Fréttablaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 2
29. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- ness dæmdi í gær 29 ára mann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vopnalagabrot, brot gegn valdstjórninni og hylmingu. Sérsveit lögreglu réðst inn á heimili mannsins í Keflavík í lok febrúar eftir að tilkynningar höfðu borist um einkennilegt háttalag hans á Facebook. Þar hafði hann birt myndir af sér vopnuðum og látið í veðri vaka að íbúð hans væri tengd sprengju. Á heimili mannsins fundust hníf- ar, hlaðin kindabyssa, heimatilbúin rörasprengja og gaskútar sem hann hafði ýjað að að hann hygðist nota til sprengjugerðar. Maðurinn er dæmdur fyrir að eiga vopnin og að ógna lögreglu- mönnunum með hníf. Þó er tekið fram að hann hafi verið nývakn- aður og dauðhræddur og komist í ákafa geðæsingu þegar lögreglu- mennirnir réðust inn, grímu- klæddir og vopnaðir. Það skuli virða honum til refsilækkunar. Þá er hann dæmdur fyrir hylmingu, með því að eiga þjófstolna byssu. Verjandi mannsins sagði við aðalmeðferðina að lögregla hefði farið offari við rannsóknina og að hann hefði verið meðhöndlaður eins og fjöldamorðinginn Anders Breivik. Dómurinn er sammála þessu upp að vissu marki, og segir „aug- ljóst […] að miklu meira hafi verið lagt í rannsókn málsins en hátt- semi ákærða gaf tilefni til,“ segir í dómnum. „Þessu til stuðnings bendir dómari sérstaklega á rann- sókn á skrifum og hugarórum ákærða sem ekki hafa nein tengsl við þá háttsemi sem hann er ákærð- ur fyrir.“ Vegna þessa er hann aðeins dæmdur til að bera þriðjung sakarkostnaðarins. - sh Meðhöndlaður eins og Anders Breivik en fær aðeins skilorðsbundinn dóm: Lögreglan rannsakaði of mikið ÚR DÓMSAL Maðurinn sætti varðhaldi í tvo mánuði en fékk aðeins skilorðs- bundinn dóm. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BANDARÍKIN, AP Kraftlyftingakappinn Mústafa Ismaíl frá Egyptalandi stendur í ströngu um þessar mundir en hann bíður þess að heyra frá forsvarsmönnum heimsmetabókar Guinness hvort risavaxnir upp- handleggir hans fáist viðurkenndir sem heimsmet. Ummál þeirra er um 79 sentímetrar, sem jafngildir mittismáli á grönnum karlmanni. Ismaíl, sem segist kallaður hinn egypski Stjáni blái, borðar gríðarlegt magn af mat til að byggja sig upp, en þó ekki spínat. Honum er legið á hálsi að hafa notað bellibrögð eða ólögleg efni til að ná þessu marki, en hann neitar því. Guinness er að rannsaka málið, en ekki er víst hvenær niðurstöðu er að vænta. - þj Mústafa Ismaíl vill upphandleggina í metabækur: Kallaður hinn egypski Stjáni blái TEKIÐ Á ÞVÍ Mústafa Ísmaíl er með sverustu upphandleggi í heimi. Ummál þeirra er 79 sentímetrar sem jafngildir mittismáli grannvaxins karlmanns. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ➜ Vill skaðabætur Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi sprengjumannsins, segir dóminn viðunandi. „Að öllum líkindum mun hann fara fram á skaðabætur út af gæsluvarð- haldsvist í tvo mánuði,“ bætir Guðmundur við. Jóhanna, er ekki bara komið „go to gate“ fyrir geiturnar? „Nei, close the gate!“ Jóhanna Þorvaldsdóttir geitabóndi gagn- rýnir stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum íslenska geitastofnsins jafnvel þótt stofninn sé svo fáliðaður að hann sé í útrýmingar- hættu. SAMGÖNGUR Nærri fjörutíu þúsund farþegar að meðaltali notuðu þjón- ustu Strætó á hverjum degi í októ- ber. Daglegum farþegum fjölgaði að meðaltali um 4.264 á virkum dögum frá því síðast var talið í október í fyrra. „Ef öll þessi innstig yrðu á sama tíma á deginum þyrfti um 47 strætisvagna til að flytja þá farþega,“ segir í skýrslu um far- þegatalningu Strætó í október. Samtals voru farþegar Strætó nú í október 1.015.172 og hafði fjölgað um 11,9 prósent frá í fyrra. Mun það vera í fyrsta skipti sem farþegar Strætó eru fleiri en ein milljón í október. Þessar tölur byggja á ítarlegri talningu á far- þegum í og úr hverjum vagni við allar biðstöðvar í október. „Það er því ljóst að íbúar höf- uðborgarsvæðisins eru aftur að svara ákalli eigenda Strætó bs. um aukna notkun og er því óhætt að segja að boltanum sé áfram varpað yfir til eiganda Strætó bs. að svara ákalli um aukna þjón- ustu og þá kannski helst í fleiri og stærri vögnum,“ segir í skýrsl- unni. Strætó gerir einnig svokallaða greiðslugreiningu á farþegafjöld- anum alla mánuði ársins. Í skýrsl- unni kemur fram að þessi grein- ing staðfesti sömu þróun og sýni samtals 14,1 prósents aukningu farþega það sem af er árinu. „Ef fram fer