Fréttablaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 70
29. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| MENNING | 50 Rekstrarvörur - vinna með þér TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Í spilaranum Brian Eno er einn af frumkvöðlunum í popptónlist síðustu áratuga. Hann var m.a. einn af þeim fyrstu til að búa til ambient-tónlist, sem á íslensku er yfirleitt kölluð sveimtónlist, en hefur líka verið kölluð hughrifatónlist. Fyrstu sveimtónlistarlög Enos voru á plötunum No Pussy- footing sem hann gerði með Robert Fripp og kom út 1973 og á þriðju sólóplötunni hans Another Green World (1975). Fyrsta sólóplatan hans sem ein- göngu var með sveimtónlist var Discreet Music sem kom út í árslok 1975. Á henni voru fjögur verk, m.a. eitt rúmlega 30 mín- útna verk á fyrri hliðinni. Eno bjó svo til röð platna sem höfðu yfirheitið Ambient. Þar á meðal voru Music for Airports (1978) og On Land (1982). Hinn 12. nóvember sl. kom út ný Eno-plata, hans fyrsta sólóplata síðan 2005. Hún heitir Lux og var unnin upp úr tónlist sem Eno gerði upphaflega fyrir myndlistarsýningu. Það er Warp-útgáfan í Sheffield sem gefur út. Tónlistin á Lux er mjög í anda gömlu sveimtónlistarplatnanna. Platan er 75 mínútur að lengd og á henni eru fjögur verk sem heita einfaldlega Lux 1–4, en það eru samt engin skil á milli þeirra. Lux er latína og þýðir ljós og það nafn hæfir tónlistinni mjög vel. Það er ótrúlega bjartur og fallegur hljómur á plötunni. Tónlistin er lág- stemmd og sveimkennd og virkar á köflum tilviljanakennd. Þegar maður hlustar á hana fær umhverfið einhvern veginn annan blæ. Ég hlustaði fyrst á hana á gönguferð á myrkum nóvembermorgni og allt í einu fannst mér vera orðið bjart. Í ritdómi á Pitchforkmedia er tónlistinni á Lux m.a. lýst svona: „Hún breytir hvaða herbergi sem er í listræna innsetningu þar sem spennandi hlutir geta gerst, eða ekki …“. Eno lýsir upp skammdegið SVEIM Lux er í anda gömlu ambient- platnanna. Björk Bastards Dream Central Station Dream Central Station Rihanna Unapologetic Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, Tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/ Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, Tonlist.is 22.11.2012 ➜ 28.11.2012 LAGALISTINN TÓNLISTINN Sæti Flytjandi Lag 1 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn 2 Jónas Sigurðsson Hafið er svart 3 Retro Stefson Glow 4 Valdimar Sýn 5 Rihanna Diamonds 6 Ragnar Bjarnason / Jón Jónsson Froðan 7 Adele Skyfall 8 Bruno Mars Locked Out Of Heaven 9 The Lumineers Ho Hay 10 Mumford & Sons I Will Wait Sæti Flytjandi Plata 1 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn 2 Retro Stefson Retro Stefson 3 Raggi Bjarna Dúettar 4 Valdimar Um stund 5 Ýmsir Minningartónleikar um Elly Vilhjálms 6 Skálmöld Börn Loka 7 Sigurður Guð. & Memfism. Okkar menn í Havana 8 Of Monsters And Men My Head Is An Animal 9 Bjarni Arason Elvis Gospel 10 Jónas Sigurðsson Þar sem himin ber við haf „Það er langt um liðið og ég er ekki sú sem ég var áður,“ segir í upphafslínum fyrsta lagsins á Girl On Fire, nýútkominni breiðskífu söngkonunnar Aliciu Keys. Platan er sú fimmta í röðinni frá Keys, sem vakti fyrst athygli aðeins tví- tug að aldri árið 2001 með frum- burðinum Songs in A Minor. Sú plata seldist í bílförmum, hefur selst í alls um tólf milljónum eintökum í dag, vann til fimm Grammy-verðlauna og skartaði meðal annars metsölulaginu Fallin‘ sem lifað hefur góðu lífi síðustu tæpu tólf árin. Í kjölfar útkomu Songs in A Minor fylgdu þrjár breið skífur, The Diary of Alicia Keys frá 2003, As I Am frá 2007 og The Element of Freedom frá 2009. Allar nutu þær fáheyrðra vinsælda og héldu söngkonunni í fremstu röð popp- söngkvenna á heimsvísu, þótt þeirri síðastnefndu hafi raunar mistekist að komast á topp vin- sældalista í Bandaríkjunum eins og fyrirrennurum hennar. Hún náði þó öðru sætinu í heimalandi Keys og efsta sætinu í Bretlandi. Hagir söngkonunnar breyttust heilmikið eftir útgáfu The Ele- ment of Freedom og hefur hún haft tiltölulega hljótt um sig í undan fara útgáfu nýju plötunnar, Girl on Fire, að minnsta kosti sé miðað við árin á undan þegar hún þeyttist linnulítið heimshorna á milli og skammtaði sjálfri sér lít- inn sem engan frítíma. Undan- tekningin var þátttaka hennar í risasmellinum Empire State of Mind ásamt Jay-Z, einu allra vin- sælasta lagi ársins 2009 og raunar síðari ára í heiminum. Ástæðuna fyrir hlédrægninni má að stórum hluta rekja til þess að í kringum útkomu The Element of Freedom árið 2009 tilkynnti Keys um trúlofun sína og upp- tökustjórans Swizz Beatz. Parið gekk í það heilaga í Suður-Afríku meðan á Heimsmeistarakeppn- inni í knattspyrnu stóð í landinu sumarið 2010 og fyrsta barn söng- konunnar, sonurinn Egypt, leit dagsins ljós nokkrum mánuðum síðar. Ferðalögum hefur því farið fækkandi hjá hjónum og barni, en þess í stað hefur Keys haldið sér í æfingu með því að leikstýra upp- færslu á Broadway og stuttmynd, hanna strigaskólínu fyrir Reebok, koma fram sem gestasöngvari hjá ýmsum listamönnum og takast á hendur einstaka tónleika. Girl On Fire, sem einkennist að miklu leyti af lögum í rólegri kantinum og píanóleik Keys sjálfrar, var tekin upp í Banda- ríkjunum, Bretlandi og á Jamaíku (sem útskýrir hugsanlega reggí- áhrifin sem sveima yfir nokkrum laganna), með aðstoð nafntogaðra upptökustjóra á borð við Dr. Dre og Babyface. „Þessi plata er trúrri því sem ég er og sögunni sem ég er að reyna að segja en áður … Það er mjög mikilvægt fyrir mig að lýsa því hvernig mér líður og hvernig heiminum líður. Heimur- inn er nýr! Mér líður eins og allt sé nýtt,“ segir Keys um plötuna, sem er vissulega ný. Brennandi Alicia Keys Bandaríska söngkonan geysivinsæla Alicia Keys hefur sent frá sér fína fi mmtu breiðskífu, Girl On Fire. Hún segist hafa breyst og líði eins og allt sé nýtt. DÍVA Alica Keys snýr aftur á plötunni Girl on Fire, hennar fimmtu breiðskífu. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.