Fréttablaðið - 21.12.2012, Side 94
21. desember 2012 FÖSTUDAGUR| MENNING | 70
Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755
799
12 tonn verða seld á:
Þorláksmessuskata
EKTA
kr
.k
g.
Smár humar
Tilvalinn í súpuna, salatið, einnig góður til
pönnusteikingar. Lausfrystur 1 kg í poka.
Skelflettur humar
Humar án skeljar.
Fullhreinsaður, lausfrystur og flottur, tilbúinn í hvað sem er.
Humarsoð
100% soð af
humarskeljum.
Flott uppskrift á boxinu.
Humarklær
Fyrir þá sem vilja gera
humarsúpu frá grunni.
Stór humar
Sá stærsti, góður í hvað sem er.
Grillið, pönnuna, ofninn. 1. flokks humar.
ATH
sama verð
3ja árið
í röð!!
Stærð 30-40
Millistærð
af humri
Hentar vel að steikja á pönnu, setja í ofninn eða á grillið.
Stærð 7-12
Stærð 18-24
OPIÐ
22. des til kl. 20.00
23. des til kl. 20.00
24. des til kl. 14.00
Gleðileg
jól
Þriðja syrpan af gamanþáttunum
Hæ Gosi verður frumsýnd á Skjá
einum í lok janúar. Leikstjóri þátt-
anna er Arnór Pálmi Arnarson, sem
segist upphaflega ekki hafa búist
við að þáttaraðirnar yrðu þrjár tals-
ins. Í nýju þáttaröðinni er flakkað á
milli tímaskeiða og segir Arnór að
þannig fái áhorfendur betri innsýn í
líf og tilfinningar persónanna.
„Þáttaröðin hefst þar sem sú síð-
asta endaði. Við förum meðal ann-
ars aftur í tímann og útskýrum af
hverju sumir eru saman og aðrir
eru ósáttir. Björn Jörundur fer með
hlutverk í nýju þáttunum og leikur
þar sjálfan sig og við spilum svolítið
inn á það. Svo höldum við auðvitað
áfram með fjölskyldudramatíkina,“
segir Arnór Pálmi.
Stikla úr nýju þáttunum var birt
á Facebook-síðu þáttanna fyrir
skemmstu og af henni að dæma
má ætla að spennandi þáttaröð sé
í vændum. „Já, stiklan er svolítið
rosaleg. Fólk var ekki alveg visst
hvort þetta væru spennuþættir eða
gamanþættir. En þetta er sami húm-
orinn og áður, nema að núna bætist
við sakamál á léttu nótunum.“
Í haust auglýstu framleiðendur
þáttanna eftir bíldruslu til kaupa.
Bíllinn þurfti að vera í ökuhæfu
ástandi og átti að klessukeyra hann
í spennandi áhættuatriði fyrir þátt-
inn. „Þetta var í fyrsta sinn sem
við gerðum „stönt“ og við fengum
atvinnumann til að negla bílnum á
staur. Það voru allir með hjartað í
buxunum á meðan á tökum stóð, en
þetta tókst allt vel.“
Inntur eftir því hvort von sé á
fjórðu þáttaröðinni svarar Arnór
því neitandi. „Það hefur ekki verið
rætt.“ - sm
Með hjartað í buxunum meðan á tökum stóð
Arnór Pálmi Arnarson leikstýrir þriðju syrpu gamanþáttanna Hæ Gosi sem sýnd verður á nýju ári.
ÞRIÐJA ÞÁTTARÖÐIN KLÁR Arnór
Pálmi Arnarson leikstýrir þriðju þátta-
röðinni af Hæ Gosi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Ég byrjaði að horfa í kringum
mig og sá að enginn var með end-
urskinsmerki,“ segir Alice Olivia
Clarke, sem hefur um nokkuð
skeið boðið upp á „ljómandi fylgi-
hluti“ undir vörumerkinu Tíra.
„Ég var næstum því búin að
keyra á manneskju og fór að
hugsa um það í kjölfarið hvað ég
gæti gert til þess að gera gang-
andi vegfarendur sýnilegri í
umferðinni. Fullorðna fólkið
lætur helst ekki sjá sig með hefð-
bundin endurskinsmerki.“
Alice flutti hingað til lands frá
Kanada fyrir tuttugu árum og
viðurkennir að hafa sjálf verið löt
við að ganga með glitmerki. Hún
hafi því fengið þá hugmynd að
hanna eitthvað áberandi og flott
fyrir íslenska skammdegið.
