Fréttablaðið - 29.11.2012, Síða 38

Fréttablaðið - 29.11.2012, Síða 38
FÓLK|TÍSKA Á tískusýningu Marc by Marc Jacobs í New York fyrir stuttu, þar sem sýnd var vortískan 2013, komu í ljós töluverð áhrif frá sjöunda og áttunda áratug síð- ustu aldar. Æpandi litir, röndóttar línur og punktar. Marc Jacobs segir að kon- ur þurfi ekki að vera naktar til að vera kynþokkafullar og vísar til þess fatn- aðar sem hann kynnir fyrir vorið. Kjól- arnir eru langt frá því að vera flegnir. Klútar eru mikið notaðir, jafnt sem belti og yfir höfuðið. Pilssíddin er rétt fyrir ofan hné. Sportsokkar við pils og kjóla voru áberandi og mittið á buxunum hefur hækkað. Þetta er sportleg tíska í fallegum litum og hentar örugglega mörgum þeim sem vilja ganga í frjáls- legum fatnaði. LITRÍK VORTÍSKA Marc Jacobs sýndi litríka vortísku fyrir 2013 í New York á dögunum. Margir sáu afturhvarf til fortíðar hjá honum eins og mörgum öðrum hönnuðum um þessar mundir. FRJÁLSLEGT HJÁ MARC BY MARC Fatahönnunarteymið Ostwald Helgason fékk hæsta styrkinn, eða eina og hálfa milljón, þegar sex og hálfri milljón var úthlutað úr Hönn- unarsjóði Auroru nú í vikunni. Teymið saman- stendur af þeim Ingvari Helgasyni og Susanne Ostwald en þau hafa undanfarið vakið mikla athygli í tískuheiminum fyrir hönnun sína. „Við sýndum á tískuvikunni í New York í september síðastliðnum og höfum fengið mikla athygli og um- fjöllun eftir það í stórum tískublöðum, meðal annars í Vogue og Style. com. Við fengum einnig styrk úr Hönnunar- sjóði Auroru síðast þegar var úthlutað úr honum og sá styrkur gerði okkur kleift að taka þátt í tískuvikunni núna í haust þannig að þessir styrkir eru okkur mjög mikilvægir,“ segir Ingvar. Hönnunarsjóður Auroru er þriggja ára tilraunaverkefni sem hefur að markmiði að skjóta styrkum stoðum undir íslenska hönnun með því að veita hönnuðum fjárhagslega aðstoð. Markmið sjóðs- ins er að styrkja hönnuði til að koma sjálfum sér, hugmyndum sínum, vörum og verkefnum á framfæri og aðstoða við vöruþróun og markaðssetningu hér- lendis og erlendis. Ostwald Helgason fékk styrkinn núna til þess að geta tekið þátt í tískuvikunni í New York í febrúar á næsta ári en þar sýnir teymið haust- og vetrartísku næsta árs. „Þetta er frekari þróun á því sem við höfum verið að gera. Við stofnuðum merkið árið 2008 og höfum hægt og rólega verið að finna út hvaða stefnu við viljum taka. Á sýningunum í New York höfum við verið með eins konar kynningar á línunni okkar en þá standa módelin í tvo klukkutíma og sýna fötin. Þetta er ekki hefðbundin tísku- sýning en góð leið til að hitta fólk og byggja upp samband við sýningarstjóra, kaupendur og fleiri. Sýningin í febrúar verður í svipuðum dúr þann- ig að það eru spennandi tímar fram undan hjá okkur. Það eru í raun forréttindi að geta unnið við það sem ég hef áhuga á og við erum vaxandi í tískuheiminum.“ FENGU HÆSTA STYRKINN AURORA ÚTHLUTAR Hönnunarsjóður Auroru styrkti tískuteymið Ostwald Helgason nú í vikunni. Teymið hefur vakið mikla athygli í tískuheiminum að undanförnu. OSTWALD HELGA- SON Hönnunarteymið Ostwald Helgason samanstendur af Ingvari Helgasyni og Susanne Ostwald. Þau fengu styrk úr Hönnunarsjóði Auroru í vikunni. AÐSEND MYND FALLEG HÖNNUN Ostwald Helgason nota mikið af hátískuefnum, sem eru gerð fyrir stóra hönnuði, í hönnun sína en nota efnin á einfaldari og sportlegri hátt. Við erum á Facebook Bæjarlind 6 S. 554 7030 Eddufelli 2 S. 557 1730 www.rita.is Rauður jakki fyrir jólin Str. S-XXL. Verð 15.900 kr. Nú er Létt Bylgjan jólastöðin þín Ljúf og þægileg jólatónlist alla daga til jóla
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.