Fréttablaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 24
29. nóvember 2012 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS S kuldabréfamarkaðurinn komst í uppnám í fyrradag og lokað var fyrir viðskipti með íbúðabréf Íbúðalánasjóðs í Kauphöll Íslands. Ástæðan voru ummæli Sigríðar Ingi- bjargar Ingadóttur, formanns velferðarnefndar Alþingis, í viðtali við fréttavef Bloomberg, þar sem hún sagði nauðsynlegt að endursemja um skilmála íbúðabréfanna þannig að þau væru uppgreiðanleg og afnema ríkisábyrgð á sjóðnum. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, gagnrýndi Sigríði harðlega fyrir ummælin. Þau birtust opinberlega þegar nokkrir klukkutímar voru í boðaða tilkynningu stjórnvalda um aðgerðir til að leysa úr vanda Íbúðalánasjóðs. Út frá sjónarmiðum um jafnræði aðila á markaði og jafnan aðgang þeirra að upplýsingum lokaði Kaup- höllin fyrir viðskipti með íbúðabréfin. Sigríður Ingibjörg vill þó ekkert kannast við að ummælin kunni að hafa verið óheppileg. Hún segir að vandi ÍLS verði ekki minni þótt hann sé ekki ræddur. Áhættan í rekstri sjóðsins sé öllum kunn, líka þeim sem stunda viðskipti á markaði. Þetta er út af fyrir sig hvort tveggja rétt. Og enginn getur bannað þingmönnum að tjá skoðanir sínar. Viðbrögð þingmanns- ins benda hins vegar til þess að hún skilji ekki eða vilji ekki skilja þær sérstöku aðstæður sem voru í þessu máli og hvers vegna tímasetning ummælanna var alveg fráleit. Eigendur íbúðabréfa, sem eru til dæmis lífeyrissjóðir og einstaklingar sem hafa fest sparnað sinn í skuldabréfasjóðum, þekkja auðvitað vel áhættuna í rekstri ÍLS. Þeim var hins vegar ekki kunnugt hvernig ríkisstjórnin hygðist bregðast við vand- anum. Fjárfestar biðu með talsverðri eftirvæntingu eftir boðaðri tilkynningu um viðbrögð stjórnvalda klukkan tvö í fyrradag. Þegar formaður velferðarnefndar Alþingis, sem fer með málefni sjóðsins og menn skyldu ætla að væri inni í málinu, tilgreinir í alþjóðlegum fjölmiðli hvaða leiðir eigi að fara, er skiljanlegt að mönnum bregði í brún og telji að þetta hljóti að vera inntakið í tilkynningunni. Sem það var svo reyndar alls ekki. Þegar svo bætist við að báðar tillögur Sigríðar Ingibjargar fela í sér að breyta reglunum eftir á (eins og er að verða eitt helzta einkenni þessarar ríkisstjórnar í augum fjárfesta), flytja vanda ÍLS yfir á fjárfesta og gera íbúðabréfin mun síðri fjárfestingar- kost, er ekkert skrýtið að uppnám hafi orðið á markaðnum. Þingmenn eru vanir að geta gasprað um hin og þessi mál án þess að þeir séu nokkurn tímann kallaðir til ábyrgðar. Stundum vill hins vegar svo til að þeir eru í þannig stöðu, að gasprið hefur afleiðingar. Þetta er svoleiðis mál. Nú gerir ekki nokkur maður ráð fyrir að íslenzkur stjórnmála- maður viðurkenni mistök samdægurs. Það hefur að minnsta kosti ekki gerzt svo menn muni. Einhvern tímann fljótlega væri samt sniðugt að nefndarformaðurinn viðurkenndi að henni hafi orðið á í messunni, ekki sízt svo aðrir geti lært af því. Páll Harðarson boðar að Kauphöllin fari yfir það með stjórn- málamönnum að þeir gæti orða sinna þegar þeir fjalla um skráð verðbréf. Það virðist engin vanþörf á því námskeiði. Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Þingmaður setur skuldabréfamarkaðinn í uppnám: Gaspur hefur afleiðingar ÍBÚÐALÁNA- SJÓÐUR Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingkona Sam- fylkingarinnar Síðastliðinn þriðjudag varð nokkurt upp- nám „á markaði“ vegna ummæla minna um Íbúðalánasjóð. Eitthvað fór tímasetn- ingin fyrir brjóstið á stressuðum við- skipavinum kauphallarinnar, þó innihald þess sem ég sagði gæfi vart tilefni til upp- hlaupa og æsings. Ég sagði ekkert annað en það sem allir „markaðsaðilar“ vita. Íbúðalánasjóður á í miklum vanda og á honum þarf að taka til skamms tíma og til frambúðar. Í ljósi sögunnar þarf þetta upphlaup þó vart að koma á óvart. Sumir viðskiptavinir kauphallarinnar virðast alltaf jafn hissa þegar bent er á augljósa hluti. Haustið 2010 þurfti ríkissjóður að leggja Íbúðalánasjóði til 33 milljarða króna. Ég samþykkti það framlag á Alþingi en gerði að skilyrði að fram færi rannsókn á Íbúðalánasjóði. Niðurstaða þeirrar rannsóknar er væntanleg innan tíðar. Undanfarna mánuði hefur farið fram á vegum fjármálaráðherra úttekt á stöðu Íbúðalánasjóðs og nauðsynlegra aðgerða til að lágmarka tjón ríkissjóðs og þar með almennings á Íslandi. IFS greining vann skýrslu fyrir ráðherra og þar segir m.a.: „Með kerfisbreytingu sjóðsins hinn 1. júlí 2004 og tilheyrandi skiptiútboði var lagður grunnur að þeim vanda sem sjóðurinn hefur átt við að glíma á síðustu misserum. Frá þeim tíma hefur sjóður- inn verið með opna vaxtaáhættu/upp- greiðsluáhættu sem lýsir sér í að skuld- ir sjóðsins eru óuppgreiðanlegar meðan útlán sjóðsins eru það ekki. Þessi áhætta er stærsta áhætta sjóðsins að mati IFS.“ Mér og „markaðnum“ hefur lengi verið þessi áhætta ljós og lýsti ég þeirri skoð- un minni á þriðjudaginn að grípa yrði til aðgerða. Ríkisstjórnin ákvað sl. þriðjudag að óska eftir því við Alþingi að stofnfé Íbúða lánasjóðs yrði aukið um 13 millj- arða króna á fjárlögum 2013. Þá má búast við frekari framlögum á næstu árum til sjóðsins og allt stefnir í að kostnaður rík- isins vegna hans verði a.m.k. 50 milljarð- ar þegar upp er staðið. Fyrir þá peninga væri hægt að reisa nýjan Landspítala. Alþingsmenn hafa tjáð sig af minna til- efni! ➜ Ég sagði ekkert annað en það sem allir „markaðsaðilar“ vita. Íbúðalánasjóður á í miklum vanda og á honum þarf að taka til skamms tíma og til frambúðar. Í ljósi sög- unnar þarf þetta upphlaup þó vart að koma á óvart. Nýju fötin keisarans JÓLA KAFFI 400 G KR PK Andstaða styður ekki stjórn Ein af stórfréttum gærdagsins var sú að þingmaður stjórnarandstöðunnar ætlaði ekki að styðja fjárlagafrum- varp ríkisstjórnarinnar. Þingmaðurinn sem um ræðir, Róbert Marshall, sagði sig úr þingflokki Samfylkingarinnar í haust, en sagðist reyndar enn vera stuðningsmaður stjórnarinnar. Sá stuðningur er þó hvergi festur í samkomulag og eðlilega kýs Róbert eftir eigin sannfæringu. Staðan í stjórnmálunum er hins vegar sú að ríkisstjórnin hefur ekki lengur meirihluta, 31 af 63 þingmönnum sitja í þingflokkum stjórnarflokkanna. Skiptir það máli? Annað mál er hvort þetta breyti nokkru. Hefðin er sú að stjórnarand- staðan kýs ekki gegn fjárlögum heldur situr hjá. Fjárlög ársins 2012 voru borin upp í mörgum hlutum og yfirleitt samþykkt með um 30 at- kvæðum, reyndar allt niður í 26. Hitt er svo annað mál að ef stjórnarand- staðan vill blása til kosninga strax fellir hún fjárlagafrumvarpið, því þá þarf að rjúfa þing. Græðarar skráðir Alþingismönnum er ekkert óviðkom- andi og lagafrumvörp og þingsálykt- unartillögur bera vott um það. Tillaga til þingsályktunar um heildrænar meðferðir græðara, liggur nú fyrir þingi, en fyrsti flutningsmaður er Guðrún Erlingsdóttir úr Samfylk- ingunni. Þar er lagt til að Bandalag íslenskra græðara eigi fulltrúa í starfshópi og komið sé á fót frjálsu skráningarkerfi græðara, en græðarar eru þeir sem veita „þjónustu sem einkum tíðkast utan hinnar almennu heilbrigðisþjónustu og byggist á hefð og reynslu.“ kolbeinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.