Fréttablaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 86
29. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| MENNING | 66 „Ég drekk rosalega mikið af ísköldu sódavatni með sítrónu, svo ætli ég verði ekki að segja að það sé í uppáhaldi.“ Andri Bjartur Jakobsson, trommuleikari. DRYKKURINN Deep Purple stígur á svið í Nýju Laugardalshöllinni 12. júlí á næsta ári. Þetta verður í fjórða sinn sem þessi heimsfræga rokkhljómsveit kemur til Íslands. Fyrst spilaði hún árið 1971 í Laugardalshöllinni og svo aftur 2004 og 2007, bæði skipt- in í Höllinni. Samanlagt hefur sveitin selt um þrjátíu þúsund miða hér á landi. Að sögn tónleikahald- arans Björgvins Þórs Rúnarssonar á hljómsveitin Íslandsmet í miða- sölu hérlendis þegar um erlenda sveit er að ræða. Árið 2007 hélt Deep Purple tvenna tónleika í Höll- inni og seldist upp á þá á örskömm- um tíma. „Þetta verður frábært tækifæri fyrir Íslendinga að sjá þessa snill- inga í hinsta sinn, því mér skilst að þetta verði í síðasta sinn sem þeir koma hingað. Eftir samtal mitt við þeirra fólk er ég sannfærður um að Íslendingar fái risatónleika þann 12. júlí,“ segir Björgvin og bætir við: „Deep Purple er enn í fullu fjöri og hefur verið að fá afbragðs- dóma fyrir tónleikana sína.“ Deep Purple er ein af þekktustu rokksveitum sögunnar. Meðal vin- sælustu laga hennar eru Smoke on the Water, Highway Star, The Woman From Tokyo, Child in Time og Perfect Stranger. Í dag er hljóm- sveitin skipuð þeim Ian Paice, Ste- ven Morse, Donald Airey, Roger Glover og Ian Gillan. Miðasala á tónleikana hefst á Midi.is fimmtudaginn 13. desemb- er. Nýja Laugardalshöllin tekur tíu þúsund manns og selt verður í svæði A og B. Söngvarinn kröftugi Eyþór Ingi Gunnlaugsson mun hita upp ásamt hljómsveit sinni. - fb Deep Purple kemur til Íslands í fj órða sinn Rokkhljómsveitin heimsþekkta heldur tónleika í nýju Laugardalshöllinni 12. júlí á næsta ári. TIL ÍSLANDS Ian Gillan og félagar í Deep Purple eru á leiðinni til Íslands í fjórða sinn. NORDICPHOTOS/GETTY „Ég hef verið að pæla í þessu greinasafni áður og þetta nám gaf mér ástæðu til að drífa þetta af,“ segir tónlistarspekingurinn Arnar Eggert Thoroddsen. Bók hans Tónlist … er tónlist: Greinar 1999 – 2012, kemur út á laugardaginn á Degi íslenskrar tónlistar. Þar er að finna hinar ýmsu greinar um tónlist sem hann hefur skrifað sem blaðamað- ur hjá Morgunblaðinu. Arnar Eggert stundar meistara- nám í tónlistarfræðum í Edinborg og ákvað að nýta tækifærið og taka saman skrifferil sinn á Mogg- anum. „Líftími greina í dagblöð- um er oft stuttur. Mig langaði að taka það sem mér fannst skemmti- legt og gefa því lengra líf,“ segir hann. „Ég tók þetta saman eftir tilfinningu. Þetta eru skemmti- legar greinar sem ég man eftir og líka það sem telst tónlistarlega merkilegt, eins og greinar um Sigur Rós eða Björk. Þegar maður les þetta í gegn sér maður svolít- ið tónlistarsögu þessara áratuga.“ Bókin verður prentuð í tvö þús- und eintökum og er þetta þriðja bók Arnars Eggerts. Áður hefur hann gefið út Umboðsmaður Íslands: Öll trixin í bókinni, ásamt Einari Bárðarsyni, og 100 bestu plötur Íslandssögunnar, ásamt Jónatani Garðarssyni. Útgáfuhóf verður haldið í Máli og menningu á laugardaginn. Höfundurinn kemst ekki á stað- inn en ætlar að spjalla við gesti og gangandi í gegnum Skype. Aðspurður segir Arnar Eggert að námið í Skotlandi gangi prýðilega. „Maður er að nördast í músík allan daginn. Ég gæti ekki verið á betri stað.