Fréttablaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 80
29. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| SPORT | 60 HANDBOLTI Lífið hjá hinum 32 ára gamla Hannesi Jóni Jónssyni tók óvænta stefnu fyrir um sex vikum. Þá var hann greindur með krabba- mein en illkynja æxli fannst í þvagblöðrunni. Hannes var settur í aðgerð daginn eftir þar sem þrjú illkynja æxli voru fjarlægð. Hann átti von á því að fara í létta skoðun í gær en af því varð ekki. Hann neyðist til þess að leggjast undir hnífinn á nýjan leik. „Þeir skera aftur á sama stað. Taka ný sýni sem verða síðan send í ræktun. Ég hélt þetta yrði létt skoðun. Svo myndi ég gefa háa fimmu og fara heim en svo var nú aldeilis ekki,“ sagði Hannes við Fréttablaðið í gær en hann þarf að liggja á spítalanum fram yfir helgi. Kominn aftur á byrjunarreit „Ég fæ svo vonandi einhver góð tíðindi úr þessari ræktun. Ég er samt aftur kominn á byrjunar- reit hvað varðar handboltann. Ég var að búa mig undir að spila um helgina. Ég verð að taka þessu. Byrja svo að æfa upp á nýtt í næsta mánuði og reyna að vera tilbúinn í slaginn eftir áramót. Það er mitt markmið eins og staðan er núna.“ Leikmaðurinn hefur verið ágætur til heilsunnar síðan hann gekkst undir aðgerðina fyrir um sex vikum. „Heilsan hefur verið merkilega góð. Ég fór hægt af stað en var kominn í ræktina um viku eftir aðgerðina. Fór eðlilega bara hægt af stað með því að labba á bretti og hanga í gufu. Það hefur svo verið fínn stígandi í þessu. Ég hef ekkert æft með strákunum en hef verið að hlaupa síðustu vikuna. Ég tók þrjá kílómetra á ellefu mínút- um í morgun [í gær] og er í þrusu- standi,“ sagði Hannes, en að lenda í slíku áfalli tekur eðlilega einnig á andlega líðan manna. Set kassann út „Þetta var mikið sjokk að sjálf- sögðu. Þetta var erfitt. Það kemur sér vel að maður á góða að. Á end- anum er þetta samt spurning um að setja kassann út og bera sig vel. Ég held að maður sé aldrei undir svona áfall búinn. Ég held að eng- inn geti sagt það með góðri sam- visku að hann hafi verið búinn undir svona fréttir,“ sagði Hannes en hann átti kannski síst von á því að lenda í slíku þar sem hann er atvinnumaður í íþróttum og lífs- stílinn í samræmi við það. „Ég er ungur, hraustur og í góðu formi og maður hefur litið á þetta sem gömlu-karla sjúkdóm hingað til. Ég reyni að ganga út frá því besta og reyni að skipuleggja mig í samræmi við það.“ Hvað svo sem kemur úr nýj- ustu rannsóknum liggur fyrir að Hannes verður alltaf undir eftir- liti næstu fimm árin. „Þetta er risastórt verkefni sem er lagt á mig og alla fjölskylduna. Ég er samt jákvæður og ef ég tækla þetta ekki þá tæklar þetta enginn,“ sagði Hannes Jón Jónsson ákveðinn. henry@frettabladid.is Þetta er risastórt verkefni sem er lagt á mig og fjölskylduna. Ef að ég tækla þetta ekki þá tæklar þetta enginn. Hannes Jón Jónsson, handboltakappi visir.is Nánari upplýsingar um leikina má fi nna á Vísi. N1-DEILD KARLA ÍR 28 AKUREYRI 26 ÍR - Mörk (skot): Sturla Ásgeirsson 7/3 (10/5), Sigurjón Friðbjörn Björnsson 5 (6), Ingimundur Ingimundarson 5 (7), Jón Heiðar Gunnarsson 4 (5), Davíð Georgsson 3/1 (5/2), Guðni Már Krist- insson 2 (2), Jónatan Vignisson 2 (4), Björgvin Hólmgeirsson (4), Varin skot: Kristófer Fannar Guðmundsson 8 (30/2, 27%), Hermann Þór Marinósson 3 (7, 43%), Akureyri - Mörk (skot): Bjarni Fritzsson 9/2 (11/2), Guðmundur H. Helgason 8 (11), Bergvin Þór Gíslason 5 (6), Geir Guðmundsson 2 (7), Hreinn Þór Hauksson 1 (1), Heimir Örn Árnason 1 (2), Andri Snær Stefánsson (1), Varin skot: Jovan Kukobat 14/2 (41/5, 34%), Tomas Olason 1/1 (2/2, 50%), VALUR 30 AFTURELDING 30 Valur - Mörk (skot): Hjálmar Þór Arnarson 7 (8), Valdimar Fannar Þórsson 6/1 (11/2), Finnur Ingi Stefánsson 6 (14), Þorgrímur Smári Ólafsson 4 (9), Atli Már Báruson 3 (4), Gunnar Kristinn Þórsson 2 (2), Sveinn Aron Sveinsson 2 (2), Vignir Stefánsson (1), Adam Seferovic (1), Varin skot: Hlynur Morthens 10 (30/1, 33%), Lárus Helgi Ólafsson 5 (15/3, 33%), Afturelding - Mörk (skot): Jóhann Jóhannsson 8/4 (13/4), Sverrir Hermannsson 6 (9), Hilmar Stefánsson 5 (6), Örn Ingi Bjarkason 5 (11), Pétur Júníusson 4 (7), Benedikt R. Kristinsson 2 (3), Hrafn Ingvarsson (1), Varin skot: Davíð Svansson 12/1 (42/2, 29%), DOMINOS-DEILD KVENNA GRINDAVÍK 76 SNÆFELL 83 Grindavík: Crystal Smith 37 Petrúnella Skúladóttir 17, Ingibjörg Ellertsdóttir 8, Helga Hallgrímsdóttir 6, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 6/10 fráköst. Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 28, Kieraah Marlow 22, Hildur Björg Kjartansdóttir 14, Alda Leif Jóns- dóttir 8, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 6. KEFLAVÍK 84 NJARÐVÍK 54 Keflavík: Birna Valgarðsdóttir 18, Sara Hinriks- dóttir 14, Ingunn Kristínard. 14, Jessica Jenkins 12, Pálína Gunnlaugsd. 9, Bryndís Guðmund. 8. Njarðvík: Lele Hardy 19/19 fráköst, Salbjörg Sæv- arsdóttir 12, Emelía Ósk Grétarsdóttir 6, Eyrún Líf Sigurðardóttir 6, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 5 HAUKAR 73 VALUR 56 Haukar: Siarre Evans 23/20 fráköst, Margrét Hálfdanardóttir 20, Gunnhildur Gunnarsdóttir 10, Sólrún Gísladóttir 5, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4. Valur: Guðbjörg Sverrisdóttir 15, Alberta Auguste 10, Ragna Brynjarsdóttir 10, Unnur Ásgeirsdóttir 6, Kristrún Sigurjónsd. 6, Ragnheiður Benónísd. 4 KR 74 FJÖLNIR 56 KR: Björg Guðrún Einarsdóttir 14, Sigrún Ámundadóttir 13, Patechia Hartman 13, Helga Einarsdóttir 8, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 7. Fjölnir: Britney Jones 15, Bergdís Ragnarsdóttir 11, Fanney Lind Guðmundsdóttir 8, Eva María Emilsdóttir 7, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 6. ÞÝSKI HANDBOLTINN RHEIN-NECKAR LÖWEN 17 KIEL 28 Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk fyrir Kiel og Alexander Petersson tvö fyrir Löwen. FLENSBURG 37 TV NEUHAUSEN 26 Ólafur Gústafsson skoraði tvö mörk fyrir Flens. ENSKA ÚRVALSDEILDIN SOUTHAMPTON 1 NORWICH 1 1-0 Rickie Lambert (32.), 1-1 Robert Snodgrass (45.). STOKE CITY 2 NEWCASTLE 1 0-1 Papiss Demba Cisse (47.), 1-1 Jon Walters (80.), 2-1 Cameron Jerome (85.). SWANSEA 3 WBA 1 1-0 Michu (9.), 2-0 Wayne Routledge (11.), 3-0 Wayne Routledge (39.), 3-1 Romelo Lukaku (45.+3). TOTTENHAM 2 LIVERPOOL 1 1-0 Aaron Lennon (7.), 2-0 Gareth Bale (16.), 2-1 Gareth Bale, sjm (72.). CHELSEA 0 FULHAM 0 EVERTON 1 ARSENAL 1 0-1 Theo Walcott (1.), 1-1 Marouane Fellaini (28.) MAN. UTD 1 WEST HAM 0 1-0 Robin van Persie (1.). WIGAN 0 MAN. CITY 2 0-1 Mario Balotelli (69.), 0-2 James Milner (71.). Enginn er búinn undir svona áfall Handknattleikskappinn Hannes Jón Jónsson stefndi að því að spila handbolta um næstu helgi. Það mun ekki ganga upp því hann þarf að leggjast aft ur undir hnífi nn í dag. Þrjú illkynja krabbameinsæxli voru fj arlægð í síðasta mánuði. UTAN VALLAR Hannes Jón er hér í leik gegn meisturum Kiel. Hann spilar ekki handbolta á næstunni. NORDICPHOTOS/BONGARTS Á R N A S Y N IR util if. is CASALL MAGAHJÓL 3.790 kr. MIKIÐ ÚRVAL SPORTAUKAHLUTA. FÓTBOLTI Norski framherjinn Ole Gunnar Solskjær hefur átt góðu gengi að fagna sem þjálfari en hann hefur gert Molde að Noregs- meisturum síðustu tvö tímabil. Þessi fyrrverandi framherji Manchester United til ellefu ára er þegar orðinn mjög eftirsóttur í Englandi en sjálfan dreymir hann um að stýra Man. Utd. „Alla sem hafa spilað með Man. Utd dreymir um að verða ein- hvern tímann nógu góðir til þess að stýra félaginu. Ég er samt ekki svo heimskur að halda að ég sé tilbúinn í slíkt risaverkefni,“ sagði Norðmaðurinn. „Ef þessi draumur á að rætast hjá mér verð ég að leggja afar hart að mér í mörg ár í viðbót. Ég á enn eftir að læra ansi mikið um þetta starf og sýna að ég geti staðið af mér almennilegt mótlæti,“ sagði Norðmaðurinn hógværi. „Þeir sem vilja stýra þessu félagi þurfa að sanna bæði fyrir stjórn og stuðningsmönnum að þeir séu þess verðugir. Stuðnings- mennirnir vita að ég er United- maður fyrir lífstíð. Það mun aldrei breytast. Þetta félag á sérstakan sess í mínu hjarta. Það næstbesta við að vera leikmaður er að vera stjórinn.“ - hbg Dreymir um að stýra Man. Utd FÉLAGAR Solskjær með Ferguson á góðri stund. NORDICPHOTOS/GETTY F1 Valtteri Bottas, ungur Finni sem hefur undanfarið reynsluekið fyrir Williams-liðið í Formúlu 1, hefur verið ráðinn sem keppnisökuþór liðsins á næsta ári. Þar mun hann aka við hlið Pastor Maldonado. Bottas stóð sig frábærlega á þeim föstudagsæfingum sem hann fékk að aka í sumar. Fimm- tán sinnum í sumar fékk þessi 23 ára gamli ökuþór bílinn frá Bruno Senna. Senna hverfur á braut og hefur ekki fengið keppnissamning í Formúlu 1 á næsta ári. Bottas varð meistari í GP3 árið 2011 og segir draum sinn vera að rætast. „Það hefur verið lífs- draumur minn að aka í Formúlu 1,“ sagði hann. „Og að gera það með goðsagnakenndu liði er mjög sér- stakt fyrir mig.“ - bþh Bottas með Maldonado FÓTBOLTI Spænskir fjölmiðlar skrifa nú daglega um framtíð Jose Mourinho hjá Real Madrid. Nú berast fréttir af því að að franska félagið Paris Saint-Germa- in sé tilbúið að gera allt til þess að fá hann til sín. Marca hefur heimildir fyrir því að forráðamenn PSG hafi boðið Mourinho óútfyllta ávísun þar sem portúgalski þjálfarinn getur ákveð- ið sjálfur hvaða ofurlaun hann fær hjá félaginu. Að auki ætla eigendur PSG að veiða Mourinho með því að bjóða honum fulla knattspyrnu- og peningastjórn á félaginu sem þýðir að hann getur selt og keypt þá leikmenn sem hann vill. Nasser Al Khelaifi er hægri hönd sjeiks- ins í Katar sem keypti félagið og hefur síðan dælt inn í það peningum en Al Khelaifi er ekki tilbúinn að staðfesta sögusagnirnar í við- tali við Marca. - óój Hvað viltu mikið, vinur? PSG býður Mourinho gull og græna skóga. EFTIRSÓTTUR PSG er sagt ætla að fá Mourinho til félagsins. SPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.