Fréttablaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 18
29. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 18 Í hverjum 100 g af Frosties-morgunkorni frá Kel- logg‘s eru 37 grömm af sykri samkvæmt upplýsingum á umbúðum tegundarinnar sem Fréttablaðið skoðaði í matvöruverslunum. „Ef barn borðar einn skammt, sem er 30 grömm, myndi það fá í sig um 11 g af viðbættum sykri strax í morgunmat,“ segir Hólmfríður Þorgeirs- dóttir, verkefnisstjóri næringar hjá Embætti landlæknis. „Meðalorkuþörf 9 til 10 ára barna er um 2.000 kcal á dag. Samkvæmt ráðleggingum Landlæknis um mataræði og næringarefni er miðað við að viðbættur sykur sé innan við 10 prósent af hitaeiningaþörf en það samsvarar að hámarki um 50 grömm af sykri á dag. Þetta magn er minna fyrir yngri börn sem hafa minni orkuþörf.“ Neytendasamtökin hafa bent á að þótt auglýst sé að komin sé á markað sykurminni gerð af ákveðinni tegund morgunkorns þurfi neytendur samt sem áður að vera á verði. Sykurinnihaldið geti eftir sem áður verið hátt og miklu meira heldur en mælt er með. Að sögn Hólmfríðar koma 10 prósent af viðbættum sykri í fæði 9 ára barna úr morgunkorni, hjá 15 ára eru það 4 prósent en hjá fullorðnum 3 prósent. Þetta er sam- kvæmt niðurstöðum rannsókna Rannsóknarstofu í nær- ingarfræði og landskönnunar á mataræði hjá fullorðn- um. - ibs Fær barnið sælgæti í morgunmat? Sumar algengar tegundir morgunkorna, sem vinsælar eru hjá börnum, eru með svo miklum sykri að magnið er næstum því jafnmikið og í dísætu sælgæti. Meira að segja í morgunkornstegund sem sögð er vera með „heilkornatryggingu“ er mikið sykurmagn. Skráargatið er norrænt hollustumerki sem notað er á umbúðum matvæla. Skilyrðin sem sett eru fyrir Skráargatinu byggja á samnorrænu næringarráðleggingunum. Til þess að morgunkorn fái norræna Skráargatið þurfa 50 prósent innihaldsins að vera heilkorn, reiknað af þurrvigt. Viðbættur sykur má að hámarki vera 10 g í hverjum 100 g. Trefjar eiga að vera minnst 6 g í hverjum 100 g, að því er Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar hjá Embætti landlæknis, greinir frá. Nokkrar tegundir af morgunkorni sem bera norræna Skráargatið eru á markaði hér á landi, að sögn Hólmfríðar. „Það eru til dæmis tvær tegundir af íslenska morgunkorninu Bygga, Havrefras, Rugfras og Havreflakes auk fleiri tegunda.“ Viðmið norræna hollustumerkisins ➜ Sykurinnihald í morgunkorni Frosties 37g/100g Kellogg‘s Cocoa Puffs 37g/100g General Mills Honey Cheerios 24,5g/100g General Mills All Bran 18g/100g Kellogg‘s Special K 17g/100g Kellogg‘s Rice Crispies 10g/100g Kellogg‘s Cornflakes 8g/100g Kellogg‘s Granóla 7,4g/100g Gott fæði Weetabix Original 4,4g/100g Weetabix Múslí 0,2g/100g Gott fæði Á R N A S Y N IR util if. is MEINDL GÖNGUSKÓR GÆÐI Í GEGN ÚRVALIÐ ER Í ÚTILÍF. MORGUNKORN Í mörgum tegundum morgunkorna er sykurmagnið miklu meira en mælt er með. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sykurmagn í morgunkorni og súkkulaði Sykurmagnið í Snickers súkkulaði er 48,6g/100g Það er litlu meira en í sætasta morgunkorninu. FRÉTTABLAÐIÐ/SILJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.