Fyrir nokkrum árum byrj-
aði hún að fikra sig áfram og úr
urðu handhekluð blóm úr lopa og
endurskinsþráðum. Eftirspurn-
in varð fljótlega mikil og Alice
hafði ekki undan við framleiðsl-
una. Í dag nýtur hún aðstoðar
fjölskyldunnar, auk þess sem hún
hefur ráðið til sín tvær konur til
viðbótar í heklið.
„Ég kalla þetta ljómandi fylgi-
hluti vegna þess að þeir koma
ekki í stað hefðbundinna endur-
skinsmerkja heldur eru þeir hugs-
aðir sem tískuvara sem sést vel í
myrkri,“ segir Alice. Hún hefur
aukið vöruúrvalið og reynt að
höfða meira til karlmanna en
áður, en það er hennar tilfinning
að fullorðnir karlmenn séu verst
sýnilegir allra í myrkrinu.
„Stundum finnst mér eins og
þeir séu ragari við þetta. Þeir
nenna ekki að hengja á sig þessi
hefðbundnu og hef ég því reynt að
finna eitthvað þægilegt og smart
fyrir þá.“
haukur@frettabladid.is
Tíra í skammdeginu
Alice Olivia Clarke beið ekki eft ir því að keyra einhvern niður í myrkrinu heldur
tók til sinna ráða og framleiðir nú glampandi skartgripi fyrir konur og karla.
LJÓMANDI FYLGIHLUTIR ALICE Olivia Clarke flutti hingað til lands frá Kanada
fyrir tveimur áratugum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
My Head Is an Animal með Of Monsters and Men
er söluhæsta vínylplata ársins á Íslandi. Hún hefur
selst í um 400 eintökum síðan hún kom út í lok októ-
ber. Alls voru 500 númeruð eintök prentuð og hafa
þau selst eins og heitar lummur. Geisladiskurinn
hefur selst í um 20 þúsund eintökum, þar af 10 þús-
und á þessu ári.
Tvær vínylplötur hafa selst í um 300 eintökum.
Annars vegar Önnur Mósebók með Moses High-
tower og hins vegar Dýrð í dauðaþögn með Ásgeiri
Trausta. Sá síðarnefndi er uppseldur hjá Senu en
prenta á fleiri eintök af Annari Mósebók hjá Record
Records. Geisladiskurinn með Ásgeiri Trausta er
sá vinsælasti á árinu. Búið er að dreifa honum í 21
þúsund eintökum og líklega verður 2.500 stykkjum
bætt við.
Haraldur Leví Gunnarsson starfrækir Record
Records, sem er afkastamesti vínylframleiðandi
landsins. „Ég byrjaði ekki á þessu af viti fyrr en í
ár. Maður hefur alltaf verið smeykur við þetta. Það
hefur verið erfitt að selja upp í kostnað en núna
finnst mér þetta vera að gera sig,“ segir hann.
Meðal fleiri vinsælla titla hjá útgáfunni eru nýjar
plötur frá Retro Stefson og Tilbury sem hafa hvor
um sig selst í um 200 eintökum. Ojba Rasta hefur
selt um 180 vínylplötur, sem er um 30% af heildar-
sölu sveitarinnar, því diskurinn hefur farið í 6-700
eintökum. Geisladiskur Retro Stefson náði gullsölu í
síðustu viku, sem eru 5 þúsund eintök.
Vínyláhugamenn geta mætt á Kex Hostel um
helgina því þar verður haldinn annar vínylmarkað-
urinn á skömmum tíma. Síðast seldust um 200 ein-
tök fyrir um hálfa milljón króna.
- fb
Of Monsters söluhæst á vínyl
Um 400 eintök hafa selst af My Head Is an Animal. Ásgeir Trausti er í öðru sæti.
VINSÆL Á VÍNYL Of Monsters and Men á vinsælustu vínyl-
plötu Íslands á þessu ári. NORDICPHOTOS/GETTY
„Á föstudaginn ætla ég að DJ-a á
splunkunýjum skemmtistað sem
heitir Harlem, og svo spila ég með
Retro Stefson í Sjallanum á Akur-
eyri á laugardagskvöldið.“
Sveinbjörn Thorarensen tónlistarmaður,
betur þekktur sem Hermigervill, er tilnefndur
sem upptökustjóri ársins á Íslensku tónlistar-
verðlaununum.
HELGIN