Fréttablaðið - 29.11.2012, Side 34
29. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 34
Við Ragnar Th. Sigurðsson
ljósmyndari höfum mælt
stöðu brúnar á Steinsholts-
jökli í allmörg ár. Skrið-
jökullinn gengur norður
úr Eyjafjallajökli. Hann
hefur hopað og þynnst sam-
fellt á mælitímabilinu og
er fulltrúi allra skriðjökla
landsins og raunar yfir 90%
allra jökla utan Grænlands
og Suðurskautslandsins en
þeir eru um 300 þúsund.
Allur jökulís heims geym-
ir rúm 2% vatnsins á yfir-
borði jarðar. Hann er afar mikil-
vægt ferskvatnsforðabúr, einkum
í fjalllendi heimsálfanna og á lág-
lendi nærri því. Hin rúm 97% eru
saltur sjór.
Meðalhiti á jörðinni hefur hækk-
að um 0,7 gráður á Celsíus á undan-
förnum eitt hundrað árum og aldrei
hraðar en undanfarna áratugi enda
aukning gróðurhúsagasa hraðari en
sést hefur í mæligögnum úr ískjörn-
um sem sýna þá sögu í 650 þúsund
ár. Ísland hefur færst, hvað gróður
og dýralíf varðar, um 800 km í suður.
Enginn vafi
Enginn vafi leikur lengur á megin-
orsökunum. Þær felast í síaukinni
dreifingu gróðurhúsagasa, hömlu-
lítilli gróðureyðingu og æ meiri
rykmengun vegna athafna manna.
Hiti hækkar í neðstu loftlögum en
það kólnar í heiðhvolfinu. Talið er
að efnahagskerfi heims geti þolað
hitastigshækkun um allt að 2°C á
næstu fjórum til sex áratugum og
hækkun heimshafanna um allt að
einn metra. Hvort tveggja kallar
á gríðarleg fjárframlög og veldur
flestöllum þjóðum miklu raski.
Í þessum mánuði kom út skýrsla
Alþjóðabankans „Turn Down the
Heat“. Stofnunin er frekar þekkt
fyrir íhaldssemi en andstæðu henn-
ar í þjóðfélagsmálum. Í skýrslunni
kemur fram svipuð afstaða og í
skýrslu Alþjóðaorkumálastofn-
unarinnar fyrir skömmu.
Meðal annars er því haldið
réttilega fram að ekki megi
nýta nema þriðjung þekktra
birgða kolefniseldsneytis í
heiminum ef við ætlum að
halda okkur innan 2° hækkunar
ársmeðalhitans – nema þjóðunum
takist að binda kolefni á heimsvísu
með nýrri tækni og gróðurfram-
förum. Næstum tveir þriðju hlutar
birgðanna eru kol, 22% olía og 15%
gas, aðallega í Bandaríkjunum, Mið-
Austurlöndum, Kína og Rússlandi.
Oftrú á skyndigróða
Núna er ekkert samkomulag í sjón-
máli um verulegar framfarir í að
sporna við hlýnun andrúmsloftsins,
þvert á móti. Nýjustu hugmyndir
um að nýta flóknar og dýrar aðferð-
ir við að ná upp olíu og gasi norðan
heimskautsbaugs, á erfiðum slóðum,
vekja svartsýni á vegferð næstu ára
eða áratuga. Skammsýni og oftrú á
skyndigróða sýnast ætla að ríkja
yfir varkárni og skynsemi. Hvar er
umhyggjan fyrir heimsbyggð morg-
undagsins?
Stjórnmál vega afar þungt í þess-
um efnum. Líka þrýstingur almenn-
ings. Ég hef sagt það áður og skrifa
hér enn einu sinni: Íslendingar hafa
tækifæri til að koma fram sem djörf
og sterk rödd meðal þjóða við að
hægja á þeysireiðinni inn í ofhlýnun
jarðar og koma með ábendingar og
kröfur um lausnir. Til þess höfum
við þekkingu og ríka ástæðu. Ella
líkjumst við litlu stúlkunni með eld-
spýturnar í sögu Hans Christians
Andersen, nema hvað vandamálið
er ekki kuldi heldur varmi.
Í grein sinni í Fréttablaðinu
20. okt. sl. gagnrýnir Jón
Hallsson nýja franska
rannsókn sem skekið hefur
vísindaheiminn og valdið
auknum áhyggjum manna
af öryggi erfðabreyttra
matvæla og fóðurs. Þegar
líftæknirisinn Monsanto
sótti um leyfi ESB fyrir
erfðabreyttu maísyrki sínu
NK603 lagði fyrirtækið
fram niðurstöðu 90 daga til-
raunar á rottum sem benti
til eitrunar í lifur og nýrum – niður-
stöðu sem Monsanto gerði ekkert úr
og taldi tölfræðilega ómarktæka.
Franska rannsóknin sem Séral-
ini o.fl. gerðu komst að því að taka
hefði átt niðurstöður tilrauna Mons-
anto um eitrunaráhrif mun alvarleg-
ar. Rannsókn Séralini spannaði tvö
ár (ævilengd rottu) og komst að því
að til lengri tíma hefði erfðabreytt-
ur NK603 maís alvarleg eituráhrif
á nýru og lifur en olli einnig æxl-
ismyndun og ótímabærum dauða í
tilraunarottunum. Franska rann-
sóknin sýnir glöggt að yfirvöld ESB
þurfa að krefjast lengri og ítarlegri
tilrauna á dýrum með allar erfða-
breyttar plöntur svo langtímaáhrif
erfðabreyttra matvæla á neytendur
verði rétt metin.