“ -fb Tónlistargreinum gefi ð lengra líf Spekingurinn Arnar Eggert Thoroddsen gefur út nýja bók með blaðagreinum. Í EDINBORG Arnar Eggert Thoroddsen stundar nám í tónlistarfræðum í Edinborg. „Það sakar ekki að reyna. Er maður ekki alltaf að leita að áskor- unum í lífinu?,“ segir leikstjór- inn, leikarinn og framleiðandinn Bjarni Haukur Þórsson sem er á lista yfir umsækjendur um stöðu leikhússtjóra við Borgarleikhúsið í Ósló, eða Oslo Nye Teater. Staðan er áhrifamikil í Noregi, enda er Borgarleikhúsið í Ósló eitt af fjórum stærstu leikhúsum landsins. Listi yfir umsækjend- ur var gerður opinber í byrjun vikunnar en 14 manns sækja um stöðuna. Bjarni er ekki ókunnur norska leiklistarbransanum því hann hefur meðal annars sett upp leiksýningar þar í landi. „Ég var hvattur af norskum vinum og kunningjum til að sækja um þessa stöðu, en ég er nú ekki vongóður um að verða ráðinn. Það eru ekki fordæmi fyrir því að útlendingur sé ráðinn í stöðu sem þessa,“ segir Bjarni Haukur, sem þessa dagana er með í bígerð framleiðslu kvik- myndar sem verður byggð á leik- ritinu Afanum eftir hann sjálfan. Borgarleikhúsið í Ósló hefur gengið í gegnum fjárhagsörðug- leika undanfarið og ákveðin upp- stokkun á sér stað innan leikhúss- ins. Bjarni segir þær breytingar sem fram undan eru hjá leikhúsinu spennandi og hann sé tilbúinn að taka þátt í þeim ef þess er óskað. „Það eru breytingar í pípunum innan leikhússins sem gera starf- ið mjög áhugvert. Ég lauk MBA- prófi í fyrra og þetta starf er rök- rétt framhald á því námi.“ Bjarni segist ekki kominn svo langt að hugsa hvað hann myndi gera yrði hann ráðinn. Samning- urinn hljóðar upp fjögur ár og nýr leikhússtjóri tekur við í janú- ar 2014. Bjarni þekkir hins vegar vel til í Noregi og segist skilja norskuna ágætlega, en hann talar sænsku reiprennandi. „Ég ólst upp í Svíþjóð og maður kemst nokkuð langt á sænskunni í Noregi. Það er hins vegar nóg að gera hjá mér núna svo ég hef lítið náð að hugsa um þetta, enda eru ekki miklar líkur á því að ég verði ráðinn. Við sjáum hvað setur.“ alfrun@frettabladid.is Sækist eft ir stöðu Borg- arleikhússtjóra í Ósló Leikstjórinn, leikarinn og framleiðandinn Bjarni Haukur Þórsson sækir um áhrifastöðu í Noregi og etur þar kappi við mörg þekkt nöfn innan norska leik- húsbransans. Hann segist ekki sérlega vongóður um að verða ráðinn. SÆKIR UM LEIKHÚSSTJÓRASTÖÐU Í NOREGI Bjarni Haukur Þórsson var hvattur af norskum vinum til að sækja um stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins í Ósló. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ● Stofnað í febrúar 1929. ● Staðsett í hjarta miðbæjar Ósló með þremur sviðum í þremur byggingum á sama svæði í höfuðborginni. ● Árið 2008 var leikhúsið eitt mest sótt leik- hús Noregs og sóttu yfir 197.000 áhorfendur sýningar þar á árinu. ● Sama ár voru 122 fastir starfsmenn við leik- húsið. Alls voru starfsmenn yfir 400 talsins. ● Meðal umsækjenda um leikhússtjórastöð- una er leikarinn Geir Kvarme, en hann er mjög þekktur í heimalandi sínu. Kvarme er fastráð- inn leikari við leikhúsið og hefur setið í stjórn þess undanfarin ár. Norskir fjölmiðlar telja hann því líklegastan til að hreppa hnossið. Oslo Nye Teater
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.