Fréttablaðið - 29.11.2012, Side 40
KYNNING − AUGLÝSINGNámskeið í jólapakkann FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 20122
Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar
www.hnlfi.is og í síma 483 0300
Gjafabréf með upphæð að eigin vali
Gjafabréfin er hægt að nýta sem
innborgun fyrir dvöl í læknisfræðilega
endurhæfingu, heilsudvöl, námskeið
eða stakar meðferðir.
Gjafabréf fyrir heilsudvöl
Hentar vel fyrir þá sem vilja gefa t.d.
heilsudvöl, helgardvöl, námskeið,
5 daga heilsudvöl og heilsuviku.
Gjafabréf á Heilsustofnun er góður kostur fyrir þá sem vilja
styðja við sína nánustu sem koma til dvalar á Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði til lengri eða skemmri tíma.
– heilsusamleg og góð gjöf
Berum ábyrgð á eigin heilsu
Gjafabréf á
Heilsustofnun
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000
Umsjónarmenn auglýsinga: Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427
Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
Ná mskeiði n er u hvor t tveggja; skemmtilegt frí-stundagaman f yrir þá
sem hafa áhuga á að syngja og
einnig mjög góður undirbúning-
ur fyrir frekara söngnám,“ segir
Ásrún Davíðsdóttir, aðstoðar-
skólastjóri Söngskólans í Reykja-
vík. „Oft hefur svona gjafabréf
orðið kveikjan að farsælu söng-
námi eða hvatning til þess að
fólk, sem hefur haft áhuga á að
fara í kór en ekki haft sig í það,
gengur til liðs við kór að nám-
skeiði loknu,“ bætir hún við.
Ná mskeið Söngskóla ns í
Reykjavík fara fram utan venju-
legs vinnutíma og eru ætluð
fólki á öllum aldri. Námskeiðin
samanstanda af söng, tónfræði
og nótnalestri og farið er í rétta
raddbeitingu og túlkun. Lagaval
á námskeiðinu er sett saman eftir
óskum hvers og eins. Í litlum
hópum er svo kennd tónfræði og
undirstöðuatriði nótnalesturs.
„Það er mikill fengur fyrir fólk
sem syngur í kór. Fólki finnst
heill heimur ljúkast upp fyrir því
þegar það áttar sig á því hvað nót-
urnar þýða,“ segir Ásrún. „Tvisv-
ar á hverju námskeiði hittast svo
allir með píanóleikara og kenn-
ara og þjálfast í því að syngja fyrir
framan áhorfendur.“
Hvert námskeið stendur í sjö
vikur og hefst næsta námskeið
mánudaginn 14. janúar. Hægt er
að skrá sig á vefsíðuskólans www.
songskolinn.is
Gjafakort á námskeiðin eru til
sölu á skrifstofu skólans, Snorra-
braut 54, sími 552 7366.
Söngnám í jólagjöf
Söngskólinn í Reykjavík hefur undanfarin ár gefið kost á gjafabréfum á
söngnámskeið. Gjafabréfin eru vinsæl jólagjöf og verða gjarnan kveikja að
farsælu söngnámi eða gefandi kórstarfi. Hvert námskeið stendur í sjö vikur.
Ásrún Davíðsdóttir, aðstoðarskólastjóri Söngskólans í Reykjavík, segir gjafabréf á söng-
námskeið oft verða kveikjuna að farsælu söngnámi. MYND/PJETUR
Með tilkomu bókarinnar Fimmtíu gráir skuggar virðist hafa opn-
ast flóðgátt fyrir erótískar bókmenntir. Bókaútgefendur á Íslandi hafa
ýjað að því að jólin 2013 muni verða erótísk jól í íslenskri bókaútgáfu.
Það er því ekki úr vegi fyrir rithöfunda að byrja að æfa sig.
Vefsíðan www.wade-erotic.co.uk býður upp á kennslu í ritun eró-
tískra bókmennta. Þar kemur fram að ekki sé nóg að lýsa hversdags-
lífi og ímynduðum hugarheimi sínum, heldur þurfi að skapa og skýra
persónur þannig að þær þróist í gegnum söguna, sem þurfi líka að
þróa. Enn fremur segir að fólk sem sé með ensku sem annað tungumál
skrifi jafnvel betur, þar sem stíllinn verði beittari, frásögnin skýrari og
flækjur og flúr í texta minni.
Námskeiðið fer fram á netinu og byggist upp á fyrirlestrum og verk-
efnum sem lögð eru fyrir nemendur í framhaldi. Þá er einnig hægt
að fá einkakennslu samhliða námskeiðinu og í nokkra mánuði eftir
að því lýkur. Námskeiðið tekur um hálft ár og er stefnt að því að hver
nemandi klári í það minnsta eina sögu og fái hana útgefna einhvers
staðar. Til þess að ná þessum markmiðum er líka kennsla í því hvern-
ig skuli nálgast útgefendur, upplýsingar um höfundarétt og lagatækni-
leg mál.
Erótíkin selur vel
KÖRFUBOLTI Í BANDARÍKJUNUM
Mekka körfuboltans er í Bandaríkjunum. Þangað hafa margir íslenskir
körfuboltamenn og félög farið undanfarna áratugi og sótt körfubolta-
námskeið og æfingabúðir. Mörg lið í bandarísku atvinnumannadeildinni,
NBA, bjóða upp á æfingabúðir fyrir börn og unglinga yfir sumartímann
auk þess sem ótal æfingabúðir eru skipulagðar í háskólum landsins á
sama tíma. Æfingabúðir NBA-félaganna eru yfirleitt haldnar í heimaborg
liðsins, til dæmis New York, Boston og Los Angeles, og ýmist haldnar
á æfingasvæði félagsins eða á keppnisleikvangi liðsins. Bæði þjálfarar
úr þjálfarateymi félaganna og leikmenn félagsins sjá um þjálfun og
leiðsögn á slíkum æfingabúðum sem
börnum og unglingum þykir
ekki leiðinlegt. Bandaríska
háskóladeildin í körfubolta
er ein sú sterkasta í heimi.
Flestir háskólar landsins
bjóða upp á æfinga-
búðir yfir sumartím-
ann sem eru í umsjón
þjálfara skólanna.
Leikmenn háskólalið-
anna aðstoða iðulega
við æfingabúðirnar og
algengt er að gamlar
körfuboltakempur úr
viðkomandi háskóla kíki í
heimsókn.