Fréttablaðið - 21.12.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.12.2012, Blaðsíða 4
21. desember 2012 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 HOLLAND Pieter van der Meer, íbúi í bænum Kootwijkerbroek í Hol- landi, taldi rétt að hafa varann á og fékk sér norskan björgunarbát, fari svo að heimsendir verði í dag. Bátnum, eða örkinni eins og hann kallar fleyið, hefur hann komið fyrir í garði sínum og segist geta komið 35 manns fyrir um borð. Hann reiknar þó greinilega ekki með því að heimsendir þýði mikið meira en stórflóð. Töluvert stór hópur fólks virðist hafa raunverulegar áhyggjur af því að heimsendir verði í dag, og telur sig geta lesið það út úr tímatali Maya í Suður-Ameríku, en í dag lýkur rúmlega fimm þúsund ára tíma- bili í tímatali þeirra. Þeir sem kynnt hafa sér tímatal Maya benda þó á að þegar einu tímabili lýkur tekur annað við. - gb Hollendingur býr sig undir heimsendi í dag: Kemur 35 manns fyrir í örkinni FÉKK SÉR NORSKAN BJÖRGUNARBÁT Pieter van der Meer reiknar varla með meiri hamförum en flóði. NORDICPHOTOS/AFP ÁSTRALÍA Rússneskir tölvuþrjótar halda sjúkraskrám ástralsks spít- ala í gíslingu eftir að þeir brutust inn í tölvukerfi spítalans og dul- kóðuðu allar sjúkraskýrslurnar. Ekki hefur tekist að rjúfa dul- kóðunina og því verður spítal- inn að borga gjaldið eða nota gömul afrit til að byggja aftur upp skrárnar. Tölvuþrjótarnir krefjast 4.000 ástralskra dollara, um 550 þúsund íslenskra króna. Stjórnendur spítalans segja upp- hæðina svo lága að líklega borgi sig að borga lausnargjaldið. - bj Með sjúkragögn í gíslingu: Tölvuþrjótar kúga spítala FERÐALÖG Gildistími íslenskra vegabréfa, fyrir átján ára og eldri, hefur verið lengdur úr fimm árum í tíu ár. Lög þess efnis voru sam- þykkt á Alþingi í vikunni. Gildistími var tíu ár áður en hann var styttur árið 2006. Skýr- ingin sem þá var gefin var sú að verið var að taka upp ný vegabréf með örflögu í, og framleiðendur gátu ekki tryggt að þau myndu endast í tíu ár. Nú er hins vegar ljóst að svo er, og þótti því ástæða til að lengja gildistímann að nýju. - þj Ný lög frá Alþingi: Gildistími vega- bréfa lengdur SAMGÖNGUR Taprekstur vegna minnkandi póstmagns kallar á að dregið verði úr kostnaði Íslands- pósts vegna alþjónustu. Með alþjónustu er meðal annars átt við rekstur póstafgreiðslna um land allt og dreifingu pósts alla virka daga um land allt. Þetta kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinns- sonar þingmanns. Íslandspóstur hefur einkarétt á póstsendingum allt að 50 grömm- um að þyngd. Einkarétturinn hefur til þessa staðið undir kostn- aði Íslandspósts vegna alþjón- ustu, sem nemur nú um 400 til 600 milljónum króna á ári, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar. Í svari ráð- herra kemur hins vegar fram að vegna minnkandi póstmagns sé útlit fyrir að í ár verði tap hjá fyrir tækinu vegna alþjónustunnar. Til að draga úr þörf Íslandspósts til að hækka gjaldskrár vinnur innanríkisráðuneytið nú að því að meta möguleikana í stöðunni. Spurning Einars varðaði áform stjórnvalda vegna tilskipunar ESB um opnun póstmarkaða og þar með afnám einkaréttarins. Ráð- herra segir að ekki standi til að taka upp tilskipunina