Fréttablaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 72
29. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| MENNING | 52 Tyler Perry reynir að fylla í spor Morgans Freeman og fer með hlut- verk Alex Cross í samnefndri mynd sem kemur í kvikmyndahús um helgina. Freeman lék Cross í þeim tveimur myndum sem þegar hafa verið gerðar um hann, Along Came a Spider og Kiss the Girls, en allar eru myndirnar byggðar á metsölu- bókum James Patterson. Myndinni er leikstýrt af Rob Cohen sem á meðal annars myndina The Fast and the Furious á ferlinum, en það var fyrsta myndin í seríunni endalausu. Lost-stjarnan Matthew Fox, sem margir muna eftir úr fjölskylduþátt- unum Party of Five, bregður sér hér í alveg nýtt hlutverk og leikur sturl- aða raðmorðingjann Picasso. Sá sér- hæfir sig í pyntingum og nýtur þess að kvelja fórnarlömb sín eins mikið og hann mögulega getur. Cross og félagi hans Tommy Kane, leikinn af Edward Burns, leggja allt í sölurnar til að hafa hendur í hári morðingj- ans og áður en langt um líður er bar- áttan orðin heldur betur persónuleg. Spennutryllirinn Nobels Teste- mente er einnig frumsýndur um helgina og er byggður á metsölubók Lizu Marklund. Myndin fjallar um blaðamanninn Anniku Bengtzon sem sérhæfir sig í umfjöllun um glæpamál fyrir sænskt dagblað. Þegar hún lendir í skotárás þar sem tvær manneskjur týna lífinu fær hún ekki að fjalla um það sjálf, ver- andi vitni í því. Fljótlega gerir hún sér þó grein fyrir að maðkur er í mysunni og leggur hún sjálfa sig í mikla hættu til að komast til botns í málinu. - trs SÉRSTAKI R GESTIR Dísa Jakob s Kristjana S tefáns Krummi Bjö rgvins Góa og Fjarðarkaup kynna með stolti Við komum með jólin til þín E N N E M M E N N E M M N / S IA / S IA • N M 5 • N 47 58 47 58 Miðasala á Miði.is og í síma 540 9800 www.jolagestir.is Þökkum frábærar viðtökur! Miðasala á aukatónleika í fullum gangi Cate Blanchett er í viðræðum við Disney um að fara með hlutverk í endurgerð á ævintýrinu um Ösku- busku. Blanchett mundi þá fara með hlutverk vondu stjúpunnar. Mark Romanek mun leikstýra myndinni. Disney hefur þegar látið endur- gera Alice in Wonderland og tökur á Maleficent, kvikmynd um illu nornina úr ævintýrinu um Þyrni- rós, eru nú í gangi. Angelina Jolie fer með hlutverk Maleficent. Handritshöfundurinn Aline Brosh McKenna skrifaði uppkast að handriti Öskubusku árið 2010 en Chris Weitz hefur nú tekið við verk- inu sem ber vinnuheitið Untitled Cinderella Story. Blanchett hefur verið upptekin við gerð þríleiksins um Hobbitann þar sem hún bregð- ur sér aftur í hlutverk álfadrottn- ingarinnar Galadriel. Í hlutverk stjúpunnar Cate Blanchett er í viðræðum við Disney. Gæti farið með hlutverk vondu stjúpunnar í Öskubusku. ÆVINTÝRALEG Cate Blanchett fer úr einu ævintýri í annað. Hún gæti farið með hlutverk í Öskubusku. NORDICPHOTOS/GETTY 150sinn sem Brad Pitt og Andrew Dominik leiða saman hesta sína.2. 