Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2012, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 21.12.2012, Qupperneq 25
FÖSTUDAGUR 21. desember 2012 | SKOÐUN | 25 Í DAG Pawel Bartoszek stærðfræðingur Ég er aurvaldssinni. Það er svona míní-auðvaldssinni. Mér finnst það ekki endilega óendanlega magnað að til sé fólk sem hefur orðið ríkt af því að breyta raf- magni í ál eða fundið olíu og tek- ist að selja hana. Ekki að segja að það sé eitt- hvað sem „allir geta“ eða að þeir sem það geri séu vont fólk. En það er ekki í frumframleiðslunni sem sköpunarkraftur hins frjálsa markaðar kemur hvað skýrast fram. Jafnvel í ömurlegu, mið- stýrðu hagkerfi gæti einhver líkegast framleitt ál og grætt á því. Öllu merkilegra er þegar menn breyta engu í eitthvað. Að einhver skyldi geta fengið pening fyrir að teikna klúrar spýtukallamyndir, semja tónlist eða halda uppi bloggi, það er virkilega merkilegt. Allir, sem reynt hafa að fá pening fyrir að gera eitthvað sniðugt með hausnum, vita að það er fáranlega erfitt. Enn erfiðara er að fá nóg til að geta lifað af því, hvað þá að fá nógu mikið til að verða ríkur (og þá sjálfkrafa öfundaður fyrir að fá borgað fyrir að „gera ekki neitt“). Hilla hátt uppi Nái menn einhverjum vinsældum fylgir þeim þó gjarnan ákveðin virðing. En sú hilla liggur hátt uppi. Úti um allt er fullt af fólki sem er ekki jafnsniðugt og Hug- leikur og er ekki með jafngríp- andi lag og Of Monsters and Men en er samt að reyna og mætir oft takmörkuðum skilningi. Ég er ekki endilega að tala um að ríkið vilji ekki gefa þessum frumkvöðl- um nógu mikinn pening (eins og oft er átt við þegar „takmarkaðan skilning“ ber á góma). Ég á við að samborgarar þessa fólks viður- kenna stundum ekki að það sem þeir gera sé yfirhöfuð vinna. Það birtist með ýmsum hætti. Tökum dæmi. Grafískur hönn- uður er beðinn um að hanna heimasíðu. Líklegt er að hann sé spurður 1. hvort hann vilji gera það frítt 2. hvort hann taki virki- lega svona mikið fyrir þetta 3. hvort hann geti virkilega ekki gert þetta frítt, heimasíðan er ekki fyrir neitt gróðafélag og hann fær góða auglýsingu út á þetta 4. hvort hann geti ekki komið með nokkrar hugmyndir sem síðan verður valið úr 5. hvort það þurfi samt að borga honum ef þetta verður ljótt 6. hvort hann muni ekki örugglega líka hanna lógóið, gera fullt af öðrum hlutum og hvort það kosti nokkuð auka- lega. Frítt parkett Setjum nú upp sama dæmið með parkettlagningarmanni. Myndu menn biðja hann um að vinna vinnu sína frítt? Myndu menn spyrja hann hvort þeir þyrftu að borga ef þeim fyndist parkettið ljótt? Myndu menn, eftir að verk- inu er lokið, biðja um að fá að sjá hvernig þetta lítur út með öðru gólfefni? Myndu menn svo biðja hann um að bæta við parketti í svefnherbergið nokkrum mán- uðum síðar og vera hissa á því að það kosti meira? Nú er auðvitað ekki útilokað að iðnaðarmenn lendi í einhverju af þessu. Til dæmis að kúnnar borgi ekki ef þeir eru ósáttir. En það er síður algengt að menn hringi í iðnaðarmann, biðji hann um að gera eitthvað og geri ráð fyrir að honum mistakist það. Iðnaðar- maðurinn er líka síður líklegur til að vera reglulega beðinn um að leggja frítt parkett hjá hinum og þessum með þeim orðum að þetta sé allt rosalega „góð auglýsing fyrir hann“. Þetta er enn augljósara með hráefni. Myndi einhver labba út í búð, sjá hillu fulla af hveiti og spyrja hvort hann mætti ekki kippa með sér einum pakka, án þess að borga, því „það virðist vera nóg til“? Varla. Fólk skilur að hráefni kostar. Fólk skilur líka að vinna kostar en sumir skilja það minna og minna eftir því sem vinnan er minna líkamleg. Auðvitað er það ekki algilt. Ef enginn vildi borga fólki fyrir að breyta engu í eitthvað mundi enginn gera neitt af slíku. Raunin er sem betur fer önnur. En stundum þegar ég horfi á suma stjórnmálamenn tala fæ ég þessa tilfinningu: Að sumum finn- ist engin verðmæti verða til nema einhver sveifli skóflu eða hamri nagla í vegg. Allir að hamra inn nagla Tuttugu og fimm ára afmæli Erasmus-áætl- unarinnar er hald- ið hátíðlegt um Evr- ópu alla í ár, en hún er hluti af menntaáætlun Evrópusambandsins á háskólastigi. Rúm- lega 2.500 íslensk- ir háskólastúdent- ar hafa tekið hluta af námi sínu við evrópska háskóla á vegum henn- ar, en íslenskir háskól- ar fengu aðild að Eras- mus-áætluninni árið 1992. Á síðustu árum hafa að meðaltali um 200 íslenskir stúdentar farið utan á hverju ári. Skólaárið 2010-2011 voru yfir 500 erlendir Erasmus-stúdentar við nám í íslensku háskól- um og er það metfjöldi. Fjölmargir viðburðir hafa verið skipulagðir víða í Evrópu í tilefni afmælisins. Hér á landi var hald- ið upp á