fyrr en ljóst sé að þessi mál heyri sannarlega undir EES-samninginn. Hvort sem einkarétturinn verð- ur afnuminn eða ekki, getur engu að síður reynst nauðsynlegt að draga úr kostnaði vegna alþjón- ustunnar, segir ráðherra. - þj Útlit fyrir tap Íslandspósts vegna afgreiðslu og dreifingar um allt land þrátt fyrir einkaleyfi: Aðhald frekar en hækkun póstgjalda TAP ÞRÁTT FYRIR EINKARÉTT Útlit er fyrir að tap verði á alþjónustu Íslands- pósts í ár, en innanríkisráðherra segir unnið að lækkun kostnaðar. 227,3988 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 125,1 125,7 203,46 204,44 165,66 166,58 22,201 22,331 22,445 22,577 19,108 19,22 1,489 1,4978 193,16 194,32 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 20.12.2012 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is ÓBYGGÐALEIÐIR SKRUDDA www.skrudda.is Spennandi og fáfarnar ferðaleiðir um hálendi Íslands. Bók sem allir fjallamenn verða að hafa í bílnum. Hinn fullkomni ferðafélagi! Á ÍSLANDI SAMGÖNGUR Borgaryfirvöld ætla að endurskoða þá stefnu sína að leggja helst ekki gangbrautir. Það verður gert í kjölfar harðrar gagn- rýni á misvísandi merkingar við gönguleiðir yfir götur sem sett var fram í skýrslu sem unnin var fyrir Vegagerð Íslands. Í skýrslunni var bent á að marg- ar ólíkar útfærslur væru á merk- ingum á algengum gönguleiðum yfir götur. Það geti valdið því að bæði gangandi og akandi séu óvissir um hver eigi réttinn, eins og fram kom í umfjöllun Frétta- blaðsins í vikunni. Dæmi um þetta eru algeng gerð gönguleiða yfir götur þar sem lögð er hraðahindrun og gatan jafn- vel þrengd. Margir halda að þær gönguleiðir séu gangbrautir þar sem gangandi eiga réttinn, þó svo sé ekki raunin. Gangandi eiga aðeins réttinn á gangbraut sem merkt er með bæði gangbrautarmerki og merkingum í götu, annað hvort hvítum samhliða línum langsum á vegi (sebrabraut) eða tveimur þverröndum yfir veg. Skortur á hefðbundnum gang- brautarmerkingum á sér langa sögu, segir Stefán Agnar Finns- son, yfirverkfræðingur hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hann segir að átak hafi verið gert í að fjarlægja gangbrautir yfir fjögurra akreina götur fyrir tveimur áratugum, enda séu þær taldar hættulegar. Því er höfundur skýrslunnar sem unnin var fyrir Vegagerðina sam- mála. Stefán segir að lengi hafi verið umdeilt hvort gangbrautir yfir vegi með eina akrein í hvora átt séu til þess að auka öryggi eða draga úr því. Þess vegna hafi borg- aryfirvöld ákveðið að reyna frekar að draga úr hraða með þrenging- um og hraðahindrunum til að auka öryggi gangandi í umferðinni. Nú segir Stefán ástæðu til að endurskoða þá stefnu. „Ég held að við munum fara í stefnumörk- unarvinnu til að ákveða hvernig við viljum hafa þetta,“ segir Stef- án. Hann nefnir þar sérstaklega ábendingu í skýrslu Vegagerðar- innar um mikilvægi gangbrauta fyrir sjónskerta. brjann@frettabladid.is Borgin endurskoðar gönguleiðir yfir götur Borgaryfirvöld ætla að endurskoða stefnu sína um gangbrautarmerkingar í kjölfar gagnrýni í skýrslu Vegagerðarinnar. Mismunandi merkingar við gönguleiðir yfir götur valda ruglingi. Lengi verið umdeilt hvort gangbrautir auki öryggi gangandi. MISVÍSANDI Stefna borgarinnar undan- farin