Fréttablaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 46
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 20126 SÉRKENNILEGUR MATUR TIL SÝNIS Ýmis skemmtileg og sérkennileg söfn eru til víða um heim sem ein- blína á mat og matargerð. Ferðavefurinn Lonelyplanet.com birti nýlega lista yfir sérkennilegustu söfn þeirrar tegundar í heiminum á vef sínum. Þar má meðal annars finna Evrópska aspassafnið sem er í bænum Schrobenhausen í suðurhluta Þýskalands. Safnið inniheldur upplýsingar um ræktun aspas, næringarupplýsingar og þátt aspas í sögu, menningu og matargerð landsins. Edik hefur lengi verið notað til matargerðar víða um heim, þar á meðal í Japan. Í bænum Handa stendur Su No Sato ediksafnið en bæjarbúar hafa framleitt edik síðan á fimmtu öld. Upphaflega var edik aukaafurð frá bruggun hrísgrjónavínsins sake. Á safninu má meðal annars fræðast um sögu ediksins og hollustu þess auk þess sem gestum er sýnt hvernig framleiða skal gott edik. Salamipylsan er mið- depill Salami- og papr- ikusafnsins í Szeged í Ungverjalandi. Þótt mörgum þyki lítið spenn- andi að fylgjast með pylsu- gerð eru Ungverjar frægir fyrir salamipylsurnar sínar. Hægt er að skoða tæki til pylsugerðar og áhugaverðar upplýsingar um sögu og innihald salamipylsunnar. Á efri hæð safnsins er hægt að fræðast um paprikuna sem er mikilvæg uppistaða í ungverskri matargerð.Skráðu þig inn – drífðu þig út Ferðafélag Íslands Leyndarmál jökla og fegurð landslags á myndakvöldi FÍ Næsta myndakvöld Ferða- félags Íslands er í dag miðvikudaginn 17. febrúar í sal Ferðafélagsins í Mörkinni 6 og hefst kl. 20.00 að vanda. Myndakvöldið er að þessu sinni í umsjá hjónanna Helga Björnssonar jöklafræðings sem sýnir ljósmyndir af íslenskum jöklum og fjallar um hið sýnilega og ósýnilega landslag sem jöklarnir búa yfir. Bók Helga, Jöklar á Íslandi sem kom út fyrir síðustu jól hefur hvarvetna vakið aðdáun enda um stórvirki að ræða. Jöklar á Íslandi fékk hin íslensku bókmenntaverðlaun í flokki fræðirita. MYNDAKVÖLD FÍ Fimmtu gur 29. nóvember kl. 20 Sal FÍ Mörkinni 6 Eitt fjall á viku myndasýning og kynning Umsjón: Páll Ásgeir Ásgeirsson Aðgangur ókeypis – allir velkomnir Skráðu þig inn – drífðu þig út Ferðafélag Íslands Líkt og víða annars staðar á landinu er mikið um að vera á aðventunni á Akur eyri. Þar er afar jólalegt um að litast og nýfallinn snjór yfir öllu, sem hefur ákveðna kosti í för með sér. Frábært skíðasvæði opið Skíðaferð til Akureyrar gæti verið eftir- minnileg fyrir alla fjölskylduna. Skíða- svæðið í Hlíðarfjalli var opnað 25. nóvem- ber síðastliðinn. Þar er nægan snjó að finna, ólíkt skíðasvæðum á höfuðborgarsvæð- inu. Í Hlíðarfjalli eru bæði lyftur og brekk- ur fyrir fullorðna jafnt sem börn, byrjend- ur og lengra komna. Jólahús og jólagarður Lítið fallegt jólahús stendur í Eyjafirðin- um í um 10 mínútna akstursfjarlægð frá miðbæ Akureyrar. Þar snarkar eldur í arni, jólasöngvar hljóma og jólaangan fyllir vitin. Húsið lítur út að utan eins og gert sé úr sætabrauði og innandyra er hægt að fá ýmsar jólavörur. Við húsið stendur einnig turn sem hýsir heimsins stærsta jóladaga- tal. Ekki er ólíklegt að síðustu þrettán dag- ana fyrir jól megi sjá jólasveini bregða fyrir og upplagt að hafa með sér heitan drykk og njóta nestis og næðis í ljósum prýddum garðinum. Opið er frá 14 til 22 alla daga. Blómstrandi leiklist á Akureyri Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mund- ir jólasýninguna Ef ég væri jólasveinn. Leik- ritið segir frá ungum dreng í Giljaskóla sem á sér þann draum heitastan að vera jóla- sveinn. Tilvalið er að skella sér í fjölskylduferð í leikhús eftir skíðaferð í Hlíðarfjalli. Þá er önnur sýning í Ketilhúsinu fyrir fullorðna fólkið. Þar fara stórleikararnir Þráinn Karls- son, Gestur Einar Jónasson og Aðalsteinn Bergdal á kostum við að leika sjálfa sig; gamla, bitra, geðilla leikara sem halda að þeir séu virtir, dáðir og sívinsælir. Tónlist og menningarlíf Nóg er um að vera þegar kemur að tónleika- haldi og væri nær að tala um tónleikaveislu. Margir af fremstu tónlistarmönnum lands- ins munu stíga á stokk á Akureyri. Í menn- ingarhúsinu Hofi verða reglulega tónleikar alla aðventuna; KK og Ellen, Frostrósir, Gospel kór Akureyrar, Stúlknakór Akureyr- arkirkju, Gissur Páll Gissurarson og marg- ir f leiri munu koma þar fram. Alla daga í desember fram að jólum verður svo lifandi jóladagatal með fjölbreyttri dagskrá. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Menn- ingarhússins Hofs, www.menningarhus.is. Á Græna hattinum verður svo vegleg tón- leikadagskrá þar sem margir af bestu tón- listarmönnum landsins munu koma fram. Helst ber að nefna hljómsveit- irnar ADHD, Dúkkulísurnar, Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar, Hjalta- lín, Skúla mennska, Magna, Þórunni Lárusdóttur, Jón Jónsson og fleiri. Fjöldi annarra viðburða verða á dag- skrá á Eyjafjarðarsvæðinu á aðvent- unni. Hægt er að sjá ítarlegt viðburða- dagatal á heimasíðunni www.visitak- ureyri.is auk upplýsinga um staði til að skoða og aðra afþreyingu. Aðventuferð til Akureyrar Akureyri getur verið einstaklega fallegur bær á að líta í desember. Snjór liggur oftast yfir öllu og ljósadýrðin speglast í haffletinum. Ótal margt er þar um að vera á aðventunni og nýtur bærinn þeirrar sérstöðu að stutt er á skíðasvæðið í Hlíðarfjalli þar sem nægan snjó er að finna. Leikfélag Akureyrar sýnir á aðventunni jólaleikritið Ef ég væri jólasveinn. Fegurð Eyjafjarðar er óumdeild á stilltum kvöldum þar sem ljósin speglast í haf- fletinum. NORDICPHOTOS/GETTY Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli var opnað 25. nóvember. NORDICPHOTOS/GETTY Í jólahúsinu er snarkandi arineldur, upplýstur jólagarður og fallegir jólamunir til sölu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.