Fréttablaðið - 29.11.2012, Síða 82

Fréttablaðið - 29.11.2012, Síða 82
29. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| SPORT | 62 12 mörk í 17 leikjum Mark á 99 mínútna fresti 7. markahæstur við lok móts Markahæsti leikmaður Helsingborg á tímabilinu Apríl 0-1 tap fyrir Norrköping 2-1 sigur á Elfsborg 0-0 jafntefl i við Örebro 1-1 jafntefl i við GAIS 2-1 sigur á Atvidaberg 1-1 jafntefl i við Mjällby Maí 0-0 jafntefl i við AIK 1-0 sigur á Sundsvall 0-3 tap fyrir Malmö 3-2 sigur á Häcken 1-1 jafntefl i við Kalmar 1-1 jafntefl i við Djurgardens Júlí 4-1 sigur á Gefl e 1-1 jafntefl i við IFK Gautaborg 3-1 sigur á Syrianska 1-2 tap fyrir Norrköping Ágúst 7-2 sigur á Kalmar FÓTBOLTI Alfreð Finnbogason var í hörkubaráttu um markakóngstitilinn í sænsku deildinni í byrjun ágúst þegar hann söðlaði um og fór yfir til Marco Van Basten í Hollandi. Nú þremur mánuðum síðar er Alfreð aftur í baráttu um markakóngstitil og nú í hollensku deildinni. Alfreð tryggði Heerenveen jafntefli á móti VVV- Venlo um síðustu helgi og náði þá því magnaða afreki að eiga tvö tíu marka tímabil á sama árinu. Alfreð fór reyndar rólega af stað með Helsingborg í Svíþjóð eftir að hafa verið lánaður þangað frá belgíska félaginu Lokeren. Í maímánuði fór Alfreð hins vegar að raða inn mörkum og eftir að hafa skorað tvö mörk í sigri á Kalmar var hann búinn að skora 9 mörk í 8 leikjum. Alfreð hafði verið í láni hjá sænska liðinu en 16. ágúst seldi Lokeren hann til Heerenveen þar sem hann skrifaði undir þriggja ára samning. Ekki skemmdi þar fyrir að Alfreð hitti þar fyrir Marco van Basten, sem er af mörgum talinn vera einn allra fremsti framherji allra tíma. Van Basten setti Alfreð inn í byrjunarliðið í fyrsta leik og þar hefur hann verið síðan. Alfreð skoraði ekki í fyrsta leik, markalausu jafntefli við AZ Alkmaar, en skoraði hins vegar tvö mörk á stóra sviðinu þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Ajax. Alfreð skoraði síðan í fimm leikjum í röð frá 29. september til 4. nóvember og hefur nú alls skorað 10 mörk í fyrstu 12 deildarleikjum sínum með Heerenveen. Alfreð skoraði auk þess fernu í bikarsigri á Kozakken Boys í lok september og er alls kominn með 30 mörk í 43 leikjum fyrir Lokeren, Helsingborg, Heerenveen og íslenska landsliðið á árinu 2012. Alfreð fær ekki bæði tímabilin hjá Helsingborg og Heerenveen tekin gild í keppninni um Gullskó Evrópu heldur aðeins annað þeirra en annars væri staðan eins og sjá má hér til hliðar. Alfreð fær eitt stig fyrir öll mörkin sín í Svíþjóð en 1,5 stig fyrir hvert mark í Hollandi. Leikmenn í bestu deildunum eins og í Englandi og Spáni fá síðan tvö stig fyrir hvert mark. Nú eru enn eftir fimm leikir á árinu og hver veit því hver lokatalan verður á einu mesta markaári íslensks leikmanns fyrr og síðar. ooj@frettabladid.is Tvö tíu marka tímabil á sama árinu Alfreð Finnbogason hefur raðað inn mörkum á árinu 2012 og hefur náð klassísku takmarki markaskorarans á tveimur stöðum– með Helsingborg í Svíþjóð og Heerenveen í Hollandi. Fréttablaðið skoðar í dag frammistöðu þessa sjóðheita markaskorara úr Kópavoginum. 