Fréttablaðið - 21.12.2012, Síða 68

Fréttablaðið - 21.12.2012, Síða 68
21. desember 2012 FÖSTUDAGUR| MENNING | 44 BÆKUR ★★★★★ Paintings/Málverk Eggert Pétusson CRYMOGEA Bókin Paintings / Málverk sem fjallar um verk Eggerts Péturssonar myndlistar- manns, kemur sér beint að efninu. Fremst er samtal Þorláks Einarssonar og Krist- jáns B. Jónassonar við listamanninn. Það er unnið þannig að listamaðurinn segir frá í fyrstu persónu frásögn í gegnum nær allan textann, sem er hluti af þess- ari vel völdu, beinskeyttu og einbeittu nálgun bókarinnar. Að loknu samtalinu, sem er mátulega langt, koma myndir af úrvali af málverkum Eggerts í tímaröð. Aftast er svo hin dæmigerða ferilskrá á einni blaðsíðu, eins og jafnan í listaverka- bókum og sýningarskrám. Það er engin ævisaga í bókinni, eða æviágrip, utan það sem kemur fram í orðum Eggerts sjálfs, enginn listfræðitexti og enginn upphafinn formáli. Þessi hreina og beina nálgun bók- arinnar er meðal þess sem gerir hana jafn góða og raun ber vitni. Það þarf varla að kynna Eggert lengur fyrir fólki, verk hans hafa fengið góða kynningu á síðustu árum, og hann notið mikilla vinsælda. Verkin hafa líka selst eins og heitar lummur, eins og listamaður- inn er ófeiminn við að tala um í textanum. Málverkin höfða enda til fegurðarskyns almennings; litskrúðug blóm úr íslenskri náttúru breiða úr sér yfir myndflötinn þannig að menn geta, sérstaklega í stærri verkunum, týnt sér í blómahafinu og komið að verkunum aftur og aftur og séð eitthvað nýtt í hvert sinn, eða rétt eins og Eggert segir sjálfur í samtalinu í bókinni: „Málverk er aldrei eins. Í hvert skipti sem litið er á það hefur það breyst.“ Það sem maður lærir samt á lestri bók- arinnar er að hér er á ferð listamaður sem er ekki allur þar sem hann er séður. Bókin er í stóru en nokkuð óvenjulegu mjúku broti sem samt fer vel í hendi. Það er ánægjuleg upplifun að blaða í henni fram og til baka. Hönnun þeirra Hildi- gunnar Gunnarsdóttur og Snæfríðar Þor- steins er óaðfinnanleg og spilar letur, pappír og annað vel með efni bókarinnar. Prentun er sömuleiðis frábær og gerir verkunum góð skil. Það sem mörgum kann að finnast sér- stakt við bókina, og gæti jafnvel pirrað einhverja, er það hvað margar myndanna í bókinni eru litlar. Menn gætu spurt sig; af hverju að vera með myndina pínulitla á blaðsíðunni, þegar nóg pláss er allt í kring. Svarið við því er augljóslega það að mynd- irnar eru birtar í hlutfallsstærð, þ.e. mynd- irnar eru hlutfallslega í réttum stærðum innbyrðis. Þessi aðferð gefur betri tilfinn- ingu fyrir raunstærð myndanna og því hvernig listamaðurinn vinnur, og rímar þar að auki við þá „sérviskulegu“ aðferð listamannsins við málunina að mála alltaf blómin og jurtirnar í raunstærð. Fyrir þá sem vilja kynnast ekki bara verkum listamannsins, heldur einnig hug- myndafræðinni á bak við verkin, tilrauna- mennskunni, vinnubrögðunum og hvern- ig verkin hafa þróast í gegnum tíðina er þessi bók frábær inngangur. Þeir sem hafa hingað til hafa skoðað myndirnar án þess að kafa dýpra, kynnast því hvernig listamaðurinn tengir verkin við gjörn- ingalist, hugmyndalist og rýmislist, ásamt því auðvitað að fá innsýn í það hvernig hann velur myndefnið og hvernig hann vinnur frá hugmynd að fullkláruðu verki. Hér fæst því talsvert meira kjöt á beinin fyrir áhugasama. Við fáum meira að segja að heyra það frá listamanninum að hann vilij að verkin hafi pólitíska rödd, og að þau séu innlegg í umræðu um náttúru- vernd: „Þetta eru áróðursmyndir. Þær eru hápólitískar […].“, og að lokum má nefna að listamaðurinn leyfir sér að gera góðlát- legt grín að kaupæðinu sem hefur mynd- ast í kringum verk hans. Þóroddur Bjarnason NIÐURSTAÐA: Afar vel heppnuð og falleg bók, sem spilar með sérvisku listamannsins. Hreint og beint ÁN TITILS „Málverk er aldrei eins. Í hvert skipti sem litið er á það hefur það breyst,“ segir Eggert. MYND/GUÐMUNDUR INGÓLFSSON. Fyrir þá sem vilja kynnast ekki bara verkum listamannsins, heldur einnig hugmyndafræð- inni á bak við verkin, tilrauna- mennskunni, vinnubrögðunum og hvernig verkin hafa þróast í gegnum tíðina er þessi bók frábær inngangur. Knattspyrnumaðurinn Ólafur Ingi Skúlason og eiginkona hans Sigurbjörg Hjörleifsdóttir eru búsett í Belgíu ásamt tveimur börnum sínum. Líf þeirra tók nýja stefnu þegar sonur þeirra kom í heiminn. Tölvuleikir geta verið ávanabindandi, haft áhrif á heilsu og tilfinninganæmi. Áhrif tölvuleikja á börn og unglinga Hann gerir okkur öll að betri manneskjum Leikskólakrakkar á Hvammi í Hafnarfirði ræða um jólahald. Solla á bláum kjól besta jólalagiðHvernig var bókmenntaárið 2012? Yfirlit yfir bókadóma ársins í blaðinu. Ár bókarinnar Gómsætir munnbitar af ýmsu tagi. Spennandi smáréttir á jólaborðið. Rúgbrauð og rauðrófur Helgarblað Fréttablaðsins Meðal efnis núna um helgina Helgarblað Fréttablaðsins, ómissandi hluti af góðri helgi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.