Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 44
25. október 2012 FIMMTUDAGUR28 28 menning@frettabladid.is Bækur ★★★★ ★ Milla Kristín Ómarsdóttir JPV-útgáfa 2012 Þunglyndislyf á þrjú hundruð síðum Bók Kristínar Ómarsdóttur um Millu er mög lokkandi fyrir augað, silfruð og fjólublá á lit. Aðalsögupersónan er líka aðlaðandi manneskja, þótt hún sé þunglynd og hafi ekki alveg gert það upp við sig hvort hún vilji lifa mikið lengur. Sögusviðið er Reykjavík á vordögum árið 2001. Milla er 21 árs gömul og starfar sem bókavörður. Hún er fengin til að sinna óvenjulegu skrásetningar- verkefni fyrir hina velstæðu Ernu Amelíu Friðriksdóttur, en verkefnið ber heitið Safnið um hina venjulegu íslensku fjölskyldu í lok tuttugustu aldar. Milla vinnur verk sitt af kostgæfni þó að Erna Amelía reynist ætla henni stærra hlut- verk en ráðgert var í fyrstu. Það sem á huga söguhetjunnar allan er sambandið við Maríu. Það er ástríðufullt og yndislegt, en líka erfitt og þráhyggjukennt og það er ansi tvísýnt hvort Milla muni ná að halda ástinni sinni hjá sér. Hún leitar mikið til móður sinnar og er sífellt að skrifa ömmu sinni bréf, en fær af einhverjum ástæðum engin svör. Margar skringifrásagnir af upplifunum Millu er að finna í bókinni og þær gera hana einkar skemmtilega aflestrar. Eins og alltaf í texta Kristínar Ómars- dóttur er einhver skratti í stílnum, sem kitlar hláturtaugarnar (og raunar ýmsar aðrar taugar í leiðinni). Munúðarfullar lýsingar á kynlífi og mat draga lesandann til sín: María bítur í kókosbolluna, augnlokin víbra eða titra, varirnar verða blíðari en barns sem þekkir aðeins bragð brjóstamjólkur. Kókosbollan hverfur ofan í magann, varirnar skjálfa og lófar mínir nema skjálftann í iljunum, um líkama hennar fara kippir áður en hún opnar augun og grípur í fót minn. (14) Eins og kókosbolluát sé ekki nægilega forboðið, þá taka Milla og ástkona hennar yfirvegaða ákvörðun um að byrja að reykja og bera sig æði nautna- lega að því banvæna sporti, því „lífið verður að vera áhættunnar virði“. Milla er þroskasaga ungrar stúlku sem reynir að finna sína fjöl. Hún glímir við ástina og þuglyndið, þá ólseigu fjára, en sinnir líka þeim mörgu hlut- verkum sem lífið færir manni. Er starfsmaður, dóttir, barnabarn og vinkona þó að hún hafi ekki fyllilega ákveðið hvort hún vilji sinna þeim hlutverkum eða stytta sér leið út úr þessum heimi. Niðurstaða: Skemmtileg, frumleg og fagurlega skrifuð. Bætir, hressir og kætir. Myndlist ★★★★ ★ Hafnarhúsið, Listasafn Reykjavíkur HA Sara Björnsdóttir – Sýningar- stjóri Hanna Styrmisdóttir. Titillinn HA er að ég best veit dreginn af fyrstu stöfunum í orð- inu Hafnarhúsið, og ekki hugsað- ur með sérstaka aðra þýðingu, þó draga megi af honum ályktanir, sérstaklega ef maður leyfir sér að bæta t.d. upphrópunar- eða spurn- ingarmerki við fyrir aftan. Verkið, og rýmið, er hljóðlaust fyrir utan lágvært suð úr níu skjá- vörpum sem sjá um að birta verkið á þremur veggjum salarins – mynd- bönd af rýminu sjálfu sem varpað er með handahófskenndum hætti á veggina. Um er að ræða al-innsetningu. Verkið snýst um rýmið sem það er sýnt í og dregur þannig til sín hvert einasta mólekúl í salnum, áhorfand- ann líka, þegar hann er á svæðinu. Síðasta verk af þessu tagi sem ég man eftir að hafa séð í þessu sama rými var verk Ólafs Elías- sonar Frost Activity árið 2004, en þar tók verkið allt rýmið með sér og áhorfendur líka. Gólfið var þá alsett stuðlabergsmynstri og loftið var einn stór spegill. Rétt eins og nú voru engir list- hlutir í rýminu og áhorfandinn gat reikað um salinn og upplifað verkið frá mismunandi sjónarhornum. Annað dæmi um svona verk er verk breska Turner-verðlauna- hafans Martins Creed, Verk nr. 227: The Lights Going On and Off, en verkið var nákvæmlega það sem titillinn gefur til kynna, að ljósið í rýminu, sem var tómt að öðru leyti, kviknaði og slökknaði á víxl. Í innsetningu sem þessari er salurinn tómur, en samt fullur, og misbjagaðar myndirnar af rým- inu í HA hafa skynræn og líkam- leg áhrif á mann. Það er til dæmis ekki laust við að maður fái létta sjó- veikistilfinningu á stundum. Rýmið kallast í sífellu á við sjálft sig, oft líður manni eins og í speglasal þar sem spegill speglast í spegli. Þetta er afar stílhreint verk, eins konar nýtísku Op-verk. Ef maður þekkir fyrri verk Söru af svipuðum toga þar sem hún kemur sjálf fram í gjörningi, þá er ekki laust við að maður sé allt- af ómeðvitað að búast við henni, eða öðrum manneskjum, að gægj- ast fram undan súlu eða innan úr skoti, og eiga þannig samskipti við áhorfandann og rýmið, þó maður viti fyrirfram að það er ekki raun- in í þessu verki. Fjarveran spilar því rullu í upplifuninni. Myndirnar í salnum í Hafnarhús- inu skekkjast og bjagast, rýmið kút- veltist um sjálft sig þegar myndum er kastað hverri ofan á aðra. Stund- um er þetta eins og að vera stadd- ur í gamalli svarthvítri film-noir bíómynd, enda er rýmið nær alveg svarthvítt og myndböndin þar af leiðandi líka. Myndböndin virðast hafa verið tekin upp með gluggahlerana í saln- um opna, til að leika með ljósið, en sýningin fer fram með hlerana lok- aða, sem er auðvitað praktískara. Hitt hefði þó hugsanlega náð að leika sterkar með tímaelementið í verkinu; erum við stödd í fortíð eða nútíð, í beinni útsendingu jafnvel, er verið að rugla okkur í rauntíma- ríminu… Ef það var eitthvað sem trufl- aði sýningarupplifunina þá voru það súlurnar í salnum og tíðni myndbirtinganna, sem gerðu samt vissulega sitt í að auka á skynrænu áhrifin af verkinu. Þóroddur Bjarnason Niðurstaða: Stílhrein og falleg sýning sem á í samtali við áhorfandann og spilar á skynjun hans með margvís- legum hætti. Tómur en fullur salur INNSETNING „Í innsetningu sem þessari er salurinn tómur, en samt fullur.“ Á TÓNLEIKUM SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS í kvöld mun Rumon Gamba stjórna hljómsveitinni í Geysi Jóns Leifs, Hnotubrjóti Tsjajkovskíjs og Sinfóníu um franskan fjallasöng eftir Vincent d‘Indy. Fransk-kanadíski píanóleikarinn Louis Lortie er einleikari kvöldsins í verki d‘Indy. Tónlistarhátíðin Sláturtíð 2012 stendur yfir þessa dag- ana og er frítt á alla fimm viðburði hennar. Meðal atriða á Sláturtíð í ár eru samstarfs-og spunatónleikar Kristínar Þóru Haraldsdóttur víóluleikara, Charity Chan píanó- leikara og Ragnhildar Gísladóttur söngkonu í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi klukkan átta í kvöld. Við náðum tveggja mínútna spjalli við Kristínu Þóru í gær áður en hún skaust inn í tíma að kenna og spurðum beint: „Hvað er það sem þið Ragga og Charity ætlið að fara að fremja í Listasafninu? „Hm, það sem ég get sagt er að við erum að hittast til að spila saman í fyrsta skipti. Við höfum allar unnið við tónlist og það sem við gerum ein- kennist mikið af spuna en það er hugmynd aðstandenda Sláturs að henda okkur saman í tónleika og heyra hvað gerist.“ Mikið eruð þið hugaðar, eru fyrstu viðbrögð blaðamanns við þessum tíðindum. „Já, en þegar fólk hittist finnur það sér sam- eiginlegan flöt og fer að spjalla – það sama gerist í tónlist, við hljót- um að finna leið til að tala saman gegnum hana, eða við treystum því. Reyndar ætlum við að sjá hver framan í aðra í kvöld en erum ekki búnar að ákveða hvort við grípum í hljóðfærin.“ Kristín Þóra kveðst ekki vita hvort Ragga muni nota eitthvað annað en röddina sína en Charity noti hljóðfærið bæði á hefðbundinn og óhefðbundinn hátt og það sama eigi við um hana sjálfa. „Stundum notum við líka önnur instrúment og raddirnar,“ segir hún. „En í þessu tilfelli veit ég bara að ég kem með sjálfa mig og víóluna.“ Sláturtíð hófst í gær og stendur til laugardags. Tónleikarnir eru allir haldnir í Hafnarhúsi Lista- safns Reykjavíkur klukkan 20 en að auki verða sérstakir svefn- tónleikar aðfaranótt laugardags í Dansverkstæðinu, Skúlagötu 30 þar sem gestum er boðið að koma og upplifa tónlist í gegnum svefn og vöku frá miðnætti til morguns. Svo lýkur hátíðinni á kammerpartýs tónleikum á laugar- dagskvöldið. Nánar á http://slatur. is/slaturtid. - gun Tala saman gegnum tónlist KRISTÍN ÞÓRA VÍÓLULEIKARI „Það er hugmynd aðstandenda Sláturs að henda okkur saman í tónleika og heyra hvað gerist,“ segir hún um spunatónleika sína, Charity Chan og Röggu Gísla í Hafnarhúsinu í kvöld. Þriðja Goðheimabókin komin út Bættu henni í safnið!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.