Fréttablaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 42
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson, benediktj@365.is, s. 512-5411 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Þessi fjöldi er þau dýr sem finnast og eru flutt í sérstakt dýraathvarf norðarlega á Kanarí. Miklu fleiri dýr eru skilin eftir sem eru á flæk- ingi um eyjuna. Fleiri hundar ganga lausir á Kanarí en á nokkrum öðrum stað á Spáni. Í dýraathvarfinu er reynt að koma dýrunum fyrir á heim- ilum. Í fyrra tókst að koma um 1.500 köttum og hundum fyrir hjá fjölskyldum sem óskuðu eftir að fóstra dýrin. Dýr sem enginn vill taka að sér þarf að aflífa eftir nokkrar vikur í athvarfinu. Það er nauðsynlegt til að hægt sé að hafa eftirlit með öllum þessum dýrum, auk þess finnast sífellt fleiri dýr og pláss- ið er fljótt að fyllast. Félag dýralækna í Las Palmas hefur látið gera heimildarmynd um athvarfið Bañaderos til að vekja fólk til umhugsunar um heimilislausu dýrin og ábyrgð á dýrahaldi. Spánverjar af meginlandinu koma mikið til Kanarí yfir vetrar- mánuðina og taka þá gæludýrin með sér. Sömuleiðis kemur fjöldi manna frá öðrum Evrópuríkjum og Norðurlöndum. Samkvæmt reglum EB sem tóku gildi í janúar á þessu ári er heimilt að ferðast með gælu- dýr sem hafa ferðapassa. Dýrið þarf að hafa gengist undir bólu- setningar en gæludýravegabréf- ið staðfestir það. Kanaríeyjar auglýsa að gælu- dýr séu velkomin. Eigendur dýr- anna verða þó að huga að reglum hótela áður en lagt er af stað með dýrin í ferðalag. Gæludýra- vegabréfið er ekki orðið að veru- leika hér á landi en Helgi Hjörv- ar alþingismaður hefur lagt fram frumvarp þess efnis og vonast til að það verði samþykkt innan tíðar. Dýralæknar á Kanaríeyjum hafa útbúið sérstaka heimildarmynd vegna allra þeirra gælu- dýra sem eru skilin eftir á eyjunni. Ása María Valdimarsdóttir þekkir feg-urstu leyndardóma heimsins betur en margur enda víðförull fararstjóri sem byrjaði ferilinn hjá Ingólfi Guðbrands- syni í Útsýn snemma á níunda áratugnum. „Ég hef alltaf jafn gaman af fararstjórn og minn stíll er að leyfa fólki að staldra við, njóta og horfa í kringum sig. Sumir staðir eru einfaldlega svo heillandi að maður tímir helst ekki að kveðja.“ Stærsta skemmtifley heims Ása María hefur sett saman mýmargar ferð- ir sem sameina mannlíf og menningu ásamt starfsfólki Úrvals Útsýnar. Á nýárinu eru tvær freistandi glæsisiglingar fram undan. „Þá leggjumst við í f lakk á f lottustu skemmtiferðaskipum heims. Skipin eru f ljótandi hótel með öllum lífsins lysti- semdum um borð og sannkallað lúxuslíf og dekur. Í febrúar siglum við með glæsi- fleyinu Oasis of the Seas frá Fort Lauderdale yfir til Haítí, Jamaíku og Mexíkó. Skipið er stærsta skemmtiferðaskip heims með 2.000 manna áhöfn og 6.000 farþegum.“ Önnur sigling á ekki síður glæstu skipi verður farin í apríl. „Þá f ljúgum við til Dubaí og siglum á Serenade of the Seas alveg ævintýralega fallega leið í gegnum Súez-skurðinn með- fram Egyptalandi og Alexandríu niður til Barcelona. Fleiri siglingar eru fyrirhugaðar á nýja árinu og má nefna siglingu um Mið- jarðarhafið í ágúst; frá Róm til Grikklands með viðkomu á grísku eyjunum.“ Töfrar Kína Í júní fer Úrval Útsýn á framandi vit töfra- landsins Kína. „Þar heimsækjum við sögufræga staði sem f lestir vilja upplifa á ferðalagi um Kína; Peking, Sjanghæ, Terracotta-herinn og meira að segja Hong Kong. Að nema land í Kína er eins og að koma í annan heim og upplifunin ólýsanleg,“ segir Ása María en fararstjóri verður kínversk stúlka búsett á Íslandi. Fegurstu staðir Evrópu Á teikniborði Ásu Maríu eru sérferðir til margra af fegurstu stöðum Evrópu. „Þar má nefna rómantíska vorferð til Mið-Evrópu þar sem dýrlegt er að sjá nátt- úruna vakna áður en vorið birtist hér. Við dveljum í yndislegu þorpi í Ölpunum og könnum hvort beljurnar með bjöllurnar séu komnar út og förum að paradísinni Boden- vatni sem að liggja landamæri Þýskalands, Austurríkis og Sviss,“ segir Ása María sem hvarvetna leggur mikið upp úr góðum hót- elum og aðbúnaði. „Allt eru þetta sérvaldir áfangastaðir sem kalla á streitulaust líf og þar sem fólk þráir að staldra við lengur til að upplifa og njóta fegurðar og mannlífs.“ Fleiri Evrópuferðir verða farnar á árinu; meðal annars á vínhátíð í Mósel. „Vínviður er fiskur Móseldalsins og þar ætlum við að vera á mjög góðu hóteli í sex daga og taka þátt í hátíðarhöldunum og svipast um í nágrenninu.“ Ekki bara Derrick og BMW Í borgarferðum bætist nú við þýska heims- borgin München. „München er ein af mínum uppáhalds- borgum en þar snýst lífið ekki bara um bjór, bolta, Derrick og BMW. Borgin geym- ir mikla sögu og upphaf nasismans, lit- ríkt mannlíf og stutt er í frægar hallir og töfrandi áfangastaði,“ segir Ása María sem heldur einnig upp á Berlín, Dublin og Brig- hton sem allar eru á lista yfir borgarferðir Úrvals Útsýnar. Nánar um allar ferðir Úrvals Útsýnar má sjá á www.uu.is. Staldrað við um stund í paradís Heimurinn er fullur af ómótstæðilegum áfangastöðum. Úrval Útsýn býður upp á fjölbreytta flóru ferða um heimsins höf og til framandi staða sem allir eiga sameiginlegt að stela hjarta ferðalangsins. Kjörorðin eru mannlíf, menning, slökun og hamingja. Starfsfólk framleiðslu- og hópadeildar Úrvals Útsýnar, Ingibjörg Elsa Eysteinsdóttir, Ása María Valdimarsdóttir og Lára Birgisdóttir. MYND/VALLI Skilja gæludýrin eftir á Kanarí 4.500 gæludýr voru skilin eftir af eigendum sínum á Kanaríeyjum á síðasta ári. SKEMMTUN SEM SKIPTIR MÁLI Í OPINNI DAGSKRÁ Á STÖÐ 2 HÉR FÆRÐU RAUÐU NEFIN: Hagkaup, Bónus, MP banki, Te og Kaffi, Domino’s. www.unicef.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.