Fréttablaðið - 29.11.2012, Page 32

Fréttablaðið - 29.11.2012, Page 32
29. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 32 Eitt mesta sérkennið í nátt- úru Íslands eru nútíma- hraunin. Þau standa okkur svo nærri að við skynjum hvernig yfirborð jarðar hefur myndast og hvað býr undir. Og á mesta þétt- býlissvæði landsins eru hraunin fyrir allra augum, ekki síst í Hafnarfirði og Garðabæ. En hvernig höfum við gengið um þessar náttúru- smíðar? Höfum við ætlað komandi kynslóðum að njóta þess sem við höfum haft fyrir augum – lengst af? Fórnarlamb framkvæmda Það er vert að spyrja þessarar spurningar þegar eitt merkileg- asta hraunið, Búrfellshraun í lönd- um Garðabæjar og Hafnarfjarðar, verður stöðugt fórnarlamb fram- kvæmdagleði okkar mannanna. Á þessu ári eru liðin 40 ár frá andláti eins okkar merkasta jarð- fræðings og brautryðjanda, Guð- mundar Kjartanssonar, sem lést um aldur fram árið 1972. Hans síð- asta verk var merk grein um Búr- fellshraun og aldur þess sem birtist í Náttúrufræðingnum á dánarári Guðmundar. Honum tókst reyndar ekki að ljúka greininni, en félagar hans, Jón Jónsson og Þorleifur Ein- arsson, luku henni eftir minnis- blöðum höfundar. Guðmundur var reyndar annar Íslendingurinn sem lauk prófi í jarðfræði – hinn var Helgi Péturs áratugum fyrr. Tilviljanir réðu því að Guðmundi tókst að láta aldursgreina Búr- fellshraun. Snemma árs 1970 varð mikið sjávarflóð og rótaðist upp jarðvegur við strönd Balahrauns sem er einn hluti Búrfellshrauns og vestan Hafnarfjarðar. Var Guðmundi sagt frá þessu. Á stór- straumsfjöru seinna á árinu tókst Guðmundi að finna og grafa upp fjörumó undir hrauninu og lét ald- ursgreina hann hjá Þjóðminjasafn- inu í Kaupmannahöfn. Samkvæmt þeirri aldursgreiningu var hraunið um 7.240 ára gam- alt. Við síðari rannsókn- ir hefur aldurinn reynst hærri, eða rúmlega 8.000 ár. Guðmundur kenndi við Flensborgarskóla í fjölda ára og gjörþekkti því Búr- fellshraunið. Með greininni um Búr- fellshraun fylgir kort með hinum mörgu aðskildu hraunum sem Búrfells- hraun nær yfir s.s. Smyrla- búðahraun, Urriðakotshraun, Grá- helluhraun, Vífilsstaðahraun, Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun og Gálgahraun. Guðmundur fjallar ítarlega um hraungjána Búrfellsgjá og Búrfellsgíg sem telst til eld- borga. Einnig um Hjallamisgeng- ið sem sker sundur gjána og gíginn og tryggir íbúum höfuðborgar- svæðisins hið góða drykkjarvatn. Fram kemur að ysti hluti hrauns- ins, Gálgahraun, er 12 km frá upp- tökunum í Búrfellsgíg. Í lok greinar bendir Guðmund- ur Kjartansson á nauðsyn þess að raska ekki Búrfellshrauni með mannvirkjum. Hann vekur athygli á lítilsháttar grjótnámi í Urriða- kotshrauni sem tókst að stöðva fyrir atbeina Náttúruverndarráðs. Þetta hraun ætti nauðsynlega að friða. Hvað skyldi Guðmundur þá hafa sagt um allt umrótið kringum IKEA? Einhver áform voru uppi um byggingu skála við Búrfell og Búrfellsgjá, en þau tókst einnig að stöðva. Þakkaði Guðmundur það þáverandi yfirvöldum í Garðabæ og Hafnarfirði. Merkar minjar Í þessari grein vekur Guðmund- ur athygli á hinni merkilegu jarð- fræði hraunsins og hversu kjörið það er til fræðslu. En aðrir þættir gera Búrfellshraunið einnig mjög sérstakt. Þar er margar menn- ingarminjar að finna, s.s. Gjáar- rétt í Búrfellsgjá, Maríuhella og fleiri hella, söguslóðir í Vífils- staðahrauni sem tengjast Vífils- staðaspítala, fyrstu vegarslóða um hraunið, vatnsstokkinn frá Kald- árseli að ógleymdum öllum fornu hraungötunum í Gálgahrauni og víðar. Minjar um forna búskapar- hætti eru um allt. Svo er það þáttur Jóhannesar S. Kjarvals. Nú er að koma í ljós að hann málaði vítt og breitt um Búr- fellshraun. Þekktastir eru Kjar- valsklettarnir en einnig átti hann sér staði í Vífilsstaðahrauni og Svínahrauni hjá Vífilsstaðahlíð. Nokkrar af „meintum“ Þingvalla- myndum Kjarvals voru málaðar í Búrfellshrauni. Mælirinn fullur Það er svo sannarlega kominn tími til að allt sem eftir er af Búrfells- hrauni verði friðað – bæði í landi Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Það er einstakt að búa að hrauni í miðri byggð með þennan mikla fjöl- breytileika og margháttuðu sögu. Yfirvöld í Garðabæ hafa vissu- lega stigið góð skref í þessa átt og Hafnfirðingar hafa sýnt lit. En þegar vantar land undir íbúabyggð, atvinnurekstur, vegi, golfvelli og hesthús svo dæmi séu nefnd, er sneitt af hrauninu hér og þar. Að endingu verða kannski nokkrir klettar eftir. Baráttan nú gegn nýjum Álfta- nesvegi gegnum Gálgahraunið er mælikvarðinn á það, hvort mælir- inn sé ekki endanlega orðinn full- ur. Við ættum að sjá sóma okkar í því að heiðra minningu Guðmund- ar Kjartanssonar jarðfræðings með því að segja og framkvæma – nú er endanlega komið nóg. Ekki meir, ekki meir sagði Steinn Steinar. Búrfellshraun – eitt merkasta hraun á Íslandi Sumir segja að það sé vond hugmynd að stytta vinnutíma í kreppu. Aðrir segja að það sé vond hug- mynd að stytta vinnutíma í uppsveiflu. Staðreyndin er sú að það er almennt góð hugmynd að stytta vinnutímann. Nokkrar blákaldar stað- reyndir: Íslenskt samfélag er mjög efnað, þó svo hér sé hópur fólks sem þurfi að lifa við kjör sem engum ætti að bjóðast. Nóg er til af góðu húsnæði, gott heil- brigðis- og menntakerfi og fá ríki eru eins tæknivædd. Ein ástæða þess að lífsgæði eru mikil á Íslandi er að við höfum yfir vélum að ráða sem geta unnið verkin fyrir okkur í hluta eða heild. Fyrir einni öld var til dæmis róið á opnum bátum til sjós – nú gera menn út á stórum stálskipum, en líka minni bátum í bland. Allt saman er þetta vélknúið. Samt vinnum við mjög mikið. Og raunar hefur vinnudagurinn almennt lítið styst undanfarna áratugi: Árið 2005 var meðal- vinnuvikan 42 stundir á viku, en árið 1991 stóð hún í 44 stundum. Milli áranna 1980 og 2008 fækkaði vikulegum vinnustundum aðeins um 1,2 stundir. Og það allt þrátt fyrir sífellt aukna framleiðslu og að vélar létti sífellt verkin. Ástæðan fyrir þessu er í sjálfu sér einföld: Launafólk hefur almennt lítið um sinn vinnutíma að segja, atvinnurekendur stjórna vinnutímanum mestmegnis. Svo er það hitt að áherslumál stéttar- félaga hafa falist í að tryggja fólki hærri laun og aukinn kaupmátt. Það var ekki vanþörf á en ýmis- legt hefur breyst á undanförnum áratugum. Skipting gæðanna Rannsóknir hafa sýnt að með auknum tekjum samfélaga aukast lífsgæði. Þegar vissum punkti er náð hættir það hins vegar að vera raunin, er hér átt við t.d. lífslíkur, félagsleg tengsl, gæði húsakosts og menntunar. Það sem skiptir þá meira máli er hvernig gæðum er skipt innan samfélaganna. Ef sam- félag er ríkt og tekjum er mjög misskipt, þá er meira um félags- leg vandamál, svo dæmi sé tekið. Ef skiptingin er jafnari er minna um félagsleg vandamál. Fróðleiks- fúsir geta lesið meira um þetta í bókinni The Spirit Level eftir Richard Wilkinson og Kate Pickett. Barátta stéttarfélag- anna hefur skilað mörgum hópum bættum kjörum, en vinnu- tíminn er langur og lítt styttur. En misskipting jókst á undanförn- um áratugum, sumir hafa mjög há laun meðan aðrir skrimta. Og mis- skiptingin felst ekki bara í launum því sumir eru fastir í skuldasúpu sem hrunið og eftirköst þess ýttu undir eða bjuggu til. Breyttar áherslur Stéttarfélögin hafa því mikilvæga hlutverki að gegna að auka lífs- kjör fólks. Í ljósi þessara breyt- inga er þörf á breyttum áherslum. Megináherslan ætti nú að felast í að stytta vinnutíma, enda mjög augljós lífsgæðaaukning sem felst í því: Meiri tími gefst með fjölskyldu, vinum og til að sinna áhugamálum. Hin áherslan ætti að felast í að draga úr misskiptingu, einkum með að minnka launabil og berjast fyrir umbótum á lána- fyrirkomulagi. Með því að stíga þessi tvö skref má draga úr vinnu og dreifa auðnum, þannig að allir hafi það betra. Lítið hefur heyrst frá stjórn- málaflokkum um styttingu vinnu- tíma. Íslendingar vinna lengur en þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Stjórnmálamenn hafa nú tækifæri á kosningavetri að setja aukin lífsgæði á dagskrána. Til þess að auka lífsgæði hér- lendis þurfum við að hætta að einblína á kaupmátt. Það er ekki síður mikilvægt að stytta vinnu- tímann og draga úr misskipting- unni. Það þarf ekki lengur að strita dag og nótt til að draga björg í bú. Við eigum öll skilið styttri vinnu- dag, meiri tíma með fjölskyldum og vinum, til að sinna áhugamál- um. Það er engin ástæða til þess að fólk komi dauðþreytt heim og eigi þá eftir að sinna húsverkum. Og að þessu ber stéttarfélögunum að vinna. Styttum vinnutímann og bætum lífsgæði Hópur alþingismanna hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skipuð verði nefnd til að endurskoða skipan banka- starfsemi í landinu með aðskilnaði viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Nefndin á að skila tillögum fyrir 1. febrúar 2013. Þetta er óskynsamleg tillaga. Hagur af alhliða bönkum Lögum samkvæmt eru íslenskir viðskiptabank- ar og sparisjóðir alhliða, þ.e. hafa heimild til að stunda bæði fjárfest- ingarbanka- og viðskiptabanka- starfsemi. Þetta er í samræmi við það sem tíðkast um alla Evrópu og víðast hvar annars staðar í heim- inum. Með því að samtvinna þessa starfsemi geta bankarnir veitt viðskiptavinum sínum fjölbreytt- ari þjónustu en ella og samnýtt húsnæði, tölvukerfi og fjölmargt starfsfólk á báðum sviðum. Þessu fylgir hagræði fyrir bankana og viðskiptavini þeirra. Áföll viðskiptabanka Ýmsir virðast telja að með því að banna viðskiptabönkum að stunda fjárfestingarbankastarfsemi megi lágmarka eða jafnvel koma í veg fyrir áföll. Því fer fjarri. Ríkis- sjóður þurfti að leggja Útvegs- banka Íslands hf. (1987) og Lands- banka Íslands (1993) til verulega fjármuni vegna útlánataps þeirra. Mikið útlánatap kallaði á fjár- hagslega endurskipulagningu sparisjóðanna á Ólafsfirði (1997), Hornafirði (2001) og Siglufirði (2001) með aðstoð annarra spari- sjóða. Tiltektin og uppgjörið eftir íslenska bankahrunið sýnir að óvarfærin útlána- starfsemi á þenslu- og útrásarárunum átti drjúg- an þátt í falli banka og sparisjóða. Í Bandaríkj- unum og Evrópu má nefna ýmis dæmi um hefðbundna viðskiptabanka sem stjórn- völd hafa þurft að bjarga í yfirstandandi fjármála- og efnahagskreppu. Reglur hafa verið hertar Hér á landi hafa þegar verið dregnir ýmsir lærdómar af bankahruninu. Þannig er bönk- um nú beinlínis bannað að veita lán með veði í eigin hlutabréfum. Þá hafa reglur um lánveitingar til tengdra aðila verið hertar. Þar með er búið að bæta úr tveimur áberandi veikleikum í íslenskum bankareglum. Settar hafa verið stífari reglur um ýmsa þætti í starfsemi banka, þ.