Fréttablaðið - 29.11.2012, Qupperneq 58
29. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 38TÍMAMÓT
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
Vegna stærðar blaðsins á morgun, föstudag,
verður Fréttablaðið prentað í tvennu lagi.
Frestur til að skila inn dánarauglýsingum í
föstudagsblaðið færist því fram til kl. 13.30.
Þökkum innilega auðsýnda samúð, hlýhug
og vináttu við fráfall ástkærs vinar míns,
föður okkar, tengdaföður og afa,
PÁLS ÞORSTEINS JÓHANNSSONAR
mjólkurfræðings frá Siglufirði,
Suðurbraut 2, Hafnarfirði,
og þeim sem sýndu minningu hans virðingu
á útfarardaginn 14. nóvember sl.
Gréta Húnfjörð Sigurðardóttir
Rut María Pálsdóttir
Sigurður Kristinn Pálsson
Jóhann Ásgrímur Pálsson
tengdabörn og barnabörn.
Elskulegur bróðir, mágur og frændi,
JÓN HALLDÓR GUNNARSSON
Skjólbraut 1a, Kópavogi,
lést þann 16. nóvember sl. Jarðarförin fór
fram í kyrrþey föstudaginn 23. nóvember
sl. Fyrir hönd hins látna viljum við
aðstandendur færa innilegar þakkir til
Selmu Júlíusdóttur hjá Lífsskólanum,
Sigríðar Hildar Snæbjörns dóttur, forstöðukonu sambýlisins að
Skjólbraut 1a, heimilismanna og starfsfólks fyrr og nú, starfsfólks
gjörgæsludeildar og starfsfólks deildar A6 ásamt sr. Gunnari
Matthíassyni á Landspítalanum Fossvogi fyrir kærleiksríka
umönnun, umhyggju og aðstoð.
Guð blessi ykkur öll.
F. h. aðstandenda,
Júlíana Sóley Gunnarsdóttir
Friðrik Már Bergsveinsson
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir,
JÚLÍUS INGASON
varð bráðkvaddur fimmtudaginn 22. nóvember.
Þóra Gyða Júlíusdóttir
Árni Júlíusson
Bergþór Júlíusson
Júlíus Ingi Júlíusson
tengdabörn, barnabörn og systkini.
Elsku frænka okkar og vinur,
MARÍA RAGNARSDÓTTIR
frá Akureyri,
lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri
laugardaginn 24. nóvember. Útför hennar
fer fram mánudaginn 3. desember
frá Akureyrarkirkju og hefst hún kl. 13.30.
Ættingjar og vinir hinnar látnu.
Okkar ástkæra
MARGRÉT KRISTINSDÓTTIR
lést laugardaginn 24. nóvember.
Útförin verður gerð frá Jófríðarstaðakirkju í
Hafnarfirði mánudaginn 3. desember
kl. 13.00.
Edda Björgvinsdóttir
Eva Dögg Sigurgeirsdóttir
Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir
Björgvin Franz Gíslason
Róbert Ólíver Gíslason
og fjölskyldur þeirra.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför föður
okkar, tengdaföður og afa,
SIGTRYGGS HELGASONAR
Hlyngerði 12, Reykjavík.
Þökkum öllu því góða fólki sem sýndi
honum trygglyndi, vináttu og stuðning í
veikindum hans. Sérstakar þakkir færum
við Ugga Agnarssyni og Brynjari Viðarssyni læknum, Kristrúnu
hjúkrunarfræðingi hjá Heimaþjónustu Reykjavíkurborgar,
sjúkraflutningamönnum og hjúkrunarfólki á bráðamóttöku LSH,
hjartagátt, hjartadeild og 11-G.
Þórhildur Sigtryggsdóttir Hrafnkell Óskarsson
Kristbjörg Hrund Sigtryggsdóttir Skapti Haraldsson
Anna Kristín, Sigtryggur Óskar, Fjölnir og Halldór.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ELÍSABET MAGNÚSDÓTTIR
frá Ballará,
lést á Landspítalanum í Reykjavík
sunnudaginn 25. nóvember. Útförin fer fram
frá Seljakirkju, föstudaginn 30. nóvember
kl. 13.00.
Svavar Guðmundsson
Guðmundur Magnús Sigurðsson Guðrún B. Sigurðardóttir
Páll Línberg Sigurðsson Halldóra G. Hinriksdóttir
Guðrún Ósk Sigurðardóttir Sigurjón Bruno Walthersson
Böðvar Ágúst Ársælsson Íris Helga Jónatansdóttir
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma
og langamma,
HERDÍS JÓNSDÓTTIR
Sæbólsbraut 26, Kópavogi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
fimmtudaginn 23. nóvember 2012. Útför
hennar fer fram frá Áskirkju mánudaginn
3. desember 2012 kl. 13.00.
