Fréttablaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 56
29. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| MENNING | 36 BAKÞANKAR Friðriku Benónýs PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Pondus! Hvar ertu? Jokkmokk! Norður- Svíþjóð! En slappaðu af! Ég held ég hafi náð að hrista lögguna af mér við Umeå! Vertu viðbúinn... Slæmi strákurinn ætlar að gera eitthvað slæmt! Hvað ætlarðu... Uss! Ekki horfa á mig! Hvað ætlarðu að gera? Ég er að velta fyrir mér að setja tygg jóið mitt undir bekkinn! NÍRH! Þetta er Jói, hann er lesblindur. Heimska skjaldbaka! Ég bjargaði lífi hennar og hún deyr samt? Ég fékk næstum salmonellu við að gefa henni munn við munn! Skriðdýr eru oft svo vanþakklát. Þau geta alveg verið kurteis þótt þau séu með kalt blóð! 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA MYNDASÖGUR Ég sendi henni skilaboð á Facebook fyrir mörgum klukkutímum og hún hefur enn ekki svarað,“ segir kollega mín ösku- pirruð þegar talið berst að útsiktuðum við- mælanda sem hún hefur verið að reyna að ná í. Við hin dæsum öll og hristum höfuðið yfir þessum fádæma dónaskap í konunni. Hver svarar ekki skilaboðum á Facebook um hæl? Hvurslags er þetta? ÞESSIR tæknivæddu tímar gera ekki ráð fyrir einkalífi. Það á að vera hægt að ná í þig á stundinni í gegnum síma eða tölvu, hvort sem þér líkar það betur eða verr. Kjósir þú að svara ekki er það álitinn dónaskapur eða hroki nema hvort tveggja sé. Með því að nýta þér sam- skiptatæki yfir höfuð virð- ist þú hafa skrifað undir samning þess efnis að allir eigi að geta náð í þig þegar þeim hentar hvernig sem á stendur fyrir þér. Þú átt ekki tíma þinn, tæknin á hann og þú virðist ekki hafa atkvæðisrétt í málinu. VERANDI sú skástífa sem ég er hef ég tekið upp þann sið að svara ekki í síma utan vinnutíma, vinum mínum til mikillar gremju. Þau eru ófá skilaboðin sem berast á Facebook þar sem ásökunum um eigingirni, dóna- skap og lélega vináttu rignir yfir mig. Ég svara eftir dúk og disk, bið forláts, ég hafi mikið að gera og þeim fáu klukkustundum sólarhringsins sem ekki fari í vinnu vilji ég gjarnan fá að ráðstafa sjálf. Ekki þykir það gild afsökun og næstu skilaboð eru gjarn- an enn harðorðari en þau fyrstu. Hvernig dirfist ég að kalla það að sinna ekki vinum mínum ráðstöfun eigin tíma? Og var ég ekki að segja frá því á Facebook að ég hefði farið út að borða? Aldeilis ekki vinnan sem heldur mér frá samskiptum greinilega, ég er bara eigingjörn tík. AÐ TAKA eigin félagsskap fram yfir félagsskap annarra er ekki viðurkenndur möguleiki. Nei, það hlýtur að liggja eitt- hvað annað og grunsamlegra að baki. Sam- særiskenningar blossa upp og vinkonur eiga löng símtöl sín á milli þar sem önnur yfirheyrir hina um hvort ég sé eitthvað móðguð út í sig. Hin hummar og jæjar og segir já og kannski og þegar ég hugsa út í það … Og snjóboltinn hleður utan á sig með ógnarhraða. Útskýringar mínar eru ekki skóbótar virði og áður en hendi er veifað er búið að skipa í lið í vinahópnum; með og á móti. Svona verða stríðin til. Skila- boðin í innboxinu skiptast nú í tvo flokka; svívirðingar eða stuðningsyfirlýsingar. Og allt sem ég braut af mér var að svara ekki í síma. Ég held ég hætti bara alfarið að lesa skilaboð á Facebook líka. Svaraðu manneskja!LÁRÉTT2. skipalægi, 6. tveir eins, 8. rá, 9. farfa, 11. æst, 12. nasl, 14. raup, 16. kúgun, 17. púka, 18. slunginn, 20. í röð, 21. treysta. LÓÐRÉTT 1. loðfeldur, 3. mannþvaga, 4. óglatt, 5. lík, 7. helber, 10. hald, 13. bar, 15. skordýr, 16. margsinnis, 19. ullarflóki. LAUSN LÁRÉTT: 2. höfn, 6. ee, 8. slá, 9. lit, 11. ör, 12. snakk, 14. skrum, 16. ok, 17. ára, 18. fær, 20. tu, 21. trúa. LÓÐRÉTT: 1. pels, 3. ös, 4. flökurt, 5. nár, 7. einskær, 10. tak, 13. krá, 15. maur, 16. oft, 19. rú. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Tryggðu þér miða! Miðasala í fullum gangi! Sýnt í Borgarleikhúsinu í október, nóvember og desember. Sýningar í Hofi á Akureyri í nóvember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.