á m. kröfur um eigið fé og laust fé, stjórnarhætti og innra eftir- lit (áhættustýringu, innri endur- skoðun og regluvörslu). Loks hefur Fjármálaeftirlitið verið eflt þannig að virkara eftirlit er með bönkum en áður. Umdeilt erlendis Innan tæplega tveggja ára þurfa bandarískir bankar að hlíta umdeildum reglum um mörk milli tiltekinnar fjárfestingarbanka- starfsemi og viðskiptabankastarf- semi. Í fyrra voru lagðar fram til- lögur á Englandi sem miða að því sama. Fyrir nokkrum vikum voru lagðar fram tillögur í Evrópusam- bandinu. Hvergi er lagður til full- ur aðskilnaður. Á öllum þessum svæðum eru skiptar skoðanir um það hvort þær reglur sem þegar hafa verið settar eða tillögur sem fram hafa komið séu skynsamlegar og nái yfirlýst- um tilgangi sínum. Það er nefni- lega hægara sagt en gert að draga markalínur milli fjárfestingar- banka og viðskiptabanka. Á þenslu- og útrásarárunum fyrir bankahrunið töluðu sumir forkólfar íslensks viðskiptalífs niður til annarra Norðurlanda. Sagan hefur sýnt hversu hroka- fullt þetta var. Lærum af þessu og lítum til þessara landa sem fyrir- mynda í því að þróa bankakerfi. Og þar fer lítið fyrir umræðu um aðskilnað fjárfestingarbanka og viðskiptabanka. Annað verkefni brýnna Aðskilnaður fjárfestingarbanka og viðskiptabanka er ekki mest aðkallandi verkefnið í íslenska bankakerfinu. Bankakerfið er of stórt. Afgreiðslustaðir eru of margir, tölvukostnaður of hár miðað við umfang viðskiptanna, stjórnunar- og eftirlitskostnaður sívaxandi og starfsfólk of margt. Óhagræðið í bankakerfinu kemur fram í hærri vöxtum og þjónustu- gjöldum en ella. Það skerðir sam- keppnishæfni íslenskra fyrirtækja og rýrir lífskjör almennings. Brýnasta verkefnið er því að leysa úr læðingi þá krafta sem duga til að umbylta bankakerfinu. Óskynsamleg bankatillaga SAMFÉLAGSMÁL Guðmundur D. Haraldsson B.S. í sálfræði og meðlimur í Lýðræðisfélaginu Öldu ➜ Aðskilnaður fjárfest- ingarbanka og viðskipta- banka er ekki mest aðkall- andi verkefnið í íslenska bankakerfi nu. Bankakerfi ð er of stórt. ➜ Íslendingar vinna lengur en þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Stjórn- málamenn hafa nú tækifæri á kosnin- gavetri að setja aukin lífsgæði á dagskrána. ➜ Það er svo sannarlega kominn tími til að allt sem eftir er af Búrfellshrauni verði friðað – bæði í landi Garðabæjar og Hafnar- fjarðar. SKIPULAGSMÁL Reynir Ingibjartsson formaður Hraunavina FJÁRMÁL Finnur Sveinbjörnsson fyrrverandi ban- kastjóri Hjálpum þeim Nú er bara tæpur mánuður til jóla og eitt af því sem einkennir aðventuna er örlæti og kærleikur í garð fátækra og hrjáðra. Við getum auðvitað kallað það hræsni að leggja sérstaka áherslu á mannúðarstarf einn mánuð á ári en það hlýtur þó að vera skárra að almenningur sé meðvitaður um eymd meðbræðra sinna einu sinni á ári en alls ekki. Auk þess er sá dómur tæpast sanngjarn því þótt söfnunarátök séu mest áberandi í kringum jól er hjálpar- starf auðvitað í gangi allt árið. http://blog.pressan.is/evahauks Eva Hauksdóttir AF NETINU Á R N A S Y N IR util if. is DEUTER FUTURA Bakpokar MARGVERÐLAUNAÐIR BAKPOKAR, ÝMSAR STÆRÐIR. FRÁ 18.990 kr.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.