Fréttablaðið - 21.12.2012, Page 88

Fréttablaðið - 21.12.2012, Page 88
21. desember 2012 FÖSTUDAGUR| SPORT | 64 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar Celtic (Skotland) Best: Vann 1967 Juventus (Ítalía) Vann 1985 og 1996 12. febrúar og 6. mars Valencia (Spánn) 2. sæti 2000 og 2001 Paris St.-Germain (Frakkland) Undanúrslit 1995 Real Madrid (Spánn) Níu sinnum meistari Manchester United (England) Þrisvar sinnum meistari 13. febrúar og 5. mars Shaktar Donetsk (Úkraína) Fjórðungsúrslit 2011 Borussia Dortmund (Þýskaland) Vann 1997 Arsenal (England) 2. sæti 2006 Bayern München (Þýskaland) Fjórum sinnum meistari 19. febrúar og 13. mars Porto (Portúgal) Tvisvar sinnum meistari Málaga (Spánn) Nýliði í keppninni Galatasaray (Tyrkland) Undanúrslit 1989 FC Schalke (Þýskaland) Undanúrslit 2011 20. febrúar og 12. mars AC Milan (Ítalía) Sjö sinnum meistari Barcelona (Spánn) Fjórum sinnum meistari HM í han dbol ta Í LEI FTRA NDI H ÁSKE RPU Hefs t 11. janú ar Þorsteinn J. og gestir Þorsteinn J. sér um upphitun fyrir leiki og stýrir ítarlegri umfjöllun eftir leiki ásamt handbolta sérfræðingum og góðum gestum. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS | VERSLANIR VODAFONE | VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 FÓTBOLTI Nokkur af frægustu liðum fótboltans lentu saman í gær þegar dregið var í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu, en leikirnir verða í febrúar og mars á næsta ári. Það þarf því ekki að velta lengi fyrir sér hvaða viðureignir munu stela sviðsljósinu þegar útsláttarkeppnin fer af stað. Stærsti leikurinn er án nokkurs vafa viðureign spænsku meistaranna í Real Madrid og Manchester United, efsta liðsins í ensku úrvalsdeildinni, og þetta verða sérstakir leikir fyrir stærstu stjörnu Real- liðsins. Cristiano Ronaldo lék með Manchester United á árunum 2003 til 2009 og varð að einum besta fótboltamanni heims undir stjórn Sir Alex Ferguson. Hann var síðan seldur fyrir 80 milljónir punda til Real, þar sem hann hefur blómstrað enn frekar. „Ég er viss um að þetta verður sérstakur leikur fyrir hann,“ sagði Emilio Butragueno, fulltrúi Real Madrid við útdráttinn. Sir Alex ætlar að panta góða vínflösku Umræðan í kringum leikinn mun einnig snú- ast um stjórana Jose Mourinho og Ferguson enda enginn búinn að gleyma rimmum þeirra þegar Mourinho stýrði Chelsea eða þegar Mourinho sló United út úr Meistaradeild- inni þegar Portúgalinn var hjá Porto. Umræðan um Mourinho sem hugsan- legan eftirmann Sir Alex hefur einn- ig verið þrálát og setur enn meira krydd í aðdraganda leiksins. „Þetta verður frábært tækifæri fyrir stuðningsmenn okkar að sjá Cristiano aftur og það er einnig gaman fyrir mig að hitta Jose. Ég mun panta eitthvert gott vín fyrir okkur,“ sagði Sir Alex Ferguson. Bæði spænsku stórliðin fengu erfiða mótherja því Barcelona dróst á móti ítalska liðinu AC Milan. „Milan er eitt af stærstu félögum Evrópu og við berum fulla virðingu fyrir því. Það gengur kannski ekki alltof vel hjá Milan í deildinni en liðið er með frábæra leikmenn og fótboltinn breytist á hverj- um degi,“ sagði Josep Maria Bartome, varaformaður Barcelona. Þriðji risa- leikur sextán liða úrslitanna er síðan á milli Arsenal og Bayern München. „Við getum verið sáttir við þennan drátt en við megum alls ekki van- meta þá,“ sagði Karl- Heinz Rummenigge, stjórnarmaður hjá Bayern, en Arsenal hefur verið í basli á leiktíðinni. Alla leik- ina í 16 liða úrslitunum, sem og alla leikdagana, má sjá hér til hliðar á síðunni. ooj@frettabladid.is Ronaldo mætir á kunnuglegar slóðir Cristiano Ronaldo mun snúa aft ur á Old Traff ord á næsta ári en það varð ljóst í gær eft ir að Real Madrid dróst á móti Manchester United í risaleik sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar. Barcelona mætir liði AC Milan og Arsenal lenti á móti Bayern München. CRISTIANO RONALDO

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.