Fréttablaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 8
29. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | Fjórði hver Íslendingur hefur próf- að hass eða marijúana. Um það bil tíundi hver hefur gert svo síðasta hálfa árið. Kannabisneysla hefur aukist töluvert á síðustu tíu árum, samkvæmt rannsóknum Helga Gunnlaugssonar, afbrotafræðings og prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands (HÍ), sem hefur þrisvar mælt hass- og marijúana- notkun fullorðinna Íslendinga á aldrinum 18 til 74 ára í samvinnu við Félagsvísindastofnun HÍ. Fyrsta rannsóknin var gerð árið 1997, svo 2002 og nú síðast 2012. „Við mælum neyslu barna mun oftar en fullorðinna og vitum því lítið hvernig neysla ungmenna þróast fram á fullorðinsár,“ segir Helgi. Hann segir rannsóknir á vímuefnanotkun fullorðinna vanta til að fylgja neysluferli ungmenna eftir. Neysla eykst meðal fullorðinna Kannabisneysla fullorðinna Íslend- inga jókst lítillega á tímabilinu 1997 til 2002, en talsvert á milli síðustu tíu ára. Þá jókst hlutfall fólks á ald- ursbilinu 18 til 74 ára sem hefur prófað gras eða hass töluvert á milli áranna, úr innan við 20 pró- sent í 25 prósent. Mest er þó hækk- unin meðal þeirra sem höfðu reykt kannabis á síðustu sex mánuðum. Alls höfðu á bilinu 2 til 3 prósent neytt kannabiss síðasta hálfa árið árin 1997 og 2002 en það hlutfall þrefaldaðist á þessu ári og fór upp í níu prósent. Þetta er athyglisvert í ljósi nýj- ustu niðurstöðu samevrópsku rann- sóknarinnar European School Sur- vey Project on Alcohol and Other Drugs (ESPAD) sem sýnir að vímu- efnaneysla unglinga sé langminnst á Íslandi miðað við önnur Evrópu- lönd. Um fjörutíu prósent íslenskra unglinga í tíunda bekk hafa aldrei prófað áfengi, sígarettur, ólögleg fíkniefni eða aðra vímugjafa. Nær til allra fíkniefnaneytenda Kannabis er langalgengasta fíkni- efnið og því er engin tilviljun að könnunin nær einungis til þess. Samkvæmt rannsóknum á fíkni- efnaneyslu fólks, bæði hér á landi og erlendis, kemur það nánast aldrei fyrir að viðkomandi ein- staklingur hafi aldrei neytt kanna- bisefna en sé samt virkur notandi annarra ólöglegra fíkniefna. Með öðrum orðum; ef manneskja hefur ekki prófað kannabis eru allar líkur á því að hún hafi látið önnur ólög- leg efni í friði. Helgi bendir á að því megi segja að um 90 prósent Íslend- inga noti ekki ólögleg fíkniefni. Flestir vaxa upp úr reykingum Gras- og hassreykingar fólks eru oftast bundnar við ákveðið afmark- að tímabil og langflestir virðast vaxa upp úr þeim þegar þeir eld- ast. Það sést mest á aldursskiptingu neytendahópsins, en notkunin er mun meiri hjá yngri aldursflokkn- um, 18 til 40 ára. Kannabisreyking- ar hjá fólki yfir fimmtugu eru afar sjaldgæfar. „Hlutfall þeirra sem hafa notað kannabis síðasta hálfa árið er klár- lega á milli 20 og 30 prósent meðal yngri hópsins,“ segir Helgi. „En það er einungis lítill hluti sem heldur áfram að reykja fram á fullorðins- ár. Flestir vilja bara prófa og nota þetta í félagslegum tilgangi.“ Mjög margt bendi til þess að menn vaxi upp úr neyslunni eftir því sem samfélagslegar skyldur hlaðast upp. Í alþjóðlegu samhengi hefur kannabisneysla Íslendinga alltaf verið lítil og vel undir meðal- lagi. ASKÝRING | 8 KANNABISNEYSLA FULLORÐINNA ÍSLENDINGA Tískustraumar og breytt viðhorf Aukninguna í kannabisneyslu meðal fullorðinna Íslendinga segir Helgi mega skýra af fernu: 1. Heimaræktun Aðgengi er orðið meira, eins og sést á þeirri miklu fjölgun kannabis- ræktana sem upprættar eru nánast í viku hverri af lögreglu á landinu öllu. Framleiðsla á kannabisplöntum hefur aukist mikið á síðustu árum og hið mikla framboð á vörunni virðist einnig hafa haldið verðlagi á henni niðri. Götuverð á marijúana hefur til að mynda ekki hækkað að sama skapi og verð á áfengi. 2. Breyttu viðhorfi „Þetta er ekki eins mikið feimnismál og það virðist hafa verið,“ segir Helgi. „Menn þora kannski meira að viðurkenna þetta núna, þetta var meira frávik áður.“ 3. Hærra áfengisverði Áfengi á Íslandi hefur hækkað mikið í verði á síðustu árum og því gæti verið ein útskýring á aukinni kannabisneyslu að neyslan færist til, þar sem verð á grasi og hassi hefur haldist stöðugt. 4. Tískustraumum Samkvæmt rannsóknum Helga eru kannabisreykingar afar bundnar ákveðnu aldursskeiði, vissum tíðaranda, tónlist, fötum og öðru slíku. „Íslendingar eru nýjungagjarnir og forvitnir. Sú tilhneiging að vilja prófa eitthvað nýtt er algeng hér á landi, en það eru alltaf færri sem eru reglu- legir neytendur,“ segir Helgi. „Ýmislegt bendir til þess að kannabis sé í tísku núna í ákveðnum hópum. En langoftast varir þessi tilraunamennska í nokkur ár, svo vaxa flestir upp úr þessu þegar þeir fullorðnast.“ 4. hver Íslendingur hefur reykt hass eða marijúana. 10. hver Íslendingur hefur reykt hass eða marijúana síðasta hálfa árið. 1.300 Íslendingar á aldrinum 18– 74 ára svöruðu könnuninni árið 2012. 1997 2002 2012 Danmörk Noregur Svíþjóð Ísland * Fíkniefnaneysla í samfé- laginu er bundin við þessi 10%, hún nær því ekki til þjóðarinnar. HAFA PRÓFAÐ KANNABIS 30- 33% 10% 10% 25% Um 20 - 30% fólks á aldrinum 18 - 40 ára hafa reykt kannabis síðasta hálfa árið. Íslendingar reykja meira gras en áður Kannabisneysla Íslendinga yfir átján ára hefur aukist talsvert síðasta áratuginn en neysla unglinga dregst saman. Neyslan tengist tískustraumum, breyttu viðhorfi og auknu framboði. Rannsóknum ábótavant, segir afbrotafræðingur. prófuðu kannabis. prófuðu kannabis. prófuðu kannabis. reyktu kannabis á síðustu 6 mánuðum. reyktu kannabis á síðustu 6 mánuðum. reyktu kannabis á síðustu 6 mán. * 2% 3% 10% 18% 20% 25% Afar óalgengt yfi r 50 ára 90% Sunna Valgerðardóttir sunna@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ/JÓNAS Umboðsmenn Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · Hekla Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.