Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.10.2012, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 25.10.2012, Qupperneq 30
KYNNING − AUGLÝSINGHillur & skápar FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 | Umsjónarmenn auglýsinga: Elsa Jensdóttir elsaj@365.is sími 512 5427 | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Auk hillukerfa býður Ísold ehf. upp á sérsmíðaðar lausnir. MYND/GVA Ísold ehf. sérhæfir sig í hillukerf-um og verslunar innréttingum. Að sögn Kristins Gests sonar framkvæmdastjóra hefur starfs- fólk f yrirtækisins miðlað af reynslu sinni og þekkingu á hillu- kerfum og verslunarinnrétting- um til viðskiptavina sinna síðustu tuttugu ár. „Við höfum lagt aðaláherslu á innflutning og sölu á hillukerfum í hæsta gæðaflokki frá Metal sistem til bæði fyrirtækja, stofnana og einstaklinga,“ segir Kristinn. „Viðskiptavinir okkar og jafnvel keppinautar hafa haft það á orði að þessar hillur sé að finna víðast hvar á landinu. Hillurnar frá Metalsistem eru afar auðveldar í uppsetningu, þar sem þær eru skrúfulausar og þarf einungis að smella þeim saman. Þær bjóða upp á mikla burðargetu og langa endingu. Auk hillukerfa býður Ísold ehf. upp á sérsmíðaðar lausnir og ýmsa aðra vöruflokka, eins og til dæmis stálskápa, verslunarinnréttingar, plastkassa, brettatjakka, lyftu- og hjólaborð og margt fleira. Við bjóðum fyrirtækjum og ein- staklingum upp á fría ráðgjöf og komum með tillögur að heildar- lausnum sem miðaðar eru við þarfir hvers og eins.“ www.isold.is Sterkir í hillukerfum í yfir tuttugu ár Fyrirtækið Ísold ehf. var stofnað árið 1992 og er starfrækt í dag í rúmgóðum húsakynnum að Nethyl 3-3a, í Reykjavík. Þá býður fyrirtækið upp á sérsmíði. DÚKKUHÚS ÚR HILLUM Gamlar hillur má nýta til ýmissa hluta. Það er upplagt að nota eldri hill- ur sem hætt er að nota og búa til úr þeim dúkkuhús fyrir yngstu börnin. Það dugar að nota eina hillu en ef tvær eins hillur eru til á heimilinu má tengja þær með tveimur lömum og búa til sannkallað stórhýsi. Hver hilla myndar nýja hæð í húsinu og ákvarðar stærð hússins. Mesta vinnan liggur í því að mála veggina. Það er upplagt að þekja veggi heimilisins með ólíkum litum eða veggfóðri og þá er um að gera að leyfa hugmynda- fluginu að njóta sín. Ein hæðin gæti innihaldið ljósan lit, önnur gæti haft veggfóður úr gömlum efnisbútum og svo má skreyta barnaherbergin með ýmsum dúllum. Á hverja hæð er upplagt að útbúa glugga, annað hvort með því að saga þá út (sem er meira mál) eða einfaldlega mála þá á vegginn. Að sama skapi er hægt að bæta við hurðum, málverkum, stiga og ýmsum stærri heimilistækjum á veggi hússins. Svo heimilið standi ekki autt má fylla húsið með þeim litlu húsgögnum sem börnin eiga úr öðrum leiktækjum og tilvalið er að virkja afa og ömmu til að föndra fallega hluti í nýja húsið. Íbúar dúkkuhússins þurfa auðvitað ekki að vera dúkkur. Playmobil-karlar kunna vel við sig í slíkum húsum og allar þær litlu verur sem búa í barnaherbergjum landsins. Bergrún Íris bjó til dúkkuhús úr hillu, sjá nánar á www.bergruniris.com. ÍSLENSKAR HIRSLUR Föt þarf ekki alltaf að hengja inn í skáp og þau geta verið til prýði hangandi uppi á vegg. Þá geta sjálfar hirslurnar einnig verið til prýði og sum herðatré ætti ekki að loka inni. Íslenskir hönnuðir hafa verið duglegir að hanna fallegar og hentugar hirslur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.