Ógnun við heilsufar
Líftækniiðnaðurinn er nú að reyna
að innleiða erfðabreyttar plöntur
sem eru jafnvel enn meiri ógnun við
heilsufar okkar, t.d. erfðabreyttar
kartöflur, hveiti og hrísgrjón. Þetta
eru grunnfæðutegundir sem neytt
er daglega og oft neytt beint af akr-
inum. Flest erfðabreytt matvæli á
markaði eru unnar vörur. Erfða-
breytt soja, maís og repja eru í mat-
vörum okkar sem unnin efni og
mest af DNA í þessum vörum hefur
sundrast. Erfðabreyttra kartaflna,
hveitis og hrísgrjóna verður hins
vegar neytt að mestu í óunnu formi
og með mun meiru af erfðabreyttu
DNA, sem gæti valdið mun
meiri hættu á óþekktum
eiturefnum og ofnæmis-
völdum sem hin ónákvæma
og ófyrirsjáanlega tækni
við erfðabreytingar getur
orsakað. Neytendur á Vest-
urlöndum geta e.t.v. forð-
ast þessar nýju og hættu-
legu erfðabreyttu afurðir,
en lítt upplýstir neytendur í
þróunarlöndunum sem búa
við slaka löggjöf og spilltar
ríkisstjórnir eru berskjald-
aðri fyrir þeim. Suður-Afríkubúar
neyta maíss allt að þrisvar á dag
(að hluta beint af ökrunum), en 40%
maísræktunar í landinu eru einmitt
NK603 yrkið.
Rannsókn úthúðað
Líftækniiðnaðurinn brást hart
við frönsku rannsókninni og með
því að úthúða henni og höfundum
hennar. Hið sama gerir gengi nokk-
urra íslenskra vísindamanna sem
auðsjáanlega telja það atvinnu- og
fjárhagslegum hagsmunum sínum
fyrir bestu.
Jón Hallsson gagnrýnir t.d. Séral-
ini fyrir að hafa notað sn. Sprague
Dawley-rottur við tilraunir sínar
þar sem þær hafi tilhneigingu til
að mynda æxli. Jóni ætti þó að vera
kunnugt um hve SD-rottan er mikið
notuð í dýratilraunum. Til dæmis
var hún notuð í 90 daga tilraun sem
Monsanto gerði til að afla samþykk-
is ESB fyrir maísyrkinu NK603.
Hundruð leyfisveitinga fyrir erfða-
breyttar lífverur byggðust á tilraun-
um með SD-rottur. Ef SD-rottan er
óhæf til afnota í dýratilraunum eins
og Jón lætur að liggja þá eru komin
ærin tilefni til að afturkalla hundr-
uð leyfa fyrir erfðabreyttar plöntur
og innkalla þúsundir erfðabreyttra
matvæla á markaði. Það kallar einn-
ig á innköllun illgresiseitursins
glýfosat sem notað er á 80% erfða-
breyttra plantna í heiminum (þ.m.t.
NK603-maís) þar sem notkun þess
var leyfð á grundvelli tilrauna með
SD-rottur.
Jón Hallsson telur rannsókn
Séralini o.fl. ekki standast kröfur
OECD. En rannsókn Séralini beind-
ist að eituráhrifum og OECD-kröfur
tilgreina að nota skuli 10 rottur af
hvoru kyni í slíkum rannsóknum.
Jón hefur líkt og Monsanto gagn-
rýnt Séralini fyrir að nota aðeins
10 rottur af hvoru kyni. Monsanto
notaði 20 rottur af hvoru kyni í til-
raunum sem það gerði til að afla sér
leyfis ESB fyrir maísyrkinu NK603,
– en lýsti aðeins greiningu á 10 rott-
um, sama fjölda og Séralini notaði.
Notaði Monsanto aðeins hraustustu
10 rottur af 20 til þess að hagræða
niðurstöðum sínum? Við því fáum
við aldrei svör þar sem Monsanto
neitar að birta rannsóknargögn
dýratilrauna sinna.
Vakning til stjórnvalda
Jón virðist ekki átta sig á að franska
rannsóknin var ekki hönnuð til að
greina krabbamein. Það kom hins
vegar á óvart að rottur fóðraðar á
erfðabreyttum maís mynduðu mun
fleiri æxli en rottur sem fengu
óerfðabreyttan maís. Séralini mælir
með því að rannsókn hans verði
fylgt eftir með langtímarannsókn-
um þar sem fleiri rottur eru notaðar
þannig að unnt verði að leggja töl-
fræðilegt mat á tíðni æxla og dánar-
tíðni.
Líftækniiðnaðurinn reynir jafn-
an að rakka niður sjálfstæð vísindi
sem birta neikvæðar niðurstöður
um erfðabreyttar plöntur. Nýjasta
rannsókn Séralini verður hins vegar
ekki töluð í hel. Hún felur í sér vakn-
ingu til stjórnvalda og eftirlitsaðila
allra landa.
➜ Líftækniiðnaðurinn
reynir jafnan að rakka niður
sjálfstæð vísindi sem birta
neikvæðar niðurstöður…
➜ Núna er ekkert
samkomulag í sjón-
máli um verulegar
framfarir í að sporna
við hlýnun andrúms-
loftsins, þvert á móti.
Vísindin vefengja öryggi
erfðabreyttra matvæla
Litla stúlkan
með eldspýturnar?
ERFÐABREYTT
MATVÆLI
Sandra B.
Jónsdóttir
sjálfstæður ráðgjafi
GRÓÐURHÚSA-
ÁHRIF
Ari Trausti
Guðmundsson
jarðvísindamaður
og rithöfundur