Fréttablaðið - 25.10.2012, Page 50

Fréttablaðið - 25.10.2012, Page 50
25. október 2012 FIMMTUDAGUR34 bio@frettabladid.is 34 Finnska kvikmyndin Purge er frumsýnd í kvöld. Myndin er byggð á met- sölubókinni Hreinsun eftir Sofi Oksanen. Kvikmyndin Hreinsun er framlag Finna til Óskarsverðlaunanna í ár og er byggð á samnefndri met- sölubók höfundarins Sofi Oks- anen. Sagan segir frá Aliide og Zöru, sem hafa báðar upplifað ofbeldi og grimmd á ævi sinni en ætla sér að lifa af. Aliide Truu er gömul kona sem býr í litlu þorpi í Eistlandi. Dag einn finnur hún unga stúlku að nafni Zara liggjandi í garði sínum. Þótt Aliide sér tortrygg- in í garð stúlkunnar aumkar hún sig yfir hana og býður henni inn til sín. Það kemur í ljós að kon- urnar eru skyldar, Zara er barna- barn systur Aliide og var á flótta undan rússnesku mafíunni sem hafði selt hana mansali til Þýska- lands. Myndin segir tvær sögur; sögu Zöru og sögu hinnar ungu Aliide á tímum síðari heimstyrjaldar- innar. Ferðast er aftur til tímans fyrir stríð þegar Aliide og syst- ir hennar lifa áhyggjulausu lífi í eistneska þorpinu sínu. Þegar stríðið skellur á upplifir Aliide ýmsar hörmungar auk nauð- ungarflutninga Eistlendinga til Síberíu, grimmdarlegar yfir- heyrslur og dauðsföll. Oksanen lærði leikhúsfræði og var Hreinsun upphaflega skrifað sem leikrit sem sýnt var við gríð- arlegar vinsældir í finnska þjóð- leikhúsinu. Verkið var sett upp í Þjóðleikhúsinu árið 2011 við góðar undirtektir. Laura Birn og Liisi Tande- felt fara með hlutverk Aliide Truu á ólíkum æviskeiðum og Amanda Pilke leikur Zöru. Með önnur hlutverk í myndinni fara Peter Franzén, Krista Kosonen og Tommi Korpela. Leikstjóri myndarinnar er Antti Jokinen en hann skrifaði einnig handritið að myndinni ásamt Marko Leino. Myndin hlýtur fína dóma á vefsíðunni Imdb.com sem gefur henni 76 prósent af hundraði. FRAMLAG FINNA TIL ÓSKARSVERÐLAUNANNA Á HÆTTUTÍMUM Hin unga Aliide upplifir ýmsar hörmungar á stríðsárunum. Antti Jokinen er fæddur árið 1968 í Finnlandi. Hann leik- stýrði áður tónlistar- myndböndum fyrir tónlistarmenn á borð við Anastaciu, Celine Dion, Kelly Clarkson, Korn, Lordi, Nightwish, Shania Twain, Westlife og Wyclef Jean. Fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrði kom út árið 2009 og nefnist The Resident. Hilary Swank fór þar með aðalhlutverkið. LEIKSTÝRÐI CELINE DION Hugh Grant mun leika í nýrri rómantískri gamanmynd í leik- stjórn Marcs Lawrence. Grant og Lawrence hafa áður leitt saman hesta sína í myndunum Two Weeks Notice, Music and Lyrics og Did You Hear About the Morgans. Myndin, sem enn hefur ekki hlotið titil, segir frá Ray Michaels sem eitt sinn var eftirsóttur hand- ritshöfundur í Hollywood en er nú snauður, fráskilinn og óhamingju- samur. Hann tekur að sér að kenna ritlistartíma en fellur óvænt fyrir einum nemanda sínum. Næst verður hægt að berja Grant augum í kvikmyndinni Cloud Atlas sem frumsýnd verður í Bandaríkjunum í byrjun næsta árs. Hann mun einnig fara með hlutverk í þriðju kvikmyndinni um Bridget Jones en sú mynd hefur lengi verið í biðstöðu. Í gamanhlutverk Í GAMANHLUTVERK Hugh Grant mun bregða sér á kreik í nýrri gamanmynd. NORDICPHOTOS/GETTY MÍNÚTUR er lengd kvikmyndarinnar Hobbit: An Unexpected Journey. Leikstjórinn, Peter Jackson, lét hafa eftir sér að myndin væri ókláruð enn og því gæti lengd hennar eitthvað breyst. 160 Sambíóin frumsýna þrillerinn House at the End of the Street á föstudaginn. Hunger Games leik- konan Jennifer Lawrence leik- ur þar Elissu sem flytur í nýjan bæ ásamt móður sinni, leikinni af Elisabeth Shue. Hún kynnist Ryan, ungum strák úr næsta húsi, og þeim verður vel til vina. Systir Ryans hafði myrt foreldra þeirra nokkru áður en hann hafði komist undan árásinni. Elissa kemst þó að því sér til skelfingar að sög- unni er hreint ekki lokið. Heimildarmyndin Girl Model er fyrsta myndin sem verður sýnd á mánaðarlegum heimild- armyndakvöldum Bíós Paradís undir heitinu BÍÓ:DOX. Í mynd- inni er fyrirsætubransinn skoð- aður og varpað er ljósi á ólíkar útgáfur þess raunveruleika sem ungu stúlkurnar sem starfa í honum upplifa. - trs Þriller og fyrirsætur EKKI ALLT SEM SÝNIST Jennifer Lawrence og Max Thieriot fara með aðalhlutverkin í þrillernum House at the End of the Street. Dalahringur er bragðmildur hvítmyglu- ostur. Lögun ostsins gerir það að verkum að hann þroskast hraðar en aðrir sam- bærilegir mygluostar á markaðnum. Gríptu með þér Dalahring í næstu verslun. H V ÍT A H Ú SI Ð / SÍ A

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.