4 mánuðir fóru í tökur á Killing Them Soft ly. mínútur var upphafl eg lengd myndarinnar. Kvikmyndin Killing Them Softly var frumsýnd í gær. Myndin er byggð á skáldsögu George V. Higgins og er þriðja kvikmynd ástralska leikstjórans Andrew Dominik. Killing Them Softly segir frá handrukkaranum Jackie Cogan, leiknum af Brad Pitt, sem er feng- inn til að koma á reglu í glæpa- samfélaginu eftir að tveir smá- krimmar ræna spilakvöld sem skipulagt er af glæpamönnum. Myndin þykir minna um margt á Pulp Fiction og Lock, Stock and Two Smoking Barrels; samtölin eru löng og sóðaleg, umhverfið drungalegt og myndatakan listi- lega gerð. Leikaralistinn er lang- ur og stjörnum prýddur og með helstu hlutverk fara áður nefnd- ur Brad Pitt, Scoot McNairy, Ben Mendelsohn, Ray Liotta, Richard Jenkins, James Gandolfini, Vin- cent Curatola, Max Casella og Sam Shepard. Aðeins eitt kven- mannsnafn er á leikaralista Imdb. com og er það nafn Linöru Wash- ington sem fær þann heiður að leika nafnlausa vændiskonu sem persóna Gandolfini heldur í háveg- um. Dominik segir myndina vera ádeilu á fjármálahrunið í Banda- ríkjunum og líkir fjármála- mönnum Wall Street við ótínda glæpamenn sem byggja veldi sín á svikum og illa fengnu fé. Ekk- ert pláss er fyrir konur í þessum heimi, enda ræður „karlmennsk- an“ ríkjum, þó hún risti grunnt þegar á reynir. Fyrsta kvikmynd Andrew Dom- inik var Chopper sem kom út árið 2000 og skartaði Eric Bana í hlut- verki glæpamannsins Chopper. Myndin sló í gegn og þótti Bana framúrskarandi í hlutverki sínu. Næsta kvikmynd Dominik var vestrinn The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford sem kom út árið 2007. Brad Pitt fór með hlutverk útlagans Jesse James og lék Casey Affleck banamann hans, Robert Ford. Pitt var mikill aðdáandi Chopper og hafði sjálfur samband við Dom- inik þegar hann fékk veður af The Assassination of Jesse James og óskaði eftir hlutverki. Með mann eins og Pitt í aðalhlutverki reynd- ist Dominik auðvelt að fá Warner Bros. til að fjármagna myndina. Killing Them Softly fær nánast fullt hús stiga á vefsíðunni Rot- tentomatoes.com. Gagnrýnendur halda vart vatni og gefa henni 90 prósent en áhorfendur gefa mynd- inni 98 prósent. Hljóðlaus manndráp Killing Them Soft ly er þriðja kvikmynd Andrew Dominik. Brad Pitt leikur handrukkara sem fenginn er til að koma röð og reglu á undirheima. ÓTÍNDIR GLÆPAMENN Scoot McNairy og Ben Mendelsohn leika smákrimma sem gerast sekir um að ræna aðra glæpamenn í kvikmyndinni Killing Them Softly.Kvikmyndin Zardoz eftir John Boorman verður sýnd á Svörtum sunnudegi í Bíói Paradís. Myndin er frá árinu 1974 og skartar Sean Connery í aðalhlutverki. John Boorman hafði nýlokið við kvikmyndina Deliverance þegar hann hófst handa við Zardoz. Sagan gerist árið 2293 og hefur heimurinn farið í gegnum miklar breytingar frá okkar tíma. Con- nery leikur hlutverk hermannsins Zed sem lendir í stórfurðulegum ævintýrum. Zardoz varð mjög umdeild og hlaut litla aðsókn þegar hún var frumsýnd. Í seinni tíð hefur hún komið sér á stall ásamt öðrum „költ“ myndum og er í dag talin af mörgum ein besta mynd Boor- mans. Sýningar hefjast klukkan 20. Furðuleg framtíð Zardoz verður sýnd í Bíói Paradís á sunnudagskvöld. FRAMTÍÐARSÝN Kvikmyndin Zardoz skartar Sean Connery í aðalhlutverki. Hún er sýnd á svörtum sunnudegi. NORDICPHOTOS/GETTY GEÐSJÚKUR Leikarinn góðkunni Matthew Fox bregður sér í algjörlega nýtt hlutverk í myndinni Alex Cross. Þar leikur hann geðsjúka raðmorðingjann Picasso sem nýtur þess að kvelja fórnalömb sín eins mikið og hann mögulega getur. Morðæði í bíóhúsum um helgina Tvær morðsögur eru frumsýndar um helgina sem báðar byggja á metsölubókum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.