Fréttablaðið - 21.12.2012, Page 64

Fréttablaðið - 21.12.2012, Page 64
21. desember 2012 FÖSTUDAGUR| MENNING | 38 BAKÞANKAR Stígs Helgasonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman MYNDASÖGUR Hm! Gegnum það sem ég les úr mynd- unum þínum... ...er það bara að hreinsa og skola í dag! Svona, svona... TALAÐU HÆRRA! ÉG HEYRI EKKI Í ÞÉR FYRIR SJÓNVARPINU! HÆKKAÐU! ÉG HEYRI EKKERT FYRIR ÖSKRUNUM Í PABBA! Sko, hann setur klósettsetuna aldrei niður! Hvað ertu að teikna, Solla? Sjálfsmynd. Hún er flott. Mjög flott. Alveg frábær! Takk. Af hverjum er myndin? Hjónabands- ráðgjafi LÁRÉTT 2. yndi, 6. íþróttafélag, 8. fyrirboði, 9. poka, 11. tveir eins, 12. ámæla, 14. nautnalyf, 16. skóli, 17. óhreinka, 18. móðurlíf, 20. tvíhljóði, 21. truflun. LÓÐRÉTT 1. þurrka út, 3. þys, 4. úða, 5. lögg, 7. frumefni, 10. gums, 13. sigti, 15. kássa, 16. skordýr, 19. aðgæta. LAUSN LÁRÉTT: 2. lyst, 6. fh, 8. spá, 9. mal, 11. rr, 12. álasa, 14. ópíum, 16. fg, 17. ata, 18. leg, 20. au, 21. ónáð. LÓÐRÉTT: 1. afmá, 3. ys, 4. sprauta, 5. tár, 7. halógen, 10. lap, 13. sía, 15. mauk, 16. fló, 19. gá. Ef þú ert að lesa þessi orð þýðir það að heimurinn fórst ekki í nótt. Það er ágætt – margir eru langt komnir með jólaundir- búninginn og það er ekki heldur búið að afgreiða rammaáætlun á Alþingi. Það væri synd ef ragnarök spilltu því góða máli. Kannski trúðu ekki margir þessum heims- endaspám en við hljótum samt að geta notað tækifærið til að gleðjast yfir því að fram- hald verði á jarðvist okkar um sinn og jafnvel endurmetið okkur aðeins í leiðinni. HVER VEIT nema Barack Obama og samlandar hans fari á fætur í dag og ákveði að fyrst þessi heimur okkar er á annað borð enn til mætti kannski bæta hann örlítið með því að farga þó ekki væri nema öðru hverju vopni í landinu. Kannski Annþór og Börkur vakni í klefunum sínum á Litla-Hrauni, hittist í útivist og sammælist um að héðan í frá ætli þeir að vera góðir við annað fólk. Maður getur alltaf vonað. OG HVAÐ getur þú gert til að bæta heiminn í dag? Hér er hugmynd: HJÓLAÐU upp að Esju- rótum, gakktu upp á topp (eða allavega upp að steini) með Christmas Card from a Hooker in Minneapolis með Tom Waits á lúppu í eyrunum og king size Lion Bar í mittistöskunni, horfðu yfir jóla- lýsta borgina og hugsaðu: Ef menn hefðu nú lesið rétt í dagatal Mayanna og það hefði sannarlega liðið undir lok á nákvæm- lega þessum degi, og ef – bara ef – þessir frumbyggjar Suður-Ameríku hefðu í raun verið gæddir óbrigðulli spádómsgáfu, nú þá væri þetta óreiðukennda en fallega hrúgald sem við köllum Reykjavík rústir einar – alelda, á kafi í sjó eða glóandi hrauni, orðið að dufti – eða einfaldlega gufað upp í eilífðina. En við sluppum með skrekkinn. HJÓLAÐU svo til baka, hlauptu smávegis útundan þér og gerðu eitthvað viðbjóðs- lega væmið og krúttlegt. Hringdu í strák- inn eða stelpuna sem þú ert skotin(n) í og syngdu Waterfalls með TLC í símann (líka rappið), keyptu fallhlífarstökksnámskeið fyrir þig og mömmu þína, bakaðu smá- kökur og farðu svo niður að Tjörn og gefðu öndunum þær, færðu ömmu þinni bol með mynd af hipphopphljómsveit, segðu upp ef þér finnst óbærilegt í vinnunni og keyptu þér flug aðra leiðina til Súrínam, gefðu úti- gangsmanni sjónvarpið þitt (og rafstöð), teiknaðu hjartnæm skilaboð í héluna á framrúðuna á bíl nágrannans (makaðu ein- hverju á hana til að krota í ef það er ekki frost) og umfram allt: finndu þér hvolp og faðmaðu hann (að fengnu hans samþykki). Faðmaðu hvolp Veistu hver ég var? Siggi Hlö Heitasta partýið í bænum! Laugardaga kl. 16 – 18.30

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.