Fréttablaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 49
KYNNING − AUGLÝSING Námskeið í jólapakkann29. NÓVEMBER 2012 FIMMTUDAGUR 3 Vínskólinn býður upp á gjafabréf á hin ýmsu vín-smökkunarnámskeið sem eru tilvalin jólagjöf. Námskeiðin eru fyrir alla þá sem hafa áhuga á að fræðast um vín og vínmenn- ingu. „Flest námskeiðin eru al- menns eðlis og reynt er að halda þeim á aðgengilegum nótum,“ segir Dominique Plédel Jónsson, vínsérfræðingur hjá Vínskólanum. „Fróðleikur, fagmennska, aðgengi og leiðsögn um vínheiminn eru kjörorðin hjá okkur. Námskeiðin eru fyrir alla, almenning, fagfólk og starfsmannafélög. Það hefur verið mikið að gera hjá okkur þessi síðastliðnu sjö ár sem ég hef verið að kenna í Vínskólanum.“ Dominique segir vinsælustu námskeiðin vera tvö, byrjenda- námskeið sem kallast Listin að smakka og annað sem kallað er Matur og vín. „Listin að smakka er grunnnámskeið um hvernig best er að nálgast vínin og námskeið- ið Matur og vín fjallar um það hvernig para á saman mat og vín. Ég mæli með þessum námskeið- um í jólapakkann en þau eru frek- ar ódýr, kosta þrjú þúsund krónur fyrir manninn.“ Vínskólinn býður einnig upp á námskeið í samstarfi við Ostabúð- ina þar sem samsetning matar og víns verður í fyrirrúmi. „Það verð- ur alltaf aðalmarkmiðið þegar maður kaupir eina flösku af víni að hafa mat með, hvort sem það er snarl, ostabakki eða heil mál- tíð. Við bjóðum upp á námskeið í Ostabúðinni þar sem eitthvað ákveðið þema í matargerð er tekið fyrir og vín valið með matnum. Á þessum námskeiðum er boðið upp á þrjá smárétti, einn aðalrétt og fjórar til fimm tegundir af víni,“ segir Dominique. Hún hefur sjálf mikla reynslu úr þessum bransa en hún hefur kennt vínfræði hér á landi und- anfarin tíu ár. Auk þess hefur hún verið vínrýnir fyrir tímaritið Gest- gjafann. „ Ég er frönsk að uppruna og hef ferðast um vínslóðir um allt Frakkland. Þar hef ég smátt og smátt viðað að mér þekkingu og hafa vín og vínmenning verið mín aðaláhugamál öll mín full- orðinsár. Það eru í raun forréttindi að geta unnið við áhugamálið sitt.“ Nánari upplýsingar um nám- skeið Vínskólans má finna á heimasíðu hans, Vinskolinn.is. Vinsæl gjöf fyrir vínáhugamanninn Gjafabréf á vínsmökkunarnámskeið hjá Vínskólanum er spennandi gjöf fyrir alla sælkera. Það hefur verið vinsæl jólagjöf undanfarin ár. Dominique Plédel Jónsson, vínsérfræðingur hjá Vínskól- anum, mælir með gjafabréfi á vínnámskeið í jólagjöf. Dansinn er bráðhollur fyrir fólk á öllum aldri,“ segir Edgar Konráð Gapunay, skólastjóri Dansskóla Sigurðar Há- konarsonar. Dansskólinn býður upp á mikið úrval dansnámskeiða fyrir fólk á öllum aldri og segir Edgar gjafabréf frá skólanum vera mjög vinsæla jólagjöf en bæði er hægt að gefa inneign á námskeið eða heil námskeið í jólagjöf. „Við erum með margs konar námskeið fyrir unga sem aldna. Það má til dæmis nefna Zumba sem er það heitasta og nýjasta í boði í dansi á Íslandi í dag. Zumba er fín hreyfing og rosalega skemmtileg fyrir fólk á öllum aldri enda blanda af dansi og leikfimi. Einnig bjóðum við upp á margs konar dansnámskeið fyrir fullorðna, allt frá einstaklingstím- um í gömlu góðu samkvæmisdans- ana.