Fréttablaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 64
29. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| MENNING | 44 BÆKUR ★★★★ ★ Undantekningin Auður Ava Ólafsdóttir BJARTUR María, sögukona Undantekning- arinnar, upplifir fremur óvenju- legt gamlárskvöld í upphafi bók- arinnar. Flóki, eiginmaður hennar til ellefu ára, velur þetta kvöld til þess að koma út úr skápnum og hann tilkynnir konu sinni jafn- framt að hann sé ástfanginn af samstarfsmanni sínum og ætli sér að flytja til hans. Svo er hann á bak og burt. Eins og gefur að skilja er þetta Maríu töluvert áfall. Hún situr ein eftir með tvíbura á þriðja ári og glímir við ótal spurningar á borð við: „Hvað segir það um mig sem manneskju að ég skyldi ekki hafa tekið eftir neinu?“ Flókarnir tveir (já, ástmaðurinn heitir sama nafni) eru sérfræðingar í óreiðukenning- unni, en snögg net- leit segir stærð- fræðiblindingjum að sú kenning sé „formleg aðferð sem gerir stærð- fræðingum kleift að skilja eðli hins tilviljanakennda, duttlungafulla eða ófyrirsjáan- lega“. Í þessari sögu þarf María ein- mitt að takast á við óreiðuna sem fylgir duttlung- um örlaganna og hún reynir að skilja eðli hennar og endurskoða líf sitt út frá þessari óvæntu vitn- eskju um eiginmanninn. Og eins og ekki sé nóg lagt á söguhetjuna, þá skýtur blóðfaðir hennar upp kollinum í fyrsta sinn og á erindi við dóttur sína. Auk Maríu og hennar nánustu er Perla, dvergvaxin kona sem býr í kjallaranum hjá henni, ein af aðalsöguhetjum Undantekningar- innar. Perla er bæði eftirminnileg og skemmtileg persóna. Eins og stendur á útidyrunum hjá henni þá er hún „sálgreinir PhD, fjöl- skyldu- og hjónabandsráðgjafi og rithöfundur“. Perla reynist Maríu ráðagóð vinkona og hjálparhella í erfiðum aðstæðum. Vangaveltur um skáldskapar- listina eru áberandi í bókinni, ekki síst í samræðum þeirra Perlu og Maríu, en Perla skrifar glæpa- sög u r fy r i r frægan glæpa- sagnahöfund, er „ghostwri- ter“ þó að hún sé að reyna að losa sig undan þeirri k vö ð . M a r í a verður að aðal- áhugamáli henn- ar í staðinn. Ungur fugla- áhugamaður í næsta húsi hefur ei n n ig m i k ið dálæti á Maríu, enda á hún að vera sláandi fögur. Svo fögur að það slær hreinlega þögn á fólk þegar hún gengur inn á veitingahús og hún er líka góð og göfug manneskja sem hefur gert það að ævistarfi að aðstoða fórn- arlömb stríðsátaka. Texti Auðar Övu er bæði ljóð- rænn og fallegur. Persónurnar eru áhugaverðar sem og framvinda sögunnar og lesandi fær einlægan áhuga á því að vita meira um for- tíð Maríu og Flóka og það hvern- ig unnið er úr málunum. Nokkur kunnugleg stef úr fyrri verkum höfundarins skjóta hér líka upp kollinum en nú ber að vara sig á því að segja ekki of mikið. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir NIÐURSTAÐA: Fallega skrifuð, áhuga verð og skemmtileg bók sem fyllsta ástæða er til að mæla með. Út er komin bókin Pater Jón Sveins- son – Nonni hjá bókaútgáfunni Opnu, en þar skráir Gunnar F. Guð- mundsson sagnfræðingur ævisögu Jóns, sem yfirgaf föðurland sitt 1870, gerðist kaþólskur prestur og kennari meðal Jesúíta og ferðað- ist um allan heim. Frá unga aldri skrifaði hann sögur sem urðu að miklu höfundarverki og bækurnar um Nonna