Fréttablaðið - 29.11.2012, Síða 18
29. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 18
Í hverjum 100 g af Frosties-morgunkorni frá Kel-
logg‘s eru 37 grömm af sykri samkvæmt upplýsingum
á umbúðum tegundarinnar sem Fréttablaðið skoðaði í
matvöruverslunum. „Ef barn borðar einn skammt, sem
er 30 grömm, myndi það fá í sig um 11 g af viðbættum
sykri strax í morgunmat,“ segir Hólmfríður Þorgeirs-
dóttir, verkefnisstjóri næringar hjá Embætti landlæknis.
„Meðalorkuþörf 9 til 10 ára barna er um 2.000 kcal á dag.
Samkvæmt ráðleggingum Landlæknis um mataræði og
næringarefni er miðað við að viðbættur sykur sé innan
við 10 prósent af hitaeiningaþörf en það samsvarar að
hámarki um 50 grömm af sykri á dag. Þetta magn er
minna fyrir yngri börn sem hafa minni orkuþörf.“
Neytendasamtökin hafa bent á að þótt auglýst sé að
komin sé á markað sykurminni gerð af ákveðinni tegund
morgunkorns þurfi neytendur samt sem áður að vera á
verði. Sykurinnihaldið geti eftir sem áður verið hátt og
miklu meira heldur en mælt er með.
Að sögn Hólmfríðar koma 10 prósent af viðbættum
sykri í fæði 9 ára barna úr morgunkorni, hjá 15 ára eru
það 4 prósent en hjá fullorðnum 3 prósent. Þetta er sam-
kvæmt niðurstöðum rannsókna Rannsóknarstofu í nær-
ingarfræði og landskönnunar á mataræði hjá fullorðn-
um. - ibs
Fær barnið sælgæti í morgunmat?
Sumar algengar tegundir morgunkorna, sem vinsælar eru hjá börnum, eru með svo miklum sykri að magnið er næstum því jafnmikið
og í dísætu sælgæti. Meira að segja í morgunkornstegund sem sögð er vera með „heilkornatryggingu“ er mikið sykurmagn.
Skráargatið er norrænt hollustumerki sem notað er á
umbúðum matvæla. Skilyrðin sem sett eru fyrir Skráargatinu
byggja á samnorrænu næringarráðleggingunum.
Til þess að morgunkorn fái norræna Skráargatið þurfa 50
prósent innihaldsins að vera heilkorn, reiknað af þurrvigt. Viðbættur sykur
má að hámarki vera 10 g í hverjum 100 g. Trefjar eiga að vera minnst 6 g í
hverjum 100 g, að því er Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar
hjá Embætti landlæknis, greinir frá.
Nokkrar tegundir af morgunkorni sem bera norræna Skráargatið eru á
markaði hér á landi, að sögn Hólmfríðar. „Það eru til dæmis tvær tegundir af
íslenska morgunkorninu Bygga, Havrefras, Rugfras og Havreflakes auk fleiri
tegunda.“
Viðmið norræna hollustumerkisins
➜ Sykurinnihald í morgunkorni
Frosties
37g/100g
Kellogg‘s
Cocoa Puffs
37g/100g
General Mills
Honey Cheerios
24,5g/100g
General Mills
All Bran
18g/100g
Kellogg‘s
Special K
17g/100g
Kellogg‘s
Rice Crispies
10g/100g
Kellogg‘s
Cornflakes
8g/100g
Kellogg‘s
Granóla
7,4g/100g
Gott fæði
Weetabix Original
4,4g/100g
Weetabix
Múslí
0,2g/100g
Gott fæði
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
util if. is
MEINDL
GÖNGUSKÓR
GÆÐI Í GEGN
ÚRVALIÐ ER Í ÚTILÍF.
MORGUNKORN Í mörgum tegundum
morgunkorna er sykurmagnið miklu
meira en mælt er með. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Sykurmagn í morgunkorni og súkkulaði
Sykurmagnið
í Snickers súkkulaði er
48,6g/100g
Það er litlu meira en í
sætasta morgunkorninu.
FRÉTTABLAÐIÐ/SILJA