“ Dansskólinn býður einnig upp á mikið úrval námskeiða fyrir börn og unglinga, til dæmis breik- dans og samkvæmisdansa. Edgar segir öll námskeið skól- ans vera skemmtileg enda sé dans í eðli sínu mjög skemmtilegur. „Dansinn er bæði bráðhollur og fjörugur. Það er algengt að börn slái saman í gjafakort fyrir for- eldra sína og síðan hafa karlmenn mikið gefið kærustum sínum gjafa- kort sem hefur heldur betur sleg- ið í gegn hjá stúlkunum. Þannig er auðvelt að vinna sér inn gott prik hjá frúnni. Síðan er líka vinsælt að gefa nokkra staka tíma sem henta vel fyrir upprifjun bæði fyrir ein- staklinga og pör.“ Edgar bendir einnig á að dans sé eitthvað það heilbrigðasta sem fólk getur stundað, til dæmis fyrir þá sem eru hjartveikir. Dansinn sé alhliða hreyfing sem reynir ekki síður á heilabúið en vöðvana. „Það má líka nefna að gamli góði sam- kvæmisdansinn er alltaf klassísk- ur og breytist aldrei. Fólk vill að samkvæmisdansinn sé tiltölulega óbreyttur og hægt sé að ganga að honum vísum.“ Dansskóli Sigurðar er einn elsti dansskóli landsins. „Við héldum upp á 30 ára afmæli okkar fyrir ekki löngu síðan. Sigurður stofnaði og rak skólann lengi vel. Við erum með öll námskeið okkar í húsnæði skólans við Auðbrekku 17 í Kópa- vogi. Síðan kennum við í mörg- um grunnskólum í Kópavogi og í Garðabæ en þá komum við inn í dægradvölina og erum hluti af starfi grunnskólanna þar sem við kennum ungum krökkum dans.“ Dans er góð hreyfing Fjölmörg spennandi og skemmtileg námskeið eru í boði í vetur hjá Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar. Gjafabréf á dansnámskeið er tilvalin jólagjöf. Fjölmörg námskeið eru í boði fyrir börn og fullorðna hjá Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar. MYND/ÚR EINKASAFNI Á Íslandi er hverju sinni gnótt áhugaverðra námskeiða í boði og erfitt að fylgjast með hvar og hvenær námskeið við hæfi eru haldin. Þá kemur vefsíðan Namskeid.is til bjargar því þar er að finna flestöll námskeið sem í boði eru á hverjum tíma. Námskeið eru af öllum toga, til að mynda saumanámskeið, dansnám- skeið, jóganámskeið, nuddnámskeið, hestanámskeið, öku- námskeið, matreiðslunámskeið, listanámskeið og fleira og fleira. Flestir kannast við að sjá eða heyra auglýsingu um námskeið sem heillar en gleyma síðan uppruna hennar og vita ekki hvar á að leita. Á Namskeid.is eru námskeið flokkuð á að- gengilegan máta og því leikur einn að leita að draumanám- skeiðinu. Skráning á namskeid.is er ókeypis. Með því að ger- ast meðlimur geta námskeiðshaldarar skráð ótakmarkaðan fjölda námskeiða inn á síð- una og með því komist nær þeim sem leita sér að námskeiði hverju sinni. Á vefsíðunni er einnig ýmis önnur þjónustua, eins og upplýsingar um styrki og niðurgreiðslur sveitar- og stéttarfélaga. Sjá nánar á www. namskeid.is. Öll námskeið aðgengileg og flokkuð á einum stað Hestamennska er heillandi sport en krefst kunnáttu sem öðlast má á reiðnámskeiði. MYND/GVA MATREIÐS LUN ÁM SK EI Ð .IS M M AT RE IÐ SL UN ÁM SK EIÐ. IS M MATREIÐSLUNÁMSKEIÐ.IS ALLSKONAR MATREIÐSLUNÁMSKEIÐ matreidslunamskeid@matreidslunamskeid.is Matreiðslunámskeið.is Fjöldi spennandi nám nýju ári! Indverskt Ítalskt Thailenskt Grænmeti Sushi Kransakökur Páskaegg Sumarnámsk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.