suðvestan átt og
þykknar upp um
vestanvert landið,
slydda í fyrstu
en síðan rigning.
Hlýnar smám
saman og vætu-
samt á laugardag
en fer kólnandi er
líður á daginn með
snjókomu norð-
austantil síðdegis.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
STJÓRNMÁL Kjördæmisþing Fram-
sóknarflokksins í Norðaustur-
kjördæmi tekur ákvörðun um það
um helgina hvaða leið verður farin
til að velja á framboðslista fyrir
næstu Alþingiskosningar.
Tveir gefa kost á sér í efsta sæti;
Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son, formaður flokksins, og Hösk-
uldur Þórhallsson, þingmaður
kjördæmis ins.
Ákveðið hefur verið að stilla upp
á lista í Norðvesturkjördæmi og
Reykjavíkurkjördæmunum. Sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
er ekki útilokað að tillaga um það
komi fram í Norðausturkjördæmi.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins eru Sigmundur og fylgis-
menn hans hlynntir því að tvöfalt
kjördæmisþing velji á lista. Í her-
búðum Höskuldur og hans fólks er
hins vegar vilji fyrir að fara í póst-
kosningu, samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins.
Sömu heimildir herma að von sé
á átakafundi um helgina. Stuðn-
ingsmenn Höskuldar telja hann
eiga mun meiri möguleika á sigri
því fleiri sem taka þátt. Höskuldur
nýtur mests stuðnings á þéttbýlasta
svæðinu, í kringum Eyjafjörðinn.
Sigmundur Davíð sækir hins
vegar meiri stuðning á Austur land.
Það var fyrir hvatningu þaðan að
hann ákvað að gefa kost á sér í for-
mannsembættið á sínum tíma og
hann var hvattur til að bjóða sig
fram í kjördæminu þá. Reykjavík
varð þó fyrir valinu „að sinni“ eins
og segir í yfirlýsingu hans.
Fréttablaðið hefur heimildir
fyrir því að slagurinn á milli þeirra
tveggja sé orðinn mjög harður.
Sumir líta á hann sem framhald af
átökum þeirra um formannsstólinn.
Stuðningsmenn Höskuldar reyna
að stilla málinu þannig upp að um
baráttu tveggja einstaklinga um
efsta sæti á lista sé að ræða og vísa
í rætur Höskuldar í kjördæminu.
Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs
vísa hins vegar í að það muni veikja
flokkinn mjög ef formaður lúti í
lægra haldi.
Kjördæmisþingið um helgina
verður því að sumu leyti mæling á
styrk þeirra innan stofnana flokks-
ins. kolbeinn@frettabladid.is
Tekist á um hve margir fá
að velja á framboðslista
Búast má við deilum hjá Framsóknarflokknum í Norðausturkjördæmi um helgina um hvernig valið verður
á framboðslista. Póstkosning og tvöfalt kjördæmisþing líklegustu leiðirnar. Átökin um efsta sætið harðna.
FORMANNSKJÖR Höskuldur, Sigmundur Davíð og Páll Magnússon buðu sig allir fram til formanns árið 2009. Sumir heimildar-
manna blaðsins líta á slaginn í Norðausturkjördæmi sem framhald af þeirri baráttu. FRÉTTBALAÐIÐ/ANTON
Miðstjórn Framsóknarflokksins
samþykkti samræmdar fram-
boðsreglur í maí og eru fimm
leiðir færar til að velja á lista:
■ Póstkosning
■ Lokað prófkjör
■ Tvöfalt kjördæmaþing
■ Uppstilling
■ Opið prófkjör
Framboðsleiðir
GENGIÐ 24.10.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
225,0384
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
125,91 126,51
201,58 202,56
162,89 163,81
21,835 21,963
21,904 22,034
18,804 18,914
1,5776 1,5868
193,39 194,55
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
Vegna fréttar um gagnrýni for-
stöðumanns húsafriðunarnefndar á
byggingu Þorláksbúðar við Skálholt,
sem birtist í blaðinu á þriðjudag,
skal áréttað að menntamálaráðherra
hafnaði ekki friðun í Skálholti heldur
skyndifriðun. Friðunarferli mun í
gangi en skyndifriðun hefði haft í för
með sér að framkvæmdir hefðu verið
stöðvaðar.
NÝ
KILJA
atkvæði skildu Sigmund Davíð og Höskuld að í
formannskjöri. Sigmundur fékk 449 atkvæði en
Höskuldur 340.
109