Fréttablaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 6
29. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 SAMSKIPTI Alaska getur lært margt af Íslandi, enda svipar aðstæðum hér á landi að mörgu leyti til þess sem gerist í Alaska. Þrjátíu manna sendinefnd frá þessu stærsta, en um leið fámennasta, ríki Banda- ríkjanna er stödd hér á landi á vegum sjálfseignarstofnunarinnar Institute of the North til að kynna sér ýmis málefni, allt frá orkumál- um til efnahagsmála og viðskipta. Hugh Short, formaður iðnaðar- og útflutningsráðs Alaska, er á meðal þeirra sem eru í föruneyt- inu, en þar má meðal annars finna fræðimenn, fjárfesta og þingmenn frá ríkisþingi Alaska. Þeir hafa gert víðreist hér á landi og heim- sótt ráðuneyti, fyrirtæki og stofn- anir. Meðal annars fóru þeir að Kárahnjúkavirkjun og hittu orku- málastjóra á fundi í gær. „Aðalmarkmiðið með komu okkar er að mynda tengsl við aðila hér á Íslandi. Þessi tvö svæði eiga margt sameiginlegt þar sem við búum til dæmis bæði við land- fræðilega einangrun og strjálbýli og glímum þess vegna við margs konar álíka áskoranir,“ segir Short. Short segir að helstu áherslumál Alaskabúa um þessar mundir séu málefni Norðurslóða, bráðnun haf- íss og opnun siglingaleiða. Þar séu Ísland og Alaska í lykilstöðu hvað varðar landfræðilega stöðu og geti í krafti þess skipst á hugmyndum og fjárfestingum. Spurður hvað Ísland hafi helst að bjóða segir Short að það sé á sviði orkumála. „Við í Alaska erum of háð jarð- efnaeldsneyti eins og dísilolíu, sem er afar óstöðug í verði. Því er það mikilvægasta sem við getum lært af Íslandi á sviði orkumála og hvernig við getum nýtt þá tækni sem þið Íslendingar hafið þróað til að beisla vatnsafl og jarðvarma. Þið eruð í fremstu röð á heimsvísu hvað varðar tækni til jarðvarma- nýtingar, en hafið líka nýtt ykkur vatnsaflsorku til að laða að iðnað og skapa störf, auk þess að lækka raforkukostnað til heimila.“ Short bætir því við að í Alaska og víðar í Bandaríkjunum séu fjölmargir fjárfestar sem horfa áhugasamir til margvíslegra verk- efna hér á landi. „Þessi heimsókn gæti því verið fyrsta skrefið í löngu og farsælu samstarfi milli Íslands og Alaska,“ segir Hugh Short. thorgils@frettabladid.is Við í Alaska erum of háð jarð- efnaeldsneyti eins og dísilolíu sem er afar óstöðug í verði. Hugh Short, formaður iðnaðar- og útflutningsráðs Alaska. ÍslandAlaska Allt frá fjöru til fjalla lÍs en kus Faxafeni 8 // 108 Reykjavík // Sími 534 2727 // www.alparnir.is Frá kr. 169.900 Kr. 169.900 Netverð á mann, m.v. 2 í íbúð á Roque Nublo í 27 nætur. Sértilboð 2. – 29. janúar. Janúarferð fyrir eldri borgara til Kanarí 2. janúar í 27 nætur Heimsferðir bjóða einstakt tilboð í ferð fyrir eldri borgara í janúar til Kanaríeyja. Við bjóðum fjölbreytt úrval gististaða. Janúar er svo sannarlega frábær tími á þessum einstaka áfangastað. Mikil dagskrá í boði í fylgd reyndra fararstjóra. Hlýnun setur Alaska og Ísland í lykilstöðu Fjölmenn sendinefnd frá Alaska-ríki er stödd hér á landi til að kynna sér margs konar málefni, enda sé margt sameiginlegt með svæðunum. Telja sig geta lært mikið af Íslendingum, sérstaklega í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. 1. Hvað eru mörg dýr í íslenska geitastofninum? 2. Hvað heitir ný plata hljómsveitarinnar Hjaltalín? 