Fréttablaðið - 29.11.2012, Side 69

Fréttablaðið - 29.11.2012, Side 69
FIMMTUDAGUR 29. nóvember 2012 | MENNING | 49 Söngkonan Esther Jökulsdóttir syngur jólalögin af sígildri plötu Mahaliu Jackson á tónleikum í Egilsstaðakirkju í kvöld. Þetta er sjötta árið í röð sem Esther flytur jóla- og gospellög að hætti Mahal- iu, en í fyrsta sinn sem hún fer með prógrammið austur. „Ég er alin upp á Héraði og þykir mjög gaman að fara loks- ins heim með þetta prógramm sem er mér mjög hjartfólgið,“ segir Esther. Ástæða þess hve mikið Esther heldur upp á lög Jackson er sú að á hennar æsku- heimili var platan með Mahaliu Jackson, Silent Night, sett á fón- inn á aðfangadagskvöld þegar jólin gengu í garð. „Þegar tónar plötunnar bárust um húsið þá voru jólin byrjuð,“ segir Esther og bætir við að það hafi blundað í henni í mörg ár að syngja lögin áður en hún lét slag standa. „Ég fékk svo úrvalsfólk í lið með mér og þetta hafa alltaf verið dásamlegir tónleikar, það má segja að þeir séu orðnir að hefð hjá mér,“ segir Esther sem flytur prógrammið í Fríkirkjunni í Reykjavík þann 13. desember klukkan átta. Auk hennar koma fram Bjarni Arason sem er gesta- söngvari, karlakvartett skipaður þeim Benedikt Ingólfssyni bassa, Einari Clausen og Skarphéðni Hjartarsyni og Erni Arnarsyni tenórum, og hljómlistarmenn- irnir Aðalheiður Þorsteinsdóttir, sem leikur á píanó, á trommum er Erik Qvick, Gunnar Gunnars- son leikur á Hammondorgel og Gunnar Hrafnsson á kontrabassa. Útsetningar laganna eru unnar af Aðalheiði og Skarphéðni. Mahalia Jackson fastur hluti aðventunnar Esther Jökulsdóttir og hljómsveit fl ytja jóla- og gospellög í Egilsstaðakirkju og Fríkirkjunni í Reykjavík. Opið laugard. kl. 10-14 Sígilda Óskajógúrtin sem enginn verður leiður á. Óskajógúrt jólasveina í 40 ár Létta Óskajógúrtin án viðbætts sykurs. Þeir eru óðir í Óskajógúrt og fá ekki nóg enda geta þeir valið um tíu bragðtegundir. Óskastundir jólasveina eru þegar börnin brosa af gleði og þegar þeir smakka á sínu uppáhalds Óskajógúrti. Hver er þín óskastund? HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER Hátíðir 17.00 Dr. Mustafa Barghouti heimsækir Ísland í tilefni af 25 ára afmæli félags- ins Ísland-Palestína og heldur tölu í hátíðarsal Háskóla Íslands. Yfirskrift fyrirlestursins er Palestína - vegferð til frelsis. Barghouti verður heiðursgestur á afmælissamkomu félagsins sem haldin verður á Hótel Borg í kvöld klukkan 20. Bókmenntir 20.00 Bókakvöld ReykjavíkurAkademí- unnar, Sögufélagsins, Sagnfræðinga- félags Íslands og Bókasafns Dagsbrúnar verður haldið í húsakynnum Reykjavík- urAkademíunnar, Hringbraut 121. Tónlist 20.00 Kvennakór Reykjavíkur heldur sína árlegu aðventutónleika í Fella- og Hólakirkju. Tónleikarnir eru tileinkaðir Ingibjörgu Þorbergs og bera yfirskriftina Nýstárlegur jólaköttur með bjartsýni og brosi. Sigríður Thorlacius syngur einsöng með kórnum. Miðaverð er kr. 3.000. 21.00 Bing Crosby tribute-jólatónleikar verða haldnir á Café Rosenberg. 21.15 Hljómsveitirnar Benni Hemm Hemm og Just Another Snake Cult halda tónleika á Gamla Gauknum. Miðaverð er kr. 1.000. 22.00 Andrea Gylfadóttir og Eðvarð Lárusson halda tónleika á Ob-La-Dí Ob- La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. Fyrirlestrar 12.00 Annemette Hejlsted, sendikenn- ari í dönsku við HÍ, heldur hádegisfyrir- lestur undir yfirskriftinni Fiktion-løgn, leg eller kunstighed. Fyrirlesturinn fer fram á dönsku í stofu 106 í Odda. 12.10 Hallgerður Hallgrímsdóttir ræðir um sýningu sína, Landslag, í Ljósmynda- safni Reykjavíkur. auk þess ræðir hún um listsköpun sína í víðara samhengi og það sem framundan er. 16.00 Tom Holloway heldur fyrirlestur um Indland á vegum samtakanna u3a að Hæðagarði 31. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina India - my personal view. Hann fer fram í gegnum Skype og er þýddur á íslensku jafnóðum. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. ESTHER JÖKULSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.