sem horfir mun Strætó bs. flytja rúmlega tíu milljónir farþega í ár,“ segir í skýrslunni. Fjölgunin er að hluta til sögð hafa verið fyrirsjáanleg þar sem þjónustan var aukin með fleiri Farþegum fjölgaði um 47 vagna á dag Strætó segir farþegum hafa fjölgað um 12 prósent milli ára. Í október tóku 4.264 fleiri strætó á virkum dögum en í október í fyrra. Sá fjöldi fyllir 47 strætisvagna. Oft þurfti að skilja farþega eftir á tveimur leiðum. Strætó segir enn sóknarfæri. OKTÓBER 2011 393 vagnar af farþegum á virkum degi OKTÓBER 2012 440 vagnar ferðum og aukinni tíðni. Þrátt fyrir að Strætó hafi bætt við svo- kölluðum liðvögnum hefur flutn- ingsgetan ekki annað eftirspurn á sumum leiðum á háannatímum. Bæði leið 1 og 6 hafi iðulega þurft að skilja farþega eftir þar sem vagnarnir voru fullir. „Það að farþegum er enn þá að fjölga mest á háannatíma er farið að valda verulegum vandræðum, einkum vegna þess hversu mikinn vagnafjölda þarf að senda auka- lega í akstur á morgnana og nú einnig seinnipart dags,“ segir í skýrslu Strætó. Af einstökum leiðum má nefna að aukningin nú í október var 51 pró- sent í innanbæjarakstri Strætó í Hafnarfirði. Er það þakkað breyttu leiðakerfi þar í samvinnu við bæj- aryfirvöld. Rúmlega 100 prósenta aukning hefur verið hjá leið 18 á síðustu tveimur árum. Sá vagn ekur í Grafarholt og hefur verið tengdur Grafarvogi og Mosfellsbæ auk þess sem aksturstíðnin hefur verið aukin. gar@frettabladid.is Leið 1 Leið 2 Leið 3 Leið 4 Leið 5 Leið 6 Leið 11 Leið 12 Leið 13 Leið 14 Leið 15 Leið 17 Leið 18 Leið 19 Leið 23 Leið 24 Leið 26 Leið 28 Kópav. Hafnarfj. 24,31% -12,50% 66,6% 5,03% 1,49% 18,22% 1,99% 19,73% 49,47% 23,69% 35,18% 7,69% -1,51% 24,85% 25,39% 1,70% 21,95% 51,19% 5,73% 10,79% 14,1% aukning farþega það sem af er árinu. BRUSSEL Evrópusambandið hefur tilnefnt Maltverjann Tonio Borg í embætti framkvæmdastjóra heilbrigðismála. Hann tekur sæti landa síns, Johns Dalli, sem þurfti að segja af sér vegna spill- ingarmála. Náinn samstarfsmaður Dallis var staðinn að því að bjóða sænsku tóbaksfyrirtæki fund með framkvæmdastjóranum gegn greiðslu. Borg, sem er skipaður til loka október 2014, hefur þvert á móti gefið fyrirheit um að herða enn á tóbakslöggjöfinni. - þj Nýr heilbrigðisstjóri hjá ESB: Borg í stað hins spillta Dallis DÓMSTÓLAR Í fangelsi fyrir kókaínsmygl Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 47 ára mann í fimm mánaða fangelsi fyrir að flytja til landsins 120 grömm af kókaíni innvortis frá Kaupmanna- höfn. Úr því hefði mátt framleiða 414 grömm miðað við hefðbundinn styrkleika. FRAKKLAND Eyða mestu í velferðarmál Frakkar eyða allra ESB-ríkja mest í félags- og velferðarmál, sem hlut- fall af vergri þjóðarframleiðslu, eða 33,8 prósentum. Frá þessu segir á vef EUobserver og er vísað í tölur Eurostat. Danmörk fylgir þar rétt á eftir með 33,3 prósent, Holland er með 32,1 prósent og Þýskaland 30,7. Eistland og Búlgaría reka lestina með 18,1 prósent. PALESTÍNA Nokkuð öruggt þykir að allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna fallist á að Palestína fái stöðu áheyrnarríkis þegar gengið verður til atkvæða um ályktun þess efnis í dag eða á morgun, enda hafa meira en tveir þriðju hlutar aðildarríkja SÞ þegar viðurkennt sjálfstæði Pal- estínu. Ísland er meðflutningsríki ályktunarinnar, en í dag er rétt ár síðan Alþingi viðurkenndi sjálf- stæði Palestínu. Meðal annarra ríkja hafa Frakkar, Austur- ríkismenn, Svisslendingar, Norðmenn, Danir, Finnar og Spánverjar lýst því yfir að þeir muni greiða ályktun þess efnis atkvæði sitt, ásamt Kínverjum, Indverjum og líklega Rússum. Bandaríkin hafa staðið á móti ályktuninni, en geta ekki beitt neitunarvaldi sínu á allsherjar- þinginu eins og þeir geta í öryggisráði SÞ. Þá ætla hvorki Bretar né Þjóðverjar að greiða ályktuninni atkvæði sitt. Palestínumenn hafa haft áheyrnaraðild að allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna síðan 1974, ekki þó sem ríki, heldur sem samtök, en með því að veita Palestínu stöðu áheyrnarríkis er hins vegar í reynd verið að viðurkenna sjálfstæði Pal- estínuríkis. Palestína fær þá sömu stöðu og Páfa- garður, sem nú er eina ríkið sem hefur áheyrn- araðild án fullrar aðildar að SÞ. - gb Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ræðir ályktun um að veita Palestínu áheyrnaraðild: Palestínumenn vongóðir um samþykki TÍMAMÓT Í VÆNDUM Palestínsk börn halda á myndum af Jasser Arafat og Mahmoud Abbas, forseta Palestínustjórnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.