10 mörk í 12 leikjum Mark á 107 mínútna fresti 2. markahæstur eft ir 14 umferðir Markahæsti leikmaður Heerenveen á tímabilinu Ágúst 0-0 jafntefl i við AZ Alkmmar September 2-2 jafntefl i við Ajax 1-3 tap fyrir Den Haag 0-1 tap fyrir Twente 2-0 sigur á Breda Október 3-3 jafntefl i við Vitesse 3-0 sigur á Groningen 3-6 tap á móti Heracles Almelo Nóvember 2-1 sigur á Zwolle 1-5 tap fyrir PSV 0-2 tap fyrir Waalwijk 1-1 jafntefl i við VVV-Venlo ➜ Með Helsingborgs IF í Svíþjóð ➜ Með SC Heerenveen í Hollandi Mark Stoðsending Staðan í baráttunni um Gullskó Evrópu 1. Lionel Messi, Barcelona 19 mörk - 38 stig 2. Arturas Rimkevicius, Siauliai (Litháen) 35 mörk - 35 stig 3. Alfreð Finnbogason, Helsingborg/Heerenveen 22 mörk - 27 stig 4. Henrikh Mkhitaryan, Shakhtar Donetsk (Úkraínu) 17 mörk - 25,5 stig 4. Philipp Hosiner, Austria Wien (Austurríki) 17 mörk - 25,5 stig 6. Cristiano Ronaldo, Real Madrid (Spáni) 12 mörk - 24 stig 6. Zlatan Ibrahimovic, Paris Saint-Germain (Frakklandi) 12 mörk - 24 stig Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær. Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri hversdagsins. HANDBOLTI Íslenska kvenna- landsliðið er á leiðinni til Serbíu þar sem Evrópumeistaramótið hefst í næstu viku. Fyrsti mót- herji íslenska landsliðsins er lið Svartfjallalands en þar er á ferð- inni silfurliðið frá Ólympíuleikun- um í London. Dragan Adzic er þjálfari Svart- fjallalands og hefur verið það á síðustu fjórum stórmótum þar sem lið hans hefur gert frábæra hluti. Svartfjallaland varð í 6. sæti á EM 2010 og í 10. sæti á HM 2011 og tók síðan silfrið á sínu fyrstu Ólympíuleikum frá upphafi. Adzic þarf hins vegar að glíma við það núna að þrír af þekkt- ustu leikmönnum liðsins verða ekki með á mótinu í Serbíu. Stór- stjarnan Bojana Popovic hætti eftir Ólympíuleikana sem og Maja Savic og þá vill Ana Radovic ekki spila undir hans stjórn. Adzic ætlar sér greinilega að passa upp á það að enginn viti of mikið um hið nýja lið sitt fyrr en í umrædd- um fyrsta leik gegn Íslandi. Hann er eini þjálfarinn á EM í Serbíu sem lætur lið sitt ekki spila æfingaleiki fyrir keppnina. Hann hafði sama háttinn á fyrir Ólympíuleikana í London þar sem liðið fór alla leið í úrslitaleikinn og er kannski búinn að koma á fót hjátrú innan liðsins. Þetta gerir það að verkum að enginn verð- ur búinn að sjá liðið spila þegar leikur Íslands og Svartfjallalands hefst í Vrsac þriðjudaginn 4. des- ember. „Okkur var boðið á æfingamót í Úkraínu en ég taldi það miklu betra fyrir okkur að gefa stelp- unum nokkurra daga hvíld. Við fengum ekki fleiri tilboð um leiki og því ákvað ég bara að hópurinn myndi einbeita sér að æfingunum í Podgorica,“ sagði Dragan Adzic í viðtali við heimasíðu EM og hann óttast ekki að sínar stelpur mæti ryðgaðar til leiks. „Það er mín trú að með mikilli og góðri vinnu munum við vega það upp að spila enga æfingaleiki. Ég tel að við verðum tilbúin í slag- inn á EM því að í liðinu er mikil ástríða og gott andrúmsloft sem er það mikilvægasta af öllu.“ Íslensku stelpurnar eru ekki alveg ókunnugar stelpunum frá Svartfjallalandi enda hafa liðin mæst á báðum stórmótum íslenska liðsins til þessa. Svartfjallaland vann 26-23 á EM í Danmörku 2010 og íslensku stelpurnar unnu svo frábæran 22-21 sigur á HM í Brasi- líu í fyrra. - óój Með liðið sitt í felum Fyrsti mótherji íslenska landsliðsins á EM í Serbíu fer sérstaka leið í undirbúningi sínum fyrir mótið. SILFUR Í LONDON Lið Svartfjallalands stóð sig frábærlega á ÓL í London og þá líkt og nú spilaði liðið enga æfingaleiki fyrir mótið. MYND/AFP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.