Fréttablaðið - 29.11.2012, Page 44

Fréttablaðið - 29.11.2012, Page 44
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 20124 Borgarbyggð: Leikdeild Ungmennafélagsins Ís- lendings hefur sett upp gamanleik- ritið Smáborgarbrúðkaup eftir Bertolt Brecht að Brún í Bæjarsveit í leikstjórn Ingrid Jónsdóttur. Næstu sýningar verða föstudaginn 30. nóvember og sunnudaginn 2. desember. Viðburð- inn má skoða á Facebook. Bræðurnir Ómar og Óskar Guð- jónssynir halda tónleika í Landnáms- setrinu þann 3. desember. Brasilíski söngvarinn og gítarleikarinn Ife To- lentino syngur með Óskari eftir hlé. Egill Ólafsson kemur fram með Freyjukórnum á tvennum jólatón- leikum um helgina. Fyrri tónleik- arnir verða laugardaginn 1. des- ember í Hjálmakletti en þeir síðari 2. desember í Reykholtskirkju. Sungin verða íslensk og erlend jólalög. Norðurland: Gamli bærinn í Laufási verður opinn milli klukkan 13.30 og 16 sunnudag- inn 2. desember. Dagskráin hefst á jólasöng í kirkjunni og svo munu handverksmenn og -konur sýna hvernig jólaundirbúningurinn fór fram á öldum áður í Gamla bænum. Þá verður einnig handverksmarkað- ur í bænum og veitingasala. Í Dimmuborgum í Mývatnssveit verður dagskrá fyrir alla fjölskyld- una um helgina. Jólasveinarnir verða á ferðinni, opið verður í handverks- húsinu Dyngjunni og hægt að fá sér gott í gogginn á Kaffi Borgum og á Sel Hóteli við Mývatn. Þá er Gamli bær- inn í Mývatnssveit notalegur staður að setjast á. Höfn í Hornafirði Árleg rithöfundakynning Menning- armiðstöðvar Hornafjarðar fer fram í Pakkhúsinu þann 5. desember klukkan 20. Lesið verður upp úr ný- útkomnum jólabókum. Vestfirðir Jólabasar hinna ýmsu félagasam- taka á Flateyri verður haldinn klukk- an 15 sunnudaginn 2. desember í Fé- lagsbæ. Íþróttafélagið Grettir verð- ur með vöfflusölu og kveikt verður á ljósum jólatrés klukkan 16. Land lagt undir fót Víða um land eru skemmtilegir viðburðir á dagskrá á aðventunni. Upplýsingar um viðburði er að finna á heimasíðum sveitarfélaganna. Eftirfarandi er einungis brot af því sem um er að vera um helgina. Jólabasar verður í Félagsbæ á Flateyri sunnudaginn 2. desember. Fjölskyldudagskrá verður í Mývatnssveit á aðventunni. Jólasveinarnir verða á ferðinni í Dimmuborgum og opið verður í handverkshúsinu Dyngjunni. Laufabrauð hefur verið skorið fyrir jólin gegnum aldirnar. Í Gamla bænum í Laufási í Eyjafirði verða handtökin við undirbúning jólanna á árum áður sýnd um helgina. Fréttablaðið efnir til verðlaunasamkeppni um bestu frumsömdu jólasöguna. Verðlaunasagan birtist í Fréttablaðinu á aðfangadag, myndskreytt af Halldóri Baldurssyni teiknara. Samkeppnin er öllum opin. Einu skilyrðin eru þau að sagan fjalli um jólin eða fangi anda jólanna með einum eða öðrum hætti. Lengdarmörk eru 1.000 til 1.300 orð en að öðru leyti eru efnistök frjáls. Sögur skal senda á netfangið jolasaga@frettabladid.is. Skilafrestur er til 5. desember. Fyrstu verðlaun eru Intel Pentium-fartölva frá Toshiba. Verðlaun fyrir annað og þriðja sæti eru spjaldtölvur af gerðinni United. Sigurlaunin eru frá Tölvulistanum. Jólasagan þín Í sýningarsal Arctic Trucks má sjá glæsilegan 44 tommu breyttan jeppa sem er eins og þeir sem fyr- irtækið hefur verið að senda á Suð- urpólinn. „Við erum með fimmtán jeppa í ýmsum verkefnum á Suð- urpólnum. Þeir hafa reynst mjög vel og eru meðal annars notaðir til að aðstoða fólk í skíðaleiðöngrum, starfsmenn jöklarannsóknastofn- ana nota þá og svo eru þeir alltaf notaðir meira og meira til þess að keyra ferðamenn. Það hefur verið vaxandi straumur ferðamanna á Suðurpólinn undanfarið,“ segir Steinar Sigurðsson, sölu- og rekstr- arstjóri hjá Arctic Trucks. Arctic Trucks er alhliða breyt- inga- og dekkjaverkstæði, þar má fá ástandsskoðun og einnig er þar stór verslun. „Við erum umboðsaðili hér á landi fyrir Dick Cepek-dekk sem eru sérstaklega góð fyrir íslenskar aðstæður og margreynd. Þau eru frá 30 tommum til 37 tommu. Einn- ig bjóðum við upp á sérhönnuð 38“ dekk sem eru gerð fyrir snjóakst- ur og seld fyrir íslenskar aðstæður. Við höfum selt þau út í heim líka. Auk þess erum við með 44“ Dick Cepek-dekk sem eru vel þekkt af jöklaförum en þau dekk eru ein- göngu framleidd fyrir Arctic Trucks og einungis seld hjá okkur.“ Arctic Trucks er einnig fram- leiðandi álfelga sem eru 17x8 og eru ætlaðar fyrir óbreytta jeppa. Fyrirtækið framleiðir líka 17x10 ál- felgur fyrir 35 til 37 tommu breytta jeppa. „Hér getur jeppaáhugamað- urinn fundið allt sem hann van- hagar um,“ segir Steinar. Flottur jeppi til sýnis Arctic Trucks er með fimmtán breytta jeppa á Suðurpólnum í ýmsum verkefnum. Slíkan 44 tommu breyttan jeppa má einnig sjá í sýningarsal fyrirtækisins á Kletthálsi. Arctic Trucks framleiðir bæði sérhönnuð dekk og álfelgur. Hjá Arctic Trucks fær jeppaáhugamaðurinn allt sem hann vantar að sögn Steinars Sig- urðssonar, sölu- og rekstrarstjóra. MYND/GVA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.