Fréttablaðið - 29.11.2012, Side 10

Fréttablaðið - 29.11.2012, Side 10
29. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 1. Að mati Bryndísar er nauðsynlegt að meta áhrif þeirra breytinga sem lagðar eru til á stjórnskipan ríkisins. Hún fagnar því að Feneyjanefnd Evrópuráðsins meti breytingarnar. „Þetta held ég að sé algjörlega nauðsynlegt því breytingarnar eru nokkuð viðamiklar. Slíkt mat hefði líka í för með sér að mögulega gæti náðst meiri sátt um breytingarnar þannig að stjórnarskráin gæti orðið sá samfélagssátt- máli sem hún þarf að vera til að standa undir nafni.“ 2. Bryndís segir tæpast hægt að tína til öll þau lögfræðilegu og pólitísku álitaefni sem fara þurfi yfir í drögunum. „Ég tel hins vegar mjög mikilvægt að stjórnmálamenn og þingmenn hefji þá pólitísku umræðu sem nauðsynlegt er að taka um þessar breytingar.“ Bendir hún á að undir séu viðamiklar breytingar á kosningakerfi, vægi atkvæða og efnislegum atriðum. „Sú umræða er náttúrlega hafin á Alþingi og þarf að halda áfram.“ 3. „Þriðji þátturinn sem mér finnst skipta miklu máli er að reyna að ná sátt um þessar tillögur. Að horfa lausnamiðað á það hvernig eigi að fara í gegnum þá vinnu sem fram undan er.“ Í mikilli einföldun segir Bryndís að skipta megi fólki upp í tvær fylkingar í viðhorfi til stjórnarskrárdraganna. Annars vegar séu þeir sem segja að ekki þurfi að breyta stjórnarskránni og telja hana ágæta eins og hún er og svo séu hinir sem vilja taka upp óbreyttar tillögur frá stjórnlagaráði eftir umfjöllun sér- fræðinganefndarinnar. „Auðvitað eru svo þarna mitt á milli einhverjir sem hrifnir eru af sumu og ekki öðru. Ég held líka að ljóst sé orðið að hvorugum hópnum, hvorum á sínum kanti, verður að ósk sinni. Það er mjög ólíklegt að þessi stjórnarskrá verði samþykkt óbreytt í þeirri mynd sem hún er núna, eða að ekkert verði gert með hana. Krafa kjósenda um breytingar er það skýr.“ Ekki gangi hins vegar að afgreiða nýja stjórnarskrá í bullandi ágreiningi jafnt í stóru sem smáu. „Þingið stendur núna frammi fyrir því að vera með þessi drög og skilaboð úr þjóðaratkvæðagreiðslunni. Verkefni þjóðþingsins er að vinna út úr þessu eitthvað sem getur orðið sá samfélagssáttmáli sem stjórnarskráin þarf að vera. Þetta held ég að sé verkefnið fram undan. Stríðandi fylkingar um þessa stjórnarskrá verða að mætast einhvers staðar á miðri leið.“ Plaggið ekki traustvekjandi Fastanefndir Alþingis hafa nú til umfjöllunar frumvarp til nýrra stjórnskipunarlaga. Sú skoðun var viðruð á málþingi sem háskólar landsins stóðu að um miðjan mánuðinn að verklag stjórnskipunar sem lagt er upp með í drögunum gengi ekki upp. Óli Kristján Ármannsson spurði þrjá sérfræðinga, hvern á sínu sviði, hvaða atriði þeim væru efst í huga í tengslum við stjórnarskrárdrögin. STJÓRNARSKRÁIN Fyrir Alþingi liggur að að móta úr tillögum stjórnlagaráðs nýja stjórnarskrá sem sátt geti orðið um. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FRÍTT Í STÆÐI 1.790 þús. kr. 1.990 þús. kr. Sparnaðarráð fyrir heimilið Mánaðargreiðsla* Spark LS 22.481kr. Verið velkomin í kaffi og reynsluakstur 1. „Í fyrsta lagi er plaggið sjálft ekki traustvekjandi vegna þess-hvernig það er undirbúið. Rökstuðning vantar með mörgum af þeim hlutum sem lagðir eru til og samráðsferlið hefur verið með eindæmum lélegt,“ segir Gunnar Helgi og telur vinnuna ekki stuðla að samstöðu um nýja stjórnarskrá. „Þvert á móti virðist ferlið ein- kennast af tilraun til að þagga niður umræðu.