Fréttablaðið - 21.12.2012, Side 82

Fréttablaðið - 21.12.2012, Side 82
21. desember 2012 FÖSTUDAGUR| MENNING | 58 Glæsileg bók sem geymir veiðilýsingar og sögur af mannlífi og náttúrufari í Húnaþingi vestra. Einnig skrifa þekktir fiskifræðingar um rannsóknir á vatnasvæðinu. Ótal ljósmyndir eftir landsþekkta ljósmyndara. Ómissandi bók fyrir unnendur íslenskrar náttúru. Enski stórleikarinn Christopher Lee er ekki af baki dottinn þrátt fyrir að vera orðinn rúmlega níræður, og í tilefni jólanna hefur hann sent frá sér tveggja laga smáskífu þar sem hann flytur Litla trommuleikarann og Heims um ból í þungarokksútgáfum. Þessi riddaraslegni og djúpraddaði BAFTA-verðlaunahafi er þó eng- inn nýgræðingur í þungarokkinu, en hann á að baki tvær concept-plöt- ur um keisarann Karlamagnús, auk þess að hafa unnið með sveitum á borð við Manowar og Rhapsody of Fire. Að sögn Lee var það samt ekki fyrr en á seinni plötunni um Karla- magnús sem hann fór að syngja þungarokk. „Á fyrri plötunni söng ég með minni rödd yfir þungarokk. Á nýju plötunni fer ég alla leið, þó ég öskri að vísu ekki.“ Furðujólaplötur eru síður en svo nýjar af nálinni, og gullgrafarar á vegum Fréttablaðsins settu saman lista yfir þær furðulegustu. Langafi jólarokkar Það er ekki á hverjum degi sem níræðir menn gefa út þungarokksplötur. En Christopher Lee hefur gert það þrisvar, og nú er hann í sannkölluðu jólaskapi. ÖLDUNGURINN OG ÖXIN Þó Lee taki sig vel út með gítarinn er það hinn tvítugi Hedras Ramos sem spilar inn á plötuna. CHRISTMAS ON DEATH ROW Jólaplata frá vafasamasta plötu- fyrirtæki heims. HO, HO, HO Dragdrottningin RuPaul fær ónefndan júrópopp- þrjót sér til aðstoðar á þessari glórulausu plötu. RuPaul the red- nosed drag queen svíkur engan. THE NIGHT BEFORE CHRIST- MAS Hinn hamborgarasólgni strandvörður spreytir sig á jóla- lögum sem allir þekkja. A COLT 45 CHRISTMAS Eins smells undrið Afroman afskræmir sígild jólalög að hætti Sverris Stormskers. Typpahúmor í jóla- sveinabúningi. CHRISTMAS IS 4 EVER Fönk- kempan Bootsy Collins slappar bassann yfir frumsamin jólalög. HUNG FOR THE HOLIDAYS Hinn vitalaglausi William Hung, sem gerði garðinn frægan í American Idol, misþyrmir hér níu klassísk- um jólalögum. HALFORD III: WINTER SONGS Hinn leður- klæddi söngvari Judas Priest er angurvært jólabarn inn við beinið. Sígildir jólaslagarar, nú með hetjugítar- sólóum. A TWISTED CHRISTMAS Fyrrum hár- metalkóngarnir í Twisted Sister rokka upp jólalög sem allir þekkja. Heims um gól. A JOHN WATERS CHRISTMAS Kvikmyndaleikstjórinn og sóðalöppin John Waters velur sín uppáhaldsjólalög. Og að sjálfsögðu getur ekkert þeirra kallast „venjulegt“. CHRISTMAS IN THE HEART Gamla brýnið Bob Dylan ber í bakkafullan jólalagalækinn. Met- söluplata sem er samt eitthvað svo vandræðaleg. CHRISTMAS IN THE STARS Jól fyrir löngu síðan, í vetrarbraut langt, langt í burtu. Á fyrri plötunni söng ég með minni rödd yfir þungarokk. Á nýju plötunni fer ég alla leið, þó ég öskri að vísu ekki.“ Christopher Lee

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.