ár hefur verið að leggja ekki gang- brautir yfir götur heldur hægja á umferð með hraðahindrunum og þrengingum. Til stendur að endurskoða þá stefnu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í skýrslu um gönguleiðir yfir götur sem unnin var fyrir Vegagerðina er gagn- rýnt að mikill munur sé á merkingum við gönguleiðir yfir götur milli sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu, sem valdi ruglingi hjá bæði gangandi og akandi. Stefán Agnar Finnsson, yfirverkfræðingur Reykjavíkurborgar, segir að hingað til hafi ekki verið talin ástæða til að hafa samráð milli sveitarfélaga um þessi mál. Hin sveitarfélögin hafi gjarnan fylgt fordæmi borgarinnar í sambærilegum málaflokkum. Í kjölfar ábendinga í skýrslu Vegagerðarinnar sé mögulega ástæða til að íhuga slíkt samráð við endurskoðun á stefnu borgarinnar í þessum málaflokki. UMFJÖLLUN Fjallað var um mismunandi merk- ingar yfir gönguleiðir í Fréttablaðinu í vikunni. 17. desember 2012 MÁNUDAGUR RÉTTIR | ASKÝRING | HÆTTULEGAR GÖNGULEIÐIR Hætta vegna misvísandi merkingaHönnun gönguleiða yfir götur er oft ruglingsleg fyrir gangandi vegfarendur og ökumenn þó skýrt sé í lögum hvernig merkja eigi gang brautir. Mögulega ætti að breyta lögum um merkingarnar. Öryggi gangandi vegfarenda er mi á Í KALKOFNSVEGUR Gangbrautin yfir Kalkofnsveg til móts við Hörpu er ekki rétt merkt, svo þrátt fyrir að gangbrautarmerki séu við götuna eiga gangandi ekki forgang. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAFAMÝRI Gönguleið yfir Safamýri liggur eftir hraðahindrun þar sem gatan hefur verið þrengd. Þarna er engin gangbraut svo bílarnir eiga réttinn, en þessi hönnun þykir bjóða upp á rugling. HAMRAHLÍÐ Rétt merkt gangbraut liggur eftir hraðahindrun yfir Hamrahlíðina. Þverrendur eru yfir götuna og umferðarmerki taka af allan vafa. MIKLABRAUT Yfir fráreinar á gatnamótum Miklu-brautar og Kringlumýrarbrautar eru aðeins merktar línur þvert á götuna en engin gangbrautarskilti. KRINGLUMÝRARBRAUT Réttur gangandi vegfar-enda er tryggður með gönguljósum og línum þvert yfir Kringlumýrarbraut. LAUGAVEGUR Varasamt er að leggja gangbraut þvert á tveggja akreina veg. Þrátt fyrir að gang-brautin sé rétt merkt og gangandi eigi réttinn býður þetta hættunni heim. Gangandi eiga forgang Akandi eiga forgang Íhuga samráð á höfuðbor arsvæðinu Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Þorláksmessa Strekkingur eða hvasst S- og V-lands annars hægari. NOKKUÐ VINDASAMT verður á landinu næstu daga og rigning sunnan- og austanlands. Á Þorláksmessu kólnar og þá má búast við slyddu með suðurströndinni. Á aðfangadag kólnar enn með éljum norðan og austan til en sunnanlands léttir til. 3° 7 m/s 3° 7 m/s 6° 11 m/s 6° 19 m/s Á morgun Strekkingur með S- og NA-ströndinni annars hægari. Gildistími korta er um hádegi 4° 2° 3° 1° 1° Alicante Aþena Basel 20° 10° 1° Berlín Billund Frankfurt -1° 2° 5° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 6° 0° 0° Las Palmas London Mallorca 23° 9° 14° New York Orlando Ósló 8° 19° -5° París San Francisco Stokkhólmur 9° 14° -4° 4° 10 m/s 6° 12 m/s 4° 8 m/s 4° 10 m/s 4° 6 m/s 3° 5 m/s -1° 6 m/s 5° 3° 6° 5° 5°
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.