Fréttablaðið - 25.10.2012, Síða 28

Fréttablaðið - 25.10.2012, Síða 28
| FÓLK | 4TÍSKA Hugmyndin að barnafötunum hafði lengi kraumað í mér. Ég fékk síðan Lindu Ólafsdóttur til að teikna munstrið á fötin en uglu- munstrið teiknuðu stelpurnar í Hnossi fyrir mig. Samstarf okkar Lindu hófst á HönnunarMars í fyrra og hlutirnir hafa gengið hratt fyrir sig. Fyrstu flíkurnar verða sýndar núna á sýningu Handverks og hönnunar eftir viku,“ segir Brynja Emilsdóttir, textíl- og fatahönnuður, sem hannar undir merkinu Besla. Nýja barnafatalínan er upp í stærð 110 og er unnin í Indlandi úr lífrænni bómull. Merkimiðarnir á flíkunum eru úr endurunnum pappír, en endurvinnsla einkennir verk Brynju að miklum hluta. Í haust sýndi Brynja meðal annars sumar kápur úr gardínuefni á handverks- markaðnum á Hrafnagili í Eyjafirði og nú hafa bæst við vetrarkápur úr íslenskri ull. „Mér áskotnaðist íslenskt ullarefni frá Ístex sem ég nýti í kápurnar. Gegnum árin hafði safnast að mér mikill lager af alls konar efnum svo ég hef úr nógu að vinna. Með þessu verða aldrei mörg eintök eins.“ Brynja starfaði sem fatahönnuður hjá Zo-on um tíma og hefur einnig hannað kvenfatnað undir eigin merki. Hún sneri sér að barnafatnaði fyrir fjórum árum og segir það eiga vel við sig. „Ég byrjaði í barna- og krútt- pælingum þegar ég eignaðist dóttur mína. Hún hefur auðvitað áhrif á hönnunina og þeir hlut- ir sem henni finnast skemmti- legir. Ég uppgötvaði til dæmis að það er mjög mikilvægt að geta snúið sér í hringi í kjól svo pilsið lyftist út. Ég hannaði kjóla í rauninni bara fyrir hana,“ segir Brynja. „Það er skemmti- legt að hanna á börn. Ég get leyft mér meiri litagleði og það á hug minn allan núna.“ En hvernig gengur að starfa sem fatahönnuður á Íslandi? „Ég verð ekkert rík af þessu,“ segir Brynja hlæjandi. „En þetta gengur samt, með hænuskrefum. Aðalmálið er að hafa ástríðuna fyrir þessu.“ ■ heida@365.is NÝTT FRÁ BESLA ÍSLENSK HÖNNUN Brynja Emilsdóttir, textíl- og fatahönnuður, sýnir nýja barnafatalínu á sýningu Handverks og hönnunar í Ráðhúsi Reykjavíkur. HANNAR FYRIR BÖRN Brynja Emils- dóttir textíl- og fata- hönnuður sýnir nýja barnafatalínu á sýningu Handverks og hönnunar í Ráðhúsinu dagana 1. til 4. nóvember. MYND/ANTON LÍFRÆN BÓMULL Nýja línan er framleidd á Indlandi úr líf- rænni bómull. Linda Ólafs- dóttir teiknaði munstrið. MYND/JENNÝ GUÐMUNDS- DÓTTIR ENDURVINNSLA Brynja sýndi kápur úr gardínuefnum í haust. Nú hafa ullarkápur bæst við. MYND/JENNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR KONUR Í BUXUM Ekki er svo ýkja langt síðan konur fóru að ganga í buxum í hinum vestræna heimi án þess að það þætti óeðlilegt eða væri jafnvel bannað. Það var í raun ekki fyrr en eftir seinni heims- styrjöldina sem buxur fóru að festast í sessi sem tísku- fatnaður fyrir konur. Þegar eiginmennirnir voru að heiman að berjast á vígvellinum unnu konurnar í verksmiðjum og fóru þá í buxur af körlunum. Það þótti í lagi þar sem um vinnu- fatnað var að ræða. Smátt og smátt trosnuðu þær buxur og fór þá eftirspurn eftir buxum á konur að aukast. Í lok 1944 hafði sala á kvenmannsbuxum í Bretlandi aukist fimmfalt frá því árið áður. Upp úr 1970 urðu buxnadragtir svo tískuvara fyrir konur. Þær hlutu þó ekki algilt samþykki og var konum til dæmis bannað að ganga í þeim á Banda- ríkjaþingi fram til ársins 1990. MEGA lagersala- lokadagar Við erum á Facebook Kjólar, peysur, toppar, bolir 3.000 kr Leðurlíkisjakkar, buxur, kjólar 5.000 kr Skokkar áður 16.990 nú 7.990 Árshátíðarkjólar áður 24.990 nú 7.990 VETRARDAGAR Parísartízkan, Skipholti 29b, Sími 551 0770 15% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM ÚTVARPS- STÖÐVAR Í BEINNI5 FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.