Jón Hallgrímsson
Garðar Jónsson Jóhanna Lára Eyjólfsdóttir
Arnfinnur Þór Jónsson Lofthildur Kristín Bergþórsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
VALBORG SIGURÐARDÓTTIR
fyrrv. skólastjóri Fósturskóla Íslands,
andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Grund sunnudaginn 25. nóvember.
Útförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn
30. nóvember kl. 15.
Sigríður Ásdís Snævarr Kjartan Gunnarsson
Stefán Valdemar Snævarr
Sigurður Ármann Snævarr Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir
Valborg Þóra Snævarr Eiríkur Thorsteinsson
Árni Þorvaldur Snævarr
og barnabörn.
„Golfið sjálft á Íslandi er það sem ber
hæst í þessari bók. Það er ótrúlegt
hvað gerst hefur í golfinu á þessum
70 árum hér á Íslandi,“ sagði Steinar
J. Lúðvíksson í útgáfuhófi bókarinn-
ar Golf á Íslandi sem gefin er út í til-
efni af 70 ára afmæli Golfsambands
Íslands.
Steinar skrásetti söguna ásamt eig-
inkonu sinni Gullveigu Sæmundsdótt-
ur. „Það er merkilegt hvað einstakir
golfklúbbar á Íslandi hafa afrekað
miðað við hve lítið menn höfðu á
milli handanna. Ótrúleg eljusemi og
vinna einkenndi alla þessa dugnaðar-
forka,“ sagði Gullveig í útgáfuhófinu
þar sem Ólafi Rafnssyni, forseta ÍSÍ,
var afhent fyrsta eintakið.
Bókin er í tveimur bindum og alls
800 blaðsíður, og hátt í 1.000 ljós-
myndir prýða bókina. Frosti Eiðsson
var myndritstjóri bókarinnar sem
gefin er út af Uppheimum.
Fyrra bindi bókarinnar ber nafn-
ið Upphafshöggið, og þar er sagt
frá frumkvöðlum, forystumönnum,
stofnun helstu golfklúbba og hvern-
ig golfíþróttin varð að almennings-
íþrótt sem náði fótfestu víðs vegar
um landið. Um 40.000 manns stunda
golf með einhverjum hætti hér á landi
en félagar í golfklúbbum landsins eru
rétt tæplega 16.000. Fyrsti golfklúbb-
urinn, Golfklúbbur Íslands (seinna
Golfklúbbur Reykjavíkur), var stofn-
aður síðla árs 1934 og fyrsti golfvöll-
urinn var tekinn í notkun í Laugar-
dalnum.
„Í raun og veru er saga golfíþrótt-
arinnar á Íslandi ævintýri líkust.
Barátta frumherjanna einkenndist af
þrautseigju, ódrepandi áhuga og því
að gera hið besta úr litlu sem engu.
Þeir brutu lönd og lögðu grunninn að
því að golfið er nú ein allra vinsælasta
og útbreiddasta íþrótt á Íslandi, bæði
sem almenningsíþrótt og á afreks-
sviðinu,“ skrifar Jón Ásgeir Eyjólfs-
son, forseti GSÍ, m.a. í formálsorðum
bókarinnar.
Í síðara bindinu, Golfhringurinn,
er fjallað ítarlega um golfklúbba og
golfvelli landsins. Saga Íslandsmóts-
ins, sem vörðuð er ógleymanlegum
atvikum, er einnig rakin og er óhætt
að segja að sá kafli bókarinnar sé
góð samantekt á stærsta golfviðburði
Íslands. Þá er golfiðkun eldri kylfinga
gerð skil en sá hópur stækkar stöð-
ugt. Afreksstefna GSÍ er einnig kynnt
og sá árangur sem hún hefur skilað.
Einnig er fjallað um ferðir og árang-
ur landsliða og þá kylfinga sem þótt
hafa skarað fram úr á liðnum árum.
Hörður Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Golfsambands Íslands,
á ekki von á öðru en að bókin eigi eftir
að falla í góðan jarðveg hjá íslensk-
um kylfingum. „Þetta er mikið verk
og vel unnið og við erum afskaplega
ánægðir með útkomuna og ég er ekki í
vafa um að þessi veglegi gripur verð-
ur í mörgum jólapökkum hjá kylfing-
um um þessi jól.“ seth@365.is
Ótrúlegt hvað gerst
hefur í golfi nu
Golfsamband Íslands gefur út viðamikið rit í tilefni 70 ára afmælis GSÍ.
HÖFUNDARNIR Hjónin Steinar J. Lúðvíksson og Gullveig Sæmundsdóttir sáu um að skrásetja
bókina Golf á Íslandi sem kom út á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA