Fréttablaðið - 24.11.2012, Síða 81

Fréttablaðið - 24.11.2012, Síða 81
1985 1995 2012 – 1994 2002 – 20121984 bls 3 Árið 1995 tekur eignarhaldsfélagið Versicherungs- kammer Bayern við af Bayerische Versicherungs- kammer. Heinz Prokop, fyrsti stjórnarformaður hins nýja eignarhaldsfélags, stendur frammi fyrir því verk- efni að leiða hina nýju eigendur inn á frjálsan markað og tekst honum það frábærlega. Eins og Rudolf Herrgen hálfri öld fyrr endurreisir Prokop fyrirtækið þó að grundvöllur og aðstæður séu aðrar. Að lokinni einkavæðingu hinna opinberu tryggingafélaga tekur hann það skref að endurskipuleggja Versicherungs- kammer Bayern og byggja upp samkeppnishæft, skilvirkt og nútímalegt fyrirtæki. Heinz Prokop fylgir þar fyrst og fremst þeirri áætlun að gerast „trygginga- veitandi landsvæðisins“. Hæfni, nálægð við viðskipta- vini og leiðandi markaðsstaða eru þá sem nú mikilvægir þættir í árangri Versicherungskammer Bayern. Á næstu árum sameinar Prokop allar hliðargreinar undir þaki eignarhaldsfélagsins Versicherungskammer Bayern og setur undir eina og sömu stjórn. Þetta eignarhaldsfélag er eigandi að hlutum í öllum fyrrverandi félögum í Bayerische Versicherungskammer sem í millitíðinni hefur verið breytt í hlutafélög. Með stofnun baktryggingafélagsins Versicherungskammer Bayern Konzern-Rückversicherung AG með þátttöku Bayern-Versicherung er endurskipulagningin full- komnuð árið 1999. Sama ár ákveða stjórnir Bayerische Beamtenkrankenkasse AG og Union Krankenversicherung AG að sameina félög sín undir eignarhaldsfélagið Zwischenholding Consal Beteili- gungsgesellschaft AG. Haglélið mikla Tuttugasta og fyrsta öldin Tölvuöldin gengur í garð Með bjartsýni inn í framtíðinaSamsteypa tekur á sig mynd Yfirtaka Sparkassen-FinanzgruppeÞann 12. júlí 1984 gerði mikið haglél í München. Í þessu tiltölulega skammvinna óveðri sló niður af himni haglkúlum sem sumar voru á stærð við tennisbolta og ollu gríðarlegu tjóni. Þetta kom illa niður á Bayerische Versicherungskammer sem sá um tryggingar á svæðinu af völdum slíks tjóns. Vikum saman stóðu raðir bíla fyrir utan tjónahrað- þjónustudeild fyrirtækisins sem allir báru ein- kenni sem í gríni voru kölluð „Munich-Design“ – eða beyglur af völdum haglkúlna. Í samræmi við slagorðið „Stöðnun er afturför“ leikur Versicherungskammer Bayern stórt hlutverk á nýrri öld og heldur sterkri stöðu sinni á markaðnum. Árið 2002 nær félagið að stækka hlut sinn í Saarland Versicherungen í 51,1%og verður meirihlutaeigandi. Með þessu er lagður grunnur að því nána samstarfi sem nú er við Saarland. Tveimur árum síðar kaupir félagið Feuersozietät Berlin Brandenburg Versicherung AG og Öffentliche Lebensversicherung Berlin Brandenburg. Árið 2005 bætist við Ostdeutsche Versicherung AG (OVAG). VKB-samsteypan einnig leitað út fyrir landsteinana hin síðustu ár eftir að hún stofnaði líf- og fjöltjónatryggingu í Ungverjalandi og er hún líka með ráðgjafafyrirtækið Sparnað sem er umboðsaðili okkar á Íslandi. Alþjóðleg starfsemi þessi er hluti af vaxtaráætlun sem byggist á því að vinna með sterkum sam- herjum að því að nýta enn frekar og rækta hefðbundna styrkleika fyrirtækisins. Frá því í janúar 2005 heldur sextándi stjórnarformaður fyrirtækisins, Friedrich Schubring-Giese, um þræði Versicherungskammer Bayern og Holding VKB. Hans vandasama hlutverk er að leiða samsteypuna fram á veginn á þröngu einstigi á milli hefðar og nútíma. Í upphafi tíunda áratugarins taka markaðsaðstæður að gjörbreytast vegna opnunar hins evrópska markaðar. Niðurfelling einkaleyfis á brunabótasviði felur í sér nýjar áskoranir bæði fyrir starfsmenn og stjórnendur fyrirtækisins. Þegar ríkisstjórn Bæjaralands ákveður árið 1992 að draga sig út úr fyrirtækjarekstri og selur loks 1994 Bayerische Versicherungskammer er lagt út á nýja braut. Kaupendur eru Bayerische Sparkassen- und Giroverband (Sparisjóðasamband Bæjaralands) auk Sparkassen- und Giroverband Rheinland-Pfalz fyrir deildir í þýska sambandslandinu Pfalz. Kaup þessi eru stærstu viðskipti 104 sparisjóða Bæjaralands fram að þeim tíma. Versicherungskammer Bayern er sterkt félag sem sinnir viðskiptavinum sínum á vinsamlegan og traustan hátt. Á aðalviðskiptasvæðum sínum, Bæjaralandi og Pfalz, er fyrirtækið vinnuveitandi u.þ.b. 6.500 starfsmanna og stuðlar því á marga vegu að velferð íbúanna. Þar við bætast fjölmargir sjálf- stæðir ráðgjafar auk þjónustufulltrúa í bönkum og sparisjóðum. Fyrirtækið hefur áfram metnaðarfull áform fyrir framtíðina Annars vegar er stefnt að aukinni og enn betri samvinnu á milli tryggingafélaga í öllum hlutum Þýskalands. Hins vegar fjárfestir fyrirtækið í framtíðinni: sólar- orkustöðvar, orkusparandi hús, endurvinnanleg orka – mikil áhersla á loftslagsvernd. Síðast en ekki síst leggur fyrirtækið áherslu á að tryggingar eiga líka að vera á færi hins almenna borgara, ekki bara hinna ríku. Allt er þetta í samræmi við einkunnarorðin: „Við sinnum öryggi þínu eins og væri það okkar eigið, í gær, í dag og á morgun.“ Þetta ár setti fyrirtækið upp stafræna stjórn- stöð sem var hátæknileg á mælikvarða þess tíma. Til að skapa pláss fyrir stjórnstöðina var rifið niður gamalt myglusýkt hús á baklóð stofn- unarinnar. Þar var jafnframt tekin upp vinsæl þýsk sjónvarpsþáttaröð um Meistara Eder og álfinn hans. En hrekkjóttum álfinum úr þáttunum var alltaf kennt um tölvubilanir sem áttu sér stað á svæðinu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.