Fréttablaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 69
FIMMTUDAGUR 29. nóvember 2012 | MENNING | 49 Söngkonan Esther Jökulsdóttir syngur jólalögin af sígildri plötu Mahaliu Jackson á tónleikum í Egilsstaðakirkju í kvöld. Þetta er sjötta árið í röð sem Esther flytur jóla- og gospellög að hætti Mahal- iu, en í fyrsta sinn sem hún fer með prógrammið austur. „Ég er alin upp á Héraði og þykir mjög gaman að fara loks- ins heim með þetta prógramm sem er mér mjög hjartfólgið,“ segir Esther. Ástæða þess hve mikið Esther heldur upp á lög Jackson er sú að á hennar æsku- heimili var platan með Mahaliu Jackson, Silent Night, sett á fón- inn á aðfangadagskvöld þegar jólin gengu í garð. „Þegar tónar plötunnar bárust um húsið þá voru jólin byrjuð,“ segir Esther og bætir við að það hafi blundað í henni í mörg ár að syngja lögin áður en hún lét slag standa. „Ég fékk svo úrvalsfólk í lið með mér og þetta hafa alltaf verið dásamlegir tónleikar, það má segja að þeir séu orðnir að hefð hjá mér,“ segir Esther sem flytur prógrammið í Fríkirkjunni í Reykjavík þann 13. desember klukkan átta. Auk hennar koma fram Bjarni Arason sem er gesta- söngvari, karlakvartett skipaður þeim Benedikt Ingólfssyni bassa, Einari Clausen og Skarphéðni Hjartarsyni og Erni Arnarsyni tenórum, og hljómlistarmenn- irnir Aðalheiður Þorsteinsdóttir, sem leikur á píanó, á trommum er Erik Qvick, Gunnar Gunnars- son leikur á Hammondorgel og Gunnar Hrafnsson á kontrabassa. Útsetningar laganna eru unnar af Aðalheiði og Skarphéðni. Mahalia Jackson fastur hluti aðventunnar Esther Jökulsdóttir og hljómsveit fl ytja jóla- og gospellög í Egilsstaðakirkju og Fríkirkjunni í Reykjavík. Opið laugard. kl. 10-14 Sígilda Óskajógúrtin sem enginn verður leiður á. Óskajógúrt jólasveina í 40 ár Létta Óskajógúrtin án viðbætts sykurs. Þeir eru óðir í Óskajógúrt og fá ekki nóg enda geta þeir valið um tíu bragðtegundir. Óskastundir jólasveina eru þegar börnin brosa af gleði og þegar þeir smakka á sínu uppáhalds Óskajógúrti. Hver er þín óskastund? HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER Hátíðir 17.00 Dr. Mustafa Barghouti heimsækir Ísland í tilefni af 25 ára afmæli félags- ins Ísland-Palestína og heldur tölu í hátíðarsal Háskóla Íslands. Yfirskrift fyrirlestursins er Palestína - vegferð til frelsis. Barghouti verður heiðursgestur á afmælissamkomu félagsins sem haldin verður á Hótel Borg í kvöld klukkan 20. Bókmenntir 20.00 Bókakvöld ReykjavíkurAkademí- unnar, Sögufélagsins, Sagnfræðinga- félags Íslands og Bókasafns Dagsbrúnar verður haldið í húsakynnum Reykjavík- urAkademíunnar, Hringbraut 121. Tónlist 20.00 Kvennakór Reykjavíkur heldur sína árlegu aðventutónleika í Fella- og Hólakirkju. Tónleikarnir eru tileinkaðir Ingibjörgu Þorbergs og bera yfirskriftina Nýstárlegur jólaköttur með bjartsýni og brosi. Sigríður Thorlacius syngur einsöng með kórnum. Miðaverð er kr. 3.000. 21.00 Bing Crosby tribute-jólatónleikar verða haldnir á Café Rosenberg. 21.15 Hljómsveitirnar Benni Hemm Hemm og Just Another Snake Cult halda tónleika á Gamla Gauknum. Miðaverð er kr. 1.000. 22.00 Andrea Gylfadóttir og Eðvarð Lárusson halda tónleika á Ob-La-Dí Ob- La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. Fyrirlestrar 12.00 Annemette Hejlsted, sendikenn- ari í dönsku við HÍ, heldur hádegisfyrir- lestur undir yfirskriftinni Fiktion-løgn, leg eller kunstighed. Fyrirlesturinn fer fram á dönsku í stofu 106 í Odda. 12.10 Hallgerður Hallgrímsdóttir ræðir um sýningu sína, Landslag, í Ljósmynda- safni Reykjavíkur. auk þess ræðir hún um listsköpun sína í víðara samhengi og það sem framundan er. 16.00 Tom Holloway heldur fyrirlestur um Indland á vegum samtakanna u3a að Hæðagarði 31. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina India - my personal view. Hann fer fram í gegnum Skype og er þýddur á íslensku jafnóðum. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. ESTHER JÖKULSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.