“ 2. „Í öðru lagi er lagt til í þessu plaggi að breyta hér stjórnarfyrir-komulagi í grundvallaratriðum. Lagt er til að hverfa að einhverri útgáfu af beinu lýðræði sem hvergi er við lýði í heiminum.“ Með þessu segir Gunnar Helgi horfið frá fyrirkomulagi í stjórnskipun sem almennt ríki á Norðurlöndum og lagt upp í óvissuferð. „Þetta birtist meðal annars í því að tekið er upp mjög róttækt fyrirkomulag á þjóðaratkvæðagreiðslum sem er án hliðstæðu í nokkru þingræðis- ríki.“ Fordæmis sé mögulega að leita þar sem ekki er þingræði, líkt og í Sviss eða einstökum ríkjum Bandaríkjanna. „En vilji fólk fara út í þá vegferð að finna og prófa sérviskulegasta stjórnkerfi sem hægt er að finna í heiminum þá væri kannski æskilegt að rannsaka það betur fyrst.“ 3. Þá bendir Gunnar Helgi á að hvergi sé í gögnum um stjórnarskrárdrögin að finna mat á heildaráhrifum plaggs- ins. „Þarna er að finna gríðarlegan fjölda af tillögum sem fullkomin óvissa ríkir um hvernig muni virka. Dembt er inn ákvæðum um þjóðaratkvæðagreiðslu, mjög róttækri útgáfu af persónukjöri, ekki er leyst úr óvissu um hlutverk forsetans og lagt til nýtt fyrirkomulag við stjórnarmyndanir og vantraust á þingi. Hvert þessara atriða um sig er flókið úrlausnarefni, en þegar þessu er öllu dembt saman í eitt plagg fæst útkoma sem slíkri óvissu er háð að varla er ásættanlegt.“ Ágúst Þór Árnason, heimspekingur og deildar- formaður lagadeildar Háskólans á Akureyri, hefur alvarlegar efasemdir um verklag við gerð nýrrar stjórnarskrár og telur útkomuna tæpast geta orðið til góðs. Bryndís Hlöðversdóttir, lögfræðingur og rektor háskólans á Bifröst, vill horfa til næstu skrefa og telur ljóst að stríðandi fylkingar þurfi að mætast á miðri leið. „Það er verk- efni þjóðþingsins að vinna út úr þessu eitthvað sem getur orðið sá samfélags- sáttmáli sem stjórnarskrá á að vera.“ Gunnar Helgi Kristins- son, prófessor í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands, segist líta á drög að nýrri stjórnarskrá sem óskalista. „Í þessari ákvarðanatökuaðferð er engin leið til að hreinsa út óskir. Allt nær inn í stjórnarskrána og það er ekki farsæl aðferð,“ segir hann. 1. Í fyrsta lagi segir Ágúst ranga nálgun viðhafða við endurskoðun stjórnarskrárinnar. „Í stað þess að gildandi stjórnarskrá hafi verið látin njóta vafans er byrjað með hreint borð. Meint tilefni er fjármálahrunið 2008 en í raun var það þó stjórn- skipunin sem kom í veg fyrir pólitíska kreppu og hefur tryggt að Íslendingar hafa tekið skref til að komast á réttan kjöl,“ segir hann og kveður hafa verið látið í veðri vaka að alltaf hafi átt að ýta gildandi stjórnarskrá til hliðar og byrja með hreint borð. Sú hugmynd standist hins vegar illa skoðun. 2. Þá segir hann drögin fela í sér óljósa fram-tíðarsýn. „Ákvæði um stjórnskipun munu klárlega ekki virka,“ segir Ágúst. Tillögur um helstu stofnanir og um þjóðaratkvæða- greiðslur, ásamt nýjum kafla um mann- réttindi, séu vanhugsaðar. „Og þegar loksins er ákveðið að fram fari ein- hvers konar faglegt mat er það falið útlendingum. Í stað þess að leitast sé við að ráða bót á tilteknum göllum íslenskrar stjórnskipunar er haldið út í óvissuna.“ 3. Vegna þessa kunni þróunin því að vera til hins verra. „Að því marki sem við sjáum fyrir hver hin nýja stjórnskipun verður er vandséð að hún geti verið til góðs. Áhyggjur hljóta að vakna af veikri stöðu þingsins, afskræmdu forsetaembætti og þróun stjórnmálamenn- ingar. Hugmyndir stjórnlagaráðs virðast ýta undir lýðhyggju, óskilvirkni og átakastjórn- mál,“ segir Ágúst.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.