urðu víðfrægar. Jón lést í Þýskalandi undir lok seinna stríðs. Gunnar F. Guðmundsson hefur unnið að bókinni meðfram öðrum verkefnum síðan snemma árs 2006 en hafði viðað að sér efni áður. Hann minnist þess þegar hann las Nonnabækurnar í æsku og heillað- ist af sumum þeirra. Síðar kynntist hann Haraldi Hannessyni, sem var góður vinur Nonna og hafði tekið sér fyrir hendur að leita að heim- ildum um hann eftir að hann dó. „Þá vissu fáir hvað hafði orðið um veraldlegar eigur Jóns. Har- aldur fór á stúfana fljótlega eftir að stríðinu lauk, fann þessar heim- ildir og fékk leyfi til að flytja þær til Íslands. Hann geymdi þessar heimildir heima hjá sér og bjó um þær með mikilli prýði. Ég var góður kunningi Haralds og sá hjá honum Nonnasafnið og heyrði hann oft segja frá Nonna, sem var líka til þess fallið að vekja áhuga minn á Jóni Sveinssyni.“ Haraldur ætlaði sjálfur að skrifa ævisögu Nonna. Tími hans fór hins vegar að mestu í að flokka heim- ildirnar, skrá þær og búa um þær. „Hann gerði það af svo mikilli vandvirkni að ég bjó að því. Har- aldur á því ekki lítinn þátt í því að koma ævisögu Nonna á framfæri og á mikinn heiður skilinn.“ Gunnar lýsir Jóni sem rótlausri sál sem glímdi við mikla togstreitu. „Jón var tættur maður á tíma- bili en þegar hann hann fékk frelsi til þess að gera það sem hugurinn stóð til fann hann hamingjuna. Ein bókin heitir Hvernig Nonni varð hamingjusamur. Þar gefur Jón í skyn að hann hafi fundið hamingj- una þegar hann kynntist kaþólsku kirkjunni og fór í skóla til Frakk- lands. Ég held aftur á móti að hann hafi í raun og veru ekki orðið ham- ingjusamur fyrr en hann var leyst- ur undan öllum skyldukvöðum innan reglunnar og fékk leyfi til þess að fylgja köllun sinni eftir, sem var að skrifa. Það gerðist ekki fyrr en hann var kominn hátt á sex- tugsaldur.“ Þrátt fyrir farsæld á ýmsum svið- um var ævi Jóns líka þyrnum stráð. Gunnar segir það hafa komið sér á óvart hversu þögull Jón hafi verið um myrku tímabilin á ævi sinni. „Hann komst að raun um það þegar hann las dagbækur föður síns að bernskuár sín hefðu alls ekki verið sólrík og björt heldur þvert á móti. Lífið var endalaust basl, harð- ræði og veikindi. Hann minnist hins vegar aldrei á það í Nonnabók- unum og ekki heldur frá því mótlæti hann varð fyrir síðar á ævinni. Það átti allt að vera svo bjart og fagurt í Nonnabókunum, það var í samræmi við þann boðskap sem hann vildi að bækur sínar flyttu öðru fólki. Það er óhætt að segja að Jón bar harm sinni í hljóði.“ bergsteinn@frettabladid.is Rótlaus sál sem bar harm sinn í hljóði Flestir Íslendingar þekkja Nonnabækurnar eft ir Jón Sveinsson. Jón var einn þekktasti Íslendingur síns tíma og bækur hans þýddar á tugi tungumála. En þrátt fyrir ævintýralegt lífshlaup hefur saga hans ekki verið sögð fyrr en nú. GUNNAR F. GUÐMUNDSSON Kom á óvart hvað Jón var þögull um mótlætið í sínu lífi. Þegar Flóki kom út úr skápnum PIPA R \ TBW A SÍA 123 4 0 8 JÓN SVEINSSON Flutti utan 1870 og sneri ekki aftur til Íslands nema sem gestur, í síðara skiptið árið 1930 þar sem hann var viðstaddur Alþingishátíðina. Hér sést hann á bát við Viðey. MYND/MINJASAFNIÐ Á AKUREYRI– NONNASAFN MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.