þessi tímamót á Háskóla- torgi Háskóla Íslands og í Iðnó hinn 6. september sl. auk þess sem efnt var til ljósmynda- og myndbandasamkeppni núverandi og fyrrverandi Erasmus-nema sem tengjast Íslandi. Frá 1987 hafa tæpar þrjár milljónir háskólastúdenta og yfir 300.000 háskólakennara tekið þátt í áætluninni og er óhætt að fullyrða að hún er ein vinsælasta og best heppnaða samstarfsáætl- un Evrópusambandsins og jafn- framt sú stærsta sinnar tegund- ar í heimi. Markmið hennar er að auka samstarf háskóla í Evrópu. Megináhersla er lögð á að stuðla að hreyfanleika fólks úr háskóla- samfélaginu um álfuna en einn- ig eru veittir styrkir til sam- eiginlegra námskeiða, þróunar kennsluefnis, samstarfs háskóla og atvinnulífs og tungumálanám- skeiða fyrir skiptistúdenta. Á síðustu árum hafa yfir 250.000 háskólanemendur og 40.000 kennarar tekið þátt í þessu samstarfi. Mikil áhrif Úttektir á Erasmus-áætl- uninni hafa leitt í ljós að hún hefur haft mikil áhrif, ekki bara á einstaklinga sem hafa tekið þátt í henni heldur líka á háskólaum- hverfið í Evrópu. Áætlun- in hefur stutt við Bologna- ferlið sem miðar að því að skapa samfellt mennta- svæði á háskólastigi í Evr- ópu. Frá 1999 hefur hún t.d. stutt evrópska háskóla í að innleiða ECTS-ein- ingarkerfið. Nánast allar stofnanir á háskólastigi í Evrópu taka þátt í Erasmus eða rúmlega 3.100 háskólar í 31 landi. Frá árinu 2007 hefur Erasmus verið hluti af menntaáætlun ESB (Lifelong Learning Programme 2007-2013) en um þessar mundir er verið að undirbúa nýjar sam- starfsáætlanir ESB fyrir tíma- bilið 2014-2020. Nýja mennta- áætlunin fær að öllum líkindum nafnið Erasmus fyrir alla og mun fela í sér aukin tækifæri fyrir ungt fólk og menntastofn- anir í Evrópu. Frekari upplýsingar: http://ec.europa.eu/education/lifelong- learning-programme/erasmus_en.htm http://ec.europa.eu/education/eras- mus/25thanniversary_en.htm og http://lme.is/page/erasmus_ forsida http://lme.is/page/erasmus25ara Erasmus-áætlunin 25 ára Allir, sem reynt hafa að fá pening fyrir að gera eitthvað sniðugt með hausnum, vita að það er fáranlega erfitt MENNTUN Ásgerður Kjartansdóttir sérfræðingur í sendiráði Íslands í Brussel Guðmundur Hálfdanarson prófessor við Háskóla Íslands ➜ Úttektir á Erasmus áætluninni hafa leitt í ljós að hún hefur haft mikil áhrif Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is sttststtttsttststststststtststststttttststtstttsttttststtststststssssssssssss á n ff n ff n fff á n f fn fff án fffn f á n f á n f á n f án ffffn f án f á n f án ff án fn fffff án f á n ff án fff án f án fff án f á n ff án fff á n f á n ffffff á n án án án án á n ánán á nn á nnnnánn ááááááááááááá yr irv yr irv yr irv yr irv yr irv yr irv yr irv yr irv yr irvvrir v yr irv yr irv yr irv yr irv yr irv yr irvrir v yr irv yr irv yr irvrir vvv yr irvrvrir vvv yr irvrir v yr irvvvv yr irv yr irvrir vv rir v yr irvvrv yr irv yr irv yr irvrir v yr irvriryr ir yr ir yr ir yr ir yr ir yr ir yr irr yr ir yr ir yr irririiiyr iiii yr iririririririrrrrrrrrrryrrrrrrrrrrrryrrrryryryryryyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyy ararararrrararrararrarrarrararrarrararararararraaaaaaaaaaaaaa B irt m eð f m e yr irv ar a um p re nt vi l nt vi nt v lu r. H ei m sf er ð i fe rð r ás ki lja s ér r sésé t ét t til leil l tét ið ré tt in g a tin g tin á s l á sl ík u. A th . A t A t að v ee að v e g e g e rð g rð g r bbbbbb r bbbb r b r b r bb r b r bbbbbb r bbbbbbb ur ururrurururrruruutuuuttuuututuuttt ey sysssyssysysysysysyysysey sysysysysyyeyyyyyyeyre y re y re yyeyeyyyyyeyeyeyyeyyyre yeyyeyeyeyyeyre yeyeyeyeyeyeeeererereererereereererrrrr aa.a...a.a.a.a.a.a.a.aa.a..a.aaaaaaaaaaaaaaaaaaa E N N E M M / S IA • N M 55 91 8 frá kr. 49.900 Ótrúlegt tilboð - Allra síðustu sætin Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð. 2 1FYRIR Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð á síðustu flugsætunum til Tenerife 3. janúar. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Við bjóðum þér fjölbreytta gistingu meðan á dvölinni stendur. Verð kr. 49.900 Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð. Netverð á mann. Verð áður kr. 99.800. 3.-16. janúar – 13 nætur Verðdæmi fyrir gistingu: Kr. 76.000 á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð á Vime Callaeo með allt innifalið í 13 nætur, 3. – 16. janúar. Tenerife Einn af jólaglaðningum Heilsuhússins – Skemmtileg nýjung í jóla- og áramótaveislur Laugavegi • Kringlunni • Smáratorgi • Lágmúla • Akureyri • Selfossi Fæst með rúsínum og sultuðum appelsínum, með súkkulaði og hrein - Pandoro. UMDEILDIR PISTLAR FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.