3. Hver er rektor Háskólans í Reykjavík? SVÖR Á svipuðum slóðum Ísland og Alaska liggja álíka norðarlega og kljást því við svipaðar áskoranir, en búa líka við marga sömu kostina. Íbúafj öldi 723 þúsund - 0,5 íbúar/km² Íbúafj öldi 320 þúsund - 3,1 íbúi/km² MANNRÉTTINDI Palestínski mann- réttindafrömuðurinn dr. Mustafa Barghouthi heldur erindi á opnum fundi Alþjóðamálastofn- unar Háskóla Íslands, Félagsins Íslands-Palestínu og utanríkis- ráðuneytisins í dag. Heimsókn dr. Barghouthis er í tilefni þess að eitt ár er liðið síðan Alþingi viðurkenndi ríki Palestínu, fyrst vestrænna ríkja, en búast má við að hann ræði meðal annars um framtíð Palestínu og stöðu Palest- ínu gagnvart Sameinuðu þjóðun- um. Sveinn Rúnar Hauksson, for- maður félags- ins Ísland-Pal- estína, segir Barghouti einna fremstan meðal jafningja í for- ystuhópi Pal- estínu en hann standi þó utan við deilurnar sem geisa milli Hamas á Gasa- ströndinni og Fatah-hreyfingar- innar á Vesturbakkanum. „Hann hefur verið gagnrýn- inn á hreyfingarnar tvær og unnið ötullega að því að ná sátt- um þeirra á milli,“ segir Sveinn Rúnar og bætir við að núverandi staða komi í veg fyrir framþróun, til dæmis að kosningar geti farið fram í Palestínu. Fundurinn fer fram í hátíða- sal HÍ og hefst klukkan 17, en klukkan 20 í kvöld heldur Félagið Ísland-Palestína afmælis- og samstöðuhátíð á Hótel Borg í til- efni af 25 ára afmæli félagsins. - þj Mannréttindafrömuðurinn Mustafa Barghouthi heldur erindi í dag: Hefur unnið ötullega að sáttum MUSTAFA BARGHOUTHI EFNAHAGSMÁL Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,32% í nóvember. Tólf mánaða verðbólga hækkaði þar með úr 4,2% í 4,5%. Opin- berar spár höfðu gert ráð fyrir allt frá óbreyttri vísitölu til 0,3 pró- sentustiga hækkun. Hækkunina á verðbólgu má einna helst rekja til hækkana á verði matvöru og á verði flugfargjalda. Samkvæmt nýjustu spá Seðlabankans verður verðbólga 4,4% að meðaltali á fjórða ársfjórðungi ársins en fer lækkandi eftir áramót. - mþl Vísitala neysluverðs: Verðbólga hækkaði í 4,5% SKIPULAGSMÁL Nýr eigandi Lýsis- lóðarinnar svokölluðu að Granda- vegi 44 vill byggja þar 99 íbúða fjölbýlishús. Fyrirspurn um málið hefur verið send til borg- aryfirvalda. Fyrirtækið Þingvangur keypti lóðina fyrir skemmstu af Land- ey hf., dótturfélagi Arion banka. Þingvangur vill byggja níu hæða fjölbýlishús við sjóinn, þar sem níunda hæðin yrði inndregin. Lýsishúsið var rifið fyrir sex árum og hefur lóðin verið auð síðan þá. Samkvæmt núgildandi deiliskipulagi má byggja allt að hundrað íbúða fjölbýlishús á framanverðri lóðinni, sem snýr að sjónum. Húsið má samkvæmt skipulaginu vera sjö til tíu hæða hátt. Í hinum enda lóðarinnar gerir skipulag ráð fyrir hjúkrunar- heimili sem Reykjavíkurborg og Seltjarnarnesbær ætluðu að byggja fyrir hrun. Seltjarnar- nesbær dró sig út úr þeim áætl- unum fyrir nokkrum árum og samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru engin áform uppi um byggingu hjúkr- unarheimilis á lóðinni sem stend- ur. - þeb Nýr eigandi Lýsislóðarinnar hefur spurst fyrir hjá borginni: Vilja 99 íbúða hús á Grandaveg LÝSISLÓÐIN Þegar höfuðstöðvar Lýsis voru rifnar árið 2006 stóð til að byggja þar fjölbýlishús og hjúkrunarheimili. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Meðalhiti stærstu borga á ári: Anchorage: 2,2° | Reykjavík: 5,4° 1. Um 800 dýr. 2. Enter 4. 3. Ari